Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 24
408 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS ur í tæka tíð, og kenslustundir mundu verða byrjaðar fyrir nokkru, er við næðum þangað. Lakast þótti okkur að missa af bókauppboðinu, sem jafnan stóð 2 eða 3 fyrstu dagana í október; seldu skólasveinar þá kenslubæk- ur, sem þeir voru búnir að nota, en keyptu aðrar, er þeir þurftu á að halda næsta vetur. Hefði þá komið sjer vel að hafa síma og geta talað suður, látið kaupa bækur handa okkur, gefið til kynna hvar við værum og hvern- ig okkur liði, en því var ekki að heilsa í þá daga. Það var líka f arið að óttast um okkur syðra, þegar svo lengi drógst að við kæmum, voru jafn- vel farnar að ganga sögur um, að skólapiltar hefðu orðið úti, eða farist í vatnsföllum í illviðr- unum, sem á dundu. — En þarna sátum við í stofunni á Melum í góðu yfirlæti og tottuðum pípur okkar, því þótt jeg væri nýf ermd- ur, var jeg þegar orðinn fullnuma í reykingum, og við reyndum að láta liggja vel á okkur. Næsta kvíðaefnið var að komast yfir Miklagil, en það hjaðnaði er Finnur bóndi lofaði að fylgja okkur yf ir það næsta morgun. — Við sofnuðum því rólegir þetta kvöld. — . Laugardaginn 1. október lögð- um við á Holtavörðuheiði. Veðr- ið var svipað og undanfarna daga, ef til vill var vatnsflóðið minna fyrst um morguninn, en gekk í stórrigningu að nýju er suður á heiðina kom og í Norð- urárdal. Okkur tókst vel með leiðsögu Finns að komast yfir Miklagil; vöxtur var mikill í læknum, en lakast var það hversu landtakan var slæm, ef út af hefði borið, því að hamraveggur var víða beggja megin. Svo rogguðum við suður heiðina, í slæmu færi, en áfram þokuðumst við í áttina og loksins í rökkri náðum við að Hvammi í Norðurárdal. /"VKKUR langaði til að kom- ^-r ast yfir að Norðtungu þetta kvöld, því að við höfðum frjett um stóran hóp skólapilta, sem væru rjett á undan okkur og myndu gista í Stafholtstung- unum næsta nótt. Þá bjó í Hvammi sjera Jón Ó. Magnússon, sem síðar var prest- ur á Mælifelli í Skagafirði. Bauð hann okkur kaffi og hressti okk- ur og vermdi, eigi aðeins með því, heldur með orðum sínum, því að hann var spaugsamur. Hann lánaði okkur líka mann til að fylgja okkur yfir Norðurá, sem var í stórflóði og komið kolsvarta myrkur, er við fórum frá Hvammi. Okkur gekk slysalaust yfir um, áin var að vísu vatnsmikil, en ekki mjög straumhörð og góð undir, vorum við því ósmeykir þótt hestarnir gripu sund, en til þess kom ekki. — Þegar á land var komið — jeg ætlaði að segja þurt land, en jeg sá að það átti ekki við, því að ekkert þurt land var þá til á leið okkar — þá lá vegurinn fyrst út með Norðurá að sunnan, og svo upp á Grjót- háls. Eins og jeg hefi getið um var myrkur skollið á, og það var bara betra. Við sáum þá hvorki klapp- irnar nje keldurnar, en Stein- grímur, sem altaf rjeði ferðinni, mun þó hafa fylgt einhverjum troðningum eða götuslóðum. Sennilega hefir það þó verið gamli grái klárinn hans „Kamb- ur", sem mestan heiður hefir átt fyrir það, að rata yfir hálsinn þetta kvöld. Þó að við piltarnir ættum ekki sjö dagana sæla á þessu ferða- lagi, þá var þó æfi hestanna enn- þá verri. Altaf óðu þeir fönn eða f or möglunarlaust og stóðust vel straumkastið í ánum með okkur á bakinu. Ekki man jeg eftir að þeir heltust eða hrösuðu, svo að ferðin gekk farsællega hvað þetta snerti. Af því að jeg hefi getið hests Steingríms, vil jeg Iíka minnast hinna hestanna. Helgi reið rauð- stjörnóttum hesti rosknum, sem faðir hans átti, en Theodór stór- um og efldum vekringi fóstra síns, Þorgríms læknis, rauðum að lit. Allir voru þessir þrír hest- ar mestu dugnaðargripir og höfðu verið vel aldir. Minn klár var sunnlenskur leiguhestur — jarpur. Hann var ekki mikill á velli — meðalgripur eða tæplega það, — en hann var seigur eins og sunnlensku hestarnir — og máske sunnlendingar yfirleitt —, ljet ekki mikið yfir sjer, en reyndist betur en hann sýndist. Jeg var líka þeim mun ljettari sem hann kann að hafa verið þróttminni en hinir. — MIG minnir að það lægi f urðu- lega vel á okkur þetta kvöld á Grjóthálsi. Við gátum að vísu ekki farið nema fót fyrir fót og vorum því 'að skrafa og raula, okkur til dægrastyttingar. Við vorum bjartsýnir í myrkrinu. Heilbrigð æska er altaf bjartsýn, þó að eitthvað syrti að í bili. Við vonuðum nú líka að alt færi að lagast, við vorum komnir á Suðurland úr snjónum fyrir norðan, og hugðum að allar göt- ur myndu verða greiðar ofan Borgarf jörðinn, og það sem eftir var til Reykjavíkur, ekki síst ef við næðum í stóra skólapiltahóp- inn, sem var rjett á undan okk- ur. Það hlyti að verða gaman, — mikið fjör á ferðum í svo fríð- um hóp. Við morruðum áfram í myrkr- inu á milli klappaholtanna, og svo fór að halla niður í Stafholts- tungurnar. Við kipptum okkur ekkert upp við það, þó á okkur rigndi jafnt og þjett, við vorum orðnir því vanir. Það rann um alt í þessari voða úrkomutíð, og hefði þá mátt heimfæra upp á umhverf ið og alt sem í því hrærð- ist, kenningu gríska spekingsins gamla, sem sagði: „Alt rennur". Það blöstu ekki víða við ljós á bæjunum, gluggarnir voru þá ekki stórir og ljósin voru dauf, enda varla kominn sá tími að mörg ljós væru kveikt á bæjum, nema eitthvað sjerstaklega stæði á. Það var sparað meira Ijós- metið þá en nú er gert. — Við vorum víst farnir að tala um, að við næðum varla háttum að Norð tungu, svo lengi vorum við yfir hálsinn og gegnum skógarkjarr- ið, en þegar við komum heim á hlaðið, var háværð að heyra inn- an úr húsunum, mannamál og hlátur, og ljós var uppi í bað-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.