Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 31
LESBÓK MOÍtGUNBLAÖSINS 415 Ferðasaga skólapilta. FRAMHALD AF BLS. 409. allir í einu. Varð sumum tíðför- ult inn að eldavjelinni, sem var í kompu skamt frá stofunni, því að margir þurftu að biðja um að þurka vetlinga sína. Auk þess tel jeg víst að þar hafi verið hitað kaffi handa okkur og hafi sumir drukkið það þar vegna plássleys- ís í stofunni. 1 einu stofuhorn- inu var rúm. Þar vorum við 4 hinir yngstu og ljelegustu látnir hátta, en lítið eða ekkert varð um svefn fyrir okkur eins og hinum, því að alltaf voru þeir að syngja og kveða og skrafa, sem hvergi höfðu höfði sínu að að halla. Sumir reyndu að vísu að leggja kollinn í lúkur sínar eða halla honum upp að þili, en gátu þó engrar værðar notið. Um auðan blett á gólfi var ekki að ræða, þó var sagt að einn hefði verið dreginn sofandi undan eldavjel- inni um morguninn. \ Niðurlag greinarinn birtist I nýára lesbók. Pjetur: Á morgun byrjum vií$ að reikna með almennum brotum. Móðirin: Það skaltu ekki gera, drengur minn, við höfum efni á að láta þig reikna með þeim bestu brot- um, sem til eru. EANN KOM AFTUB. Hann lenti í þrætu við kaupmann- inn, sem hann hafði annars altaf versl- að við, og að lokum hótaði hann, aö hann skyldi aldréi koma framar í þá búð. Nokkrum vikum síðar kemur hann samt inn í verslunina. Kaupmaðurinn var mjög undrandi og segir við hann: „Mig minnir að þú segðir, að þú kæmir aldrei hingað aftur'. „Já, jeg sagði það líka", svaraði maðurinn með þjósti, „en vinur minn sendi mjer græðling, sém jeg þarf að setja í jurtapott og jeg sá, að óþarfi var að fara lengra en hingað til þess að ná mjer í sand". • „Hvað gengur að þjer, BíllT Þú «rt nafölur". „Ó, minstu ekki a <það. Það varð ógurleg gassprenging í húsinu okkar". „Skemdist mikiðT" „Skemdist. Pabbi og mamma þeytt- ust út um gluggann, út í garC. Ná- grannarnir segja, að það sje í fyrsta skifti, sem þau hafi sjest fara saman út úr húsinu síðastliðin 15 ár". Verðlaujnakrossgátla SKÝRINGAR: LÁRJETT. 1. skrá, 6. Btillir, 10. væla, 12. kvenm.n., 13. brytjaði, 14. ráðdeildar- söm, 16. nokkur, 18. svala, 20. lúta, 22. óskaði, 24. fugl, 25. farartæki þolf., 26. titt, 28. kvenm.n., 29. læti, 30. bogra, 31. þyngsli, 33. hreyfing, 34. klæða, 36. kvenm.n., 38. áburður, 39. logi, 40. klaka, 42. suð, 45. ótemja, 48. keyr, 50. sefar, 52. missa, 53. ofn þolf., 54. tíndi, 56. fletta, 57. borðaði, 58. anda- kvak, 59. hól, 61. blóm þolf., 63. stórar, 64. tónverk, 66. þrír eins, 67. hreyfing, 68. hljóti, 70. hress, 71. brjef, 72. vind- ur. LÓÐRJETT. 1. hleður, 2. taka af. 3. barði, 4. tónn, 6. á fæti, 7. stafur, 8. kássu 9. talaði, 11. vökva, 13. kalla, 14. gat, 15. sver, 17. togari, 19. angi, 20. maga, 21. sóðar, 23. karlm.n., 25. sðlustaður, 27. ábyggileg, 30. horn, 32. hæð, 34. karlm.n., sk.st., 35. dropi, 37. læti, 41. sjerst. gangur, 43. ílát, 44. íþrótt, 45. vegur, 46. skógardýr, 47. snapar, 49. ílát, 51. vítt, 52. hreint, 53. gruna, 55. hnött, 58. stía, 60. lögur, 62. síidarmat- ur, 63. karlm.n., 65. lýti, 67. fljót, 69. á fæti, 70. fæði. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rjettar ráðn- ingar á krossgátunni. Ein verðlaun á kr. 25,00, önn- ur á kr. 15,00 og þriðju á kr. 10,00. Berist margar rjettar lausnir, verður dregið um verðlauin. — Ráðningar 8endist, afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir hádegi á gamlársdag. Jeg hitti Bjarna um daginn og hann var með fallegustu regnhlíf, sem jeg hefi nokkurn tíma sjeð. Jeg spurði hann þessvegna, hvar hann hef ði f eng- ífi hana. „Já, það er nú saga atS segja frá því", sagði Bjarni brosandi, „um dag- inn þegar jeg var úti, fór afj rigna afskaplega. Jeg forðaði mjer inn í dyragætt, en þa •* jeg hvar ungur maðnr kom gangandi og hafði atora regnhlíf. — Mjer datt í hug, að við gætum átt samleið og jeg fengið afnot af regnhlífinni. Jeg stökk því út á göt- una og sagði: „Hvert eruð þjer a8 fara meU þessa regnhlíf, ungi maðurT" Mjer til mikillar undrunar, kastaði maðurinn frá sjer regnhlífinni og var horfinn áður en jeg gat áttað mig á því, sem var aö gerast".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.