Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 6
110 LESBÓK MORGT7NBLAÐSINB Áigrímur Jóntion: Djákninn á Myrká. oft hugsaO um það síðan, hve eln- kennilegt þaO var, aO Jeg skyldi þá gera til mín þessar kröfur. Pabbi sagOi eitt sinn viO mig, aO Jeg ætti aO verfla málari. Ekki veit jeg hvað hann hefir melnt meO þvi, hvort þetta hefir veriO spádómur, eilegar afl hann ætlaOist til afl jeg kepti aO þessu. En hann sagfli þetta einu sinni alveg upp úr þurru. — Svona er venjulega ekki sagt, nema einu sinni. Engín teikning kend. Barnaskóli var haldinn í Gaul- verjabæ. Tveir bræöur kendu þar. Sjálfsagt allra bestu menn. Sá eldri kendi fram afl vertífl. Svo f6r hann, og sá yngri tók viO. Jeg man eftir því hve jeg undraOist þetta sam- band milli mentamálanna og sjó- sóknar, aO kennarinn þyrfti alt í einu aO fara á sjó. Sr. Jón Steingrímsson var þá prestur í Gaulverjabæ. Hann var stórgáfaOur maður, fyrirmannlegur. Hann kom einu sinni inn í kenslu- stofuna og hjelt langa ámlnningar- ræðu yfir kennaranum, út af því, hvernig einkunnagjaflr hans væru, t. d. hve lagar einkunnir Jeg fengí. Aldrei vissi jeg hvers vegna hann hjelt svona mikið með mjer. En Jeg skildi það síðar, að honum íannst að kennarinn Ijeti þaO hafa áhrif á sig frá hvafla heimilura börnin voru og aO RútsstaOahjáleiga muni hafa veriO neðarlega í einkunnastiga hans. En ekkert man jeg úr þess- ari minni einkunnarbók, nema það, aO þar stófl prentuö „teikning" með al námsgreinanna, þó engin teikn- ing væri þar kend. Og Jeg sem kom í skólann fyrst og fremst til þess að læra teikningu! Á Eyrarbakka. — Hvernig var á Eyrarbakka? Fjekst þú nokkra tilsögn eða upp- brfun þar? — Þar var líf og fjör og mikið um að vera, I minum augum. 1 „Hús inu" hjá Nielsen var margt manna, höfðingsheimili, menta heimili, söngelskt fólk. Þangað komu marg- ir stórhðfðingjar úr Reykjavík é sumrin. Jeg passaði hestana þeirra. En þar var svo mikið að gera, aö jeg hafði mlnni tlma til að hugsa um teiknlngar og fjðllin, en meðan Jeg var heima í RútsstaOahjáleigu. Á þeim árum f jekk Jeg í fyrsta sinn vatnsliti. Það var mikil framför. Tveir fjelagar mínir á Eyrar- bakka teiknuðu. MJer íanst þeim ganga betur en mjer. Það voru þeir Guðmundur Guðmundsson, nú kaup maður á Selfossi, og Kristinn Jóns- son á Litlu-Háeyri, er stundaði sjó. Hann dó ungur úr Inflúensu. Frú Eugenia Nielsen veitti því eftirtekt, að Jeg var að föndra við teikningar. Hún fjekk hjá mjer Kristmynd, sem Jeg hafði gert éft- ir gibsmynd, fór með hana til Reykjavíkur og sýndi hana einhverj um mektarmanni til að bera það undir hann, hvort jeg myndi hafa hæfileika. Maðurinn svaraði því, að erfitt væri um það að segja, þareð hjer væri um eítirmynd að ræða. Svo ekki varð meira úr því. Frá Eyrarbakka fór jeg í vega- vinnuna á Hellisheiði. Þá var verið aö gera Hellisheiðarveg. Þar var greitt hátt kaup, 3 krónur í pening- um fyrir daginn. Það þótti gott. — En vinnan var erfið. Verkstjórinn var Erlendur Zakaríasson. Hann var strangur. SagOi aldrei orO. HorfOi bara á menn. Og þá hömuðust allir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.