Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 393 JENS BENEDIKTSSON: TVÖ KERTALJOS (Saga) 1""^ inhversstaðar utan úr bláum, 1 alstirndum himingeimnum berst ómur af kirkjuklukk- um heim að gamla, lága bænum á Hvarfi, sem er hálf-niðurgrafinn í mjallhvíta, tunglstirnda snjóbreið- una, sem hylur landið. Og þessi hljómur boðar, að það eru komin jól, að hátíð allra manna er í garð gengin, hátíð ljóss, friðar og gleði. Fólkið á Hvarfi er að klæðast sparifötunum, gleði og eftirvænt- ingu má lesa á hverju andliti, börn in bóndans ráða sjer varla fyrir kæti. Svo er sest að borðum, eftir að jólaguðspjallið hefir verið lesið og sálmurinn gamU sunginn. Borðin eru hlaðin því besta, sem heimilið hefir að bjóða, enda er fæðurnnar notið. Og að afstaðinni máltíð eru gjafir gefnar, þegnar og þakkaðar, hverjum manni er hlýja í huga, öll- um finnst hin líðandi stund færa þeim eitthvað, sem lengi muni geymast. En hvað er hann Pjetur gamli vinnumaður að bauka við koffortið sitt úti í horninu hjá rúminu sínu? Kannske er hann að stinga þar nið- ur nýju sokkunum, sem húsmóðir- in gaf honum. Ójú, það gerir hann. En svo fer hann í handraðann og tekur þaðan lítinn böggul, vel um- bundinn, sest svo á rúmið og vefur utan af honum. Það er kertisstúfur, sem kemur í " ljós. Pjetur gamli tekur hann var- lega milli hrjúfra fingranna, kertið er orðið mjög lítið, þar er rautt á lit og fagurlega rennt, allgilt, og auðsjeð, að það hefir verið mikið skrautlýsi, er á því var kveikt í fyrsta sinni. Pjetur setur það á rúm stuðulinn og kveikir á því við nýja jólakertið sitt. Ljósið stækkar smám saman, lifnar og glæðist, Pjetur star ir í gulbleikan logann og gleymir stund og stað. Árin svífa framhjá, margar jóla- nætur og ótal virkir dagar; sól- sveipaðir sumardagar og svalfölar vetrarnætur, elfa tímans niðar fyrir eyrum gamla vinnumannsins, sem situr og starir í loga jólakertisins síns'. Hann hefir fylgt honum gegnum árin, þessi rauði kertisbútur, og hjálpað honum til þess að brúa bilið milli líðandi stundar og þeirrar jóla nætur, þegar fyrst var kveikt á kert inu. Og þótt ljós þess þá væri skært, var það ekki nærri eins bjart og það ljós, sem leiftraði þá í augum Pjeturs, tvítugs, glæsilegs ungmenn is, og þeirrar, sem gaf honum kert- ið og kveikti á því fyrir hann. Hann hafði þá verið vinnumaður á sýslumannssetrinum Hnjúkum, og það var Sigríður dóttir sýslumanns- ins, sem tendraði ljósið á jólagjöf- inni og ljósið í augum hans. Og af einkennilegri tilviljun hafði Pjetur einmitt valið að gefa henni líka jóla ljós, einnig stort og skrautlegt rautt kerti. Þau kveiktu á þeim báðum í einu, tvö ein, frammi í gamla skál- anum, en þangað höfðu þau stolist, því að þau þurftu að fela hina ungu ást sína, gera hana, sem var hverj- um sóldegi bjartari og fegurri, að laumuspiU og myrkraverkum. Og þarna frammi í dimmura skál- anum, hinu kalda úthýsi, vöfðu þau hvort annað örmum í bjarma jóla- ljósanna sinna, sýslumannsdóttirin og vinnumaðurinn umkomulitli. — Þau lásu í hvors annars augum við skin kertanna, allt það, sem þau helst vildu sjá og drukku veigar lífs ins hvort af annars vörum. En stund in var stutt, sem Sigríður gat helg- að elskhuga sínum. Hennar yrði saknað og máske hans, og það gat orðið þeim báðum hættulegt. Og yfir fimmtíu ára bil sá Pjetur glamp ann í dökku augunum hennar, er hún kvaddi hann, í bjarmanum frá sama ljósinu, og nú stóð á rúm- stuðlinum hans. Og þegar Sigríður, ljettfætt og með roða á vöngum og leiftur í aug um, kom inn í stofuna til foreldra sinna, spurði yngri systir hennar: Hver gaf þjer svona fallegt kerti, Sigga, þá varð henni orðfátt. Hún vissi, að ekki gat hún sagt sannleik ann, hún varð að skrökva á sjálfa jólanóttina, því að foreldrar henn- ar yrðu æf, ef hún nefndi hinn rjetta gefanda. — Hún Sveina vinnu kona gaf mjer það, sagði hún hik- andi, glampinn dó út í augum henn ar, og með það skaust hún fram aftur, til þess að fá Sveinu til að viðurkenna að rjett væri frá skýrt, er litla, forvitna systirin hennar færi að spyrja, hvers vegna hún hefði ekki líka gefið henni kerti. Og það gekk alt eins og í sögu. Það var ekki fyrr en um vorið, sem foreldrar Sigríðar komust að samdrætti hennar og Pjeturs vinnu manns. Þau höfðu aldrei sjest síðan. En kertið hafði Pjetur geymt. — Hver jól hafði það lýst honum á hans löngu saknaðarleið gegnum ár- in, og nú var það orðið lítið, bráð- um brunnið út, eins og hann var sjálfur. Missir Sigríðar hafði lamað þrek hans; hann, sem einu sinni hafði ætlað sjer að verða gildur bóndi, og hafði þegar hafið undir- búning þess, varð vinnumaður alla ævi og hafði víða flækst. Og það voru margar þingmannaleiðir milli Hvarfs, þar sem hann var nú, og Hnjúka, þar sem hann hafði lifað fegurstu jól æfi sinnar, þótt ekki væru þær eins margar og árin, sem liðin voru síðan þá. Bráðum, hugsar gamli maðurinn, er kertið mitt brunnið upp, og þá sjáumst við Sigríður aftur. Eins og í móðu sjer hann mynd hennar gegn um árin, hann sjer hana aldrei öðru vísi en hún var á jólanóttina fyrir fimmtíu árum, meðan það logar á kertinu, sem hún gaf honum þá. Og Pjetur gamU situr niðursokk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.