Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 22
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hroll og var þó heitt inni í bað- stofunni. Var jeg þá látinn hátta í rúm húsbóndans í herberginu sem við sátum í. Hitnaði mjer þá aftur fullmikið, því að nú greip mig hitasótt með höfuðverk og hálfgerðu óráði, einkum er fram á kvöldið kom. Hafði jeg enga matarlyst, en lá lengst af í móki, og ^ieyrði út undan mjer sam- ræður þeirra Erlendar og Stein- gríms um búnaðarfjelag Svína- vatnshrepps og framkvæmdir þess. Samferðamenn mínir sögðu mjer, að Erlendur hefði haft brennivínsflösku í rúmshorninu hjá mjer og dreypt á mig úr henni um kvöldið með teskeið við og við með dálitlu millibili. — Töldu þeir að það hefði gert mjer gott. Um nóttina svaf jeg þarna fyrir ofan Erlend gamla, en ekki var svefninn vær og jeg fann mikið til höfuðverkjar og ónota þegar jeg losaði svefninn. Morguninn eftir, þriðjudaginn 27. september, var jeg eitthvað betri, en þó með talsverðan hita, máttlítill og lystarlaus. Veður var þá hið sama, blindbylur og ekki viðlit að halda áfram ferð- inni. Sá dagur var auðvitað frem ur dapurlegur í mínum augum, skuggsýnt í baðstofunni, því að mjöllina skóf á litlu þakglugg- ana, og þar sem jeg var enn sár- lasinn, var útlitið ekki glæsilegt hvað það snerti, að jeg gæti hald- ið áfram ferðinni í þessu tíðar- fari. — Jeg var þó ekkert hug- sjúkur og reyndi að bera mig karlmannlega, og hafði það eitt mjer til dægrastyttingar að hlusta á samræður fjelaga minna og Erlendar, sem lengst af sátu í sama herberginu og jeg lá í. Aðeins einu sjerstöku atviki man jeg eftir, sem skeði þarna í Tungunesbaðstofunni þennan dag. Theodór Jensen átti fáein epli í tösku sinni, og gaf hann Erlendi eitt af þeim, en hann skifti því aftur á milli nokkurra heimamanna þar í baðstofunni, svo að hver fjekk aðeins bragð af þessu sælgæti. Minnir mig fastlega að fólkið segði, að þetta væri í fyrsta sinn, sem epli kæmi inn fyrir þess varir. Þau voru þá fyrst að flytjast, til Norðurlands að minsta kosti, því að ekki man jeg eftir að epli kæmu á heimili foreldra minna, áður en jeg fór í skóla. Næstu nótt svaf jeg enn inni hjá Erlendi og minnir mig að jeg svæfi mun betur þá nótt. ★ IÐVIKUDAGURINN 28. sept. rann upp bjartari og betri en undanfarnir dagar. Þá var hríðarlaust og birti í lofti er leið að hádegi og sá þá vel til sólar. En nú var komin mikil ófærð. Og nú vildu samferða- menn mínir eðlilega halda af stað, því að lengra var ferðinni heitið. En hvað átti jeg að gera, sjúklingurinn? Úti var kalt og vetrarlegt. Jeg var víst hitalaus, en máttlítill og hafði lítið borðað þessa daga, og var lítt fær um áreynslu og vosbúð. En jeg vildi ómögulega verða þarna einn eft- ir ef annars væri nokkur kostur; jeg vildi heldur reyna að hanga á hestinum í slóð hinna. Þeir, sem reyndari voru og vanari volkinu, hugðu að jeg mundi máske hressast á því að vera úti í góðu lofti, ef jeg gæti búið mig svo að mjer yrði ekki kalt. Jeg dubbaði mig í það sem jeg hafði til, kvaddi fólkið með þakk- læti, og þá einkum húsbóndann, sem hafði reynst mjer svo vel. Sá jeg hann aldrei síðan, því að hann andaðist ári síðar, 28. okt. 1888. Tengdasonur hans, Hallgrímur Gíslason, sem bjó í Tungunesi að Erlendi látnum, fylgdi okkur út og yfir hálsinn. Gekk hann á undan, valdi veg og kafaði ófærð- ina. Samferðamenn mínir teymdu svo hver sinn hest, en jeg reið síðastur í slóðina. Jeg var þá ljettur á hesti, og munaði hann ekki mikið um að halda á mjer. Sólskin var meðan við fórum yfir hálsinn, og varð mjer því ekki kalt. Okkur miðaði hægt áfram, en slysalaust og þrautalítið náð- um við þó yfir að Sólheimum í Svínadal. Þar hittum við Ingvar hreppstjóra Þorsteinsson, sem bauð okkur inn og gaf okkur kaffi. Hann var bróðir sjera Jó- hanns í Stafholti og þeirra merku systkina. Ingvar var einn hinna bestu bænda í Svínadal, og var heimili hans orðlagt fyrir mynd- arskap og reglusemi. Þegar við höfðum þegið þar góðgerðir, var haldið áfram út mýrarnar með- fram Svínavatni, þar var enginn vegur, en mikið um keldur, sem huldar voru undir snjónum. Ó- færðin var því ekki minni í keld- unum en sköflunum. Ferðin sótt- ist okkur því fremur seint út að Laxá, en altaf hjekk jeg á hestin- um, hvað sem á gekk, en lengst af munu þeir Steingrímur og Helgi hafa gengið og teymt hesta sína. Þegar út fyrir Laxá kom og við náðum Reykjabrautinni batn aði færðin, enda varð þá harðari jarðvegur undir. Hjeldum við svo hratt sem við gátum vestur Ásana og ofan með Giljánni — en sú árspræna var uppbólgin og leit út fyrir að verða okkur örð- ug yfirferðar. Víðast rann hún í þröngum ál á milli skara, þar sem ekki var þá alveg hemað yf- ir hana. Lögðum við þó að henni þar sem álitlegast þótti, nálægt vaðinu, og fór Steingrímur á undan, en dýpra var fram af skörinni en hann hugði, því að hestur hans stakkst þar á höfuð- ið, og fór Steingrímur fram af honum niður í vatnið og renn- blotnaði allur. Þó risu báðir fljótt á fætur aftur og komust litlu neðar upp á skörina að vestan- verðu. Til allrar hamingju fyrir okkur, sem á eftir komum, hafði brotnað framan af skörinni beggja megin, við þetta busl, svo betur tókst fyrir okkur að kom- ast þurrir yfir um. Nóttina næstu eftir þetta dreymdi Gísla Isleifsson, vin Steingríms og sambekking, að Steingrímur kæipi inn í herberg- ið til hans þar sem hann svaf í Reykjavík og streymdi vatn úr fötum hans niður á gólfið. Varð Gísla illa við drauminn og óttað- ist um að eitthvert slys hefði hent vin sinn á ferðinni suður. Frá þessu sagði mjer síðar Helgi Hjálmarsson fjelagi minn, og fullyrti að sagan væri áreiðan- lega sönn. Þegar yfir Giljána kom, var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.