Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 20
404 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS flestir úr Blönduhlíð, sem höfðu verið að smala öxnadalsheiði um daginn, og voru þama með allt safnið — fje og hross — í heið- arsporðinum, og það var ekkert viðlit fyrir þá fremur en okkur, að komast yfir árnar þetta kvöld. — Við hittum ýmsa menn að máli, og kom öllum saman um, að þama yrðum við að dvelja um nóttina, og bíða þess, að eitthvað kynni að renna úr ánum undir morguninn, og fórum við því fljótt að búa okkur undir það, að liggja þama úti. Myrkrið skall líka á með fyrra móti, það var eins og byrgt væri fyrir alla glugga. Þetta var í fyrsta sinn á æf- inni, sem jeg þurfti að liggja úti yfir nótt og kveið jeg því hálf- vegis, þó að jeg reyndi að bera mig karlmannlega. Við völdum okkur stórþýfðan móa til að liggja í, höfðum hnakkana undir höfðinu, en breiddum yfir okkur blautar kápurnar. Við höfðum farið í þurra sokka, en því mið- ur vorum við samt talsvert blaut- ir og ónotalegir. Jeg átti örðugt með að sofna, vatnaglaumur og jarmur í fjenu hjeldu vöku fyrir mjer, og svo heyrðum við líka skrafið og köllin í mönnum, sem vöktu yfir safninu. Eitthvað mun jeg þó hafa sofið um nótt- ina, þó að mjer liði ekki vel. Þama við árnar urðum við að dvelja í 13 klukkutíma, frá kl. ca. 5 að kvöldi til kl. 6 að morgni næsta dags. Með fyrstu skímu fómm við að svipast um eftir hestunum, og tala við gangna- mennina um ámar. Töldu þeir að úr þeim hefði dregið og sáum við þegar birti, að fjarað hafði úr þeim og eyrar komið í ljós, sem áður voru í kafi. Gengu kunnug- ir menn með okkur þangað, sem Norðurá fjell í mörgum kvíslum, og einhver þeirra mun hafa fylgt okkur yfirum. Gekk það slysalaust. En þó að Norðurá væri yfimnnin var Valagilsá eft- ir og Kotá. — ★ EGAR út að Valagilsá kom, stóðum við þar á bakkanum um stund, og horfðum á straum- kastið, þar sem hún beljaði fram úr gljúfrinu og hamaðist á hnull- ungunum. Hvarflaði þá í hugann kvæði Hannesar Hafstein: „Hef- ur þú verið hjá Valagilsá?" sem þá fyrir skömmu hafði birst á prenti. Þó að við værum syfjaðir og kaldir er við risum upp úr móan- um um morguninn, hafði okkur hlaupið kapp í kinn og kulda- hrollurinn rokið úr okkur, þegar við fómm að svamla yfir árnar og berjast við æstar höfuðskepn- umar. Þetta var talsvert spenn- andi ferðalag, því að ekki mátti mikið út af bera í straumiðunni, ef hestur dytti eða gjörð bilaði var dauðinn vís. Það var ekki til neins að horfa lengi á Valagilsá, við urðum eitthvað að reyna fyr- ir okkur til þess að sigra hana, ef unnt væri. Við fórum því að leita að þeim stað, þar sem lík- legast væri að komast yfir, og fómm því upp og ofan með henni til að skygnast um. Hún var nið- urgrafin á milli stórgrýttra bakka, kolmórauð á litinn og hvítfyssandi á flúðunum. Loks lögðum við út í hana í herrans nafni. Jeg hjelt mjer dauðahaldi í faxið á hestinum, og klemmdi fæturna fast að síðunum á hon- um, en hugsaði lítt um þótt vatn kæmi í stígvjelin, svo horfði jeg \yfir í bakkann hinum megin. Til allrar hamingju var áin mjó, og áður en jeg vissi af var klárinn að brölta upp á bakkann og reyna að skríða þar upp á milli hnullunganna. Við urðum víst allir fegnir þegar yfir um kom, bæði menn- imir og hestamir, og við fórum af baki, klöppuðum klámnum á makkann, en settumst síðan nið- ur og heltum úr stígvjelunum. Þegar við vorum svo komnir kippkom frá ánni, tókum við eft- ir því, að skeifa hafði farið und- an hesti Theodórs, og það á klaufarhóf, sem ekki mátti vera skeifulaus stundinni lengur á grýttum veginum, sem framund- an var. Það var því ekki um ann- að að gera, en fara heim að Kot- um, næsta bænum, og reyna að fá hestinn járnaðan. En þar var enginn karlmaður heima, gátum við að vísu fengið ljelegt skeifu- blað, en engan nagla. Nú vom góð ráð dýr. Smiðjukofi var þarna og áhöld, og varð það því úr, að Helgi kveikti upp eld í smiðjunni, náði þar í járntein og sló 4 naglanefnur. Hafði hann aldrei fyr reynt að slá jám á steðja, en með þessum nöglum tókst Steingrími og honum að næla skeifublaðið undir klárinn, og hjeldum við að því búnu, eftir allmikla töf, af stað niður dalinn að Silfrastöðum. Þar fengum við okkur hressingu, og sögðum okk- ar farir ekki sljettar. ★ IÐ höfðum ætlað okkur að reyna að fá fylgd yfir Hjeraðsvötnin á eyrunum utan og neðan við Silfrastaði, en Steingrímur, bóndi þar, sem fór með okkur út að Vötnunum, taldi þau óreið með öllu og ekki viðlit að eiga neitt við þau. Urðum við því að leggja leið okkar út alla Blönduhlíð, þangað sem við gæt- um komist á ferju yfir Vötnin, og minnir mig að þá væri ferjað frá Syðstu-Grund. Þetta var sunnudaginn 25. september. Heldur hafði dregið úr rigning- unni, en kaldara var orðið, og kólnaði æ meir er á daginn leið. Við fómm yfir Hólminn frá Völlum að Húsey, og reyndum að spretta þar úr spori, því þar var góður vegur frá náttúrunnar hendi. Okkur gekk vel yfir Hús- eyjarkvíslina, hún var að vísu djúp, en góð undir. Okkur lang- aði til að komast vestur yfir Vatnsskarð um kvöldið, en þegar við komum upp á melana ofan við Víðimýri, fór að fjúka úr lofti og var orðin alhvít jörð er við komum að Stóra-Vatns- skarði og farið að bregða birtu. Leist okkur þá ekki á að leggja á Skarðið, því að við vorum illa á okkur komnir eftir útileguna nóttina áður, orðnir svangir og slæptir. Varð það því úr, að við settumst þarna að og áttum þar góða nótt hjá rosknum hjónum, sem þar bjuggu. Við sváfum í litlu herbergi í öðrum baðstofu- endanum, var okkur þar hlýtt. Þornuðu nærföt okkar og við sváfum vel. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.