Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 3
LES6ÓK MORGUNBLAÐSINS S87 Tvö huggunarbrjef Marfeins Lúfhers fil Philips Melanchfon þessl brjsl Lúthers eru tekln úr m]6g gömlum bréfum hans, sem eru i bókagjöf sr. Thormodsæters til Háskóla íslands. Ritaði Lúther brjef þessi vini sínum og nánasta samstarfsmanni, Melanch- ton, þegar mjög horfði illa fyrir siðbótlnni, og þar sem Molanchton var minni kjarkmaður en Lúther, þurfti hann oft hughreystingar við. — Náð og friður í Kristi — í Kristi segi jeg, og ekki í heiminum. Amen. — Hvað viðvíkur afsökuninni fyrir þögn yðar, kæri Philip, um það tala jeg síðar. Jeg er af hjarta óvinur hinna miklu áhyggja sem þjá yður, eins og þjer hafið rit- að mjer um. Og að hjarta yðar þjáist svo mjög, er' ekki skuld hins mikla málefnis, heldur yðar miklu vantrúar. Því að þetta málefni vort horfði miklu geig- vænlegar á dögum Jóhanns Húss og margra annara, alt til vorra daga. Og þótt vandinn væri enn meiri en nú, þá er sá líka mátt- ugur, sem hefur orsakað byrjun þessa málefnis, og sem oss stjórnar. Hví kveljið þjer sjálf- an yður án afláts? Sje málefnið rangt, hví þá ekki að hætta við baráttuna? En ef málefni vort er rjett, hversvegna gerum vjer þá Guð að lygara í hans miklu fyrirheitum, þegar hann á að vera oss gleði og friður? Varpa þú segir hann, áhyggjum þínum á Herrann, því Herrann er nærri öllum hryggum hjörtum, sem til hans hrópa. Haldið þjer, að hann tali slíkt út í bláinn og kasti slíkum fyrirheitura fyrir svín? Það setur líka oft kvíða að mjer, en hann er ekki stöðugur förunautur minn. Heimspeki yðar, ekki guðfræði yðar, er það sem yður kvelur. Hún pínir einn- ig hann Jóakim, vin vorn, með svipuðum áhyggjum, rjett eins og þið gætuð áorkað einhverju með áhyggjum yðar. En djöfull- inn getur ekki meira en svift okkur lífinu. Eða getur hann það? Jeg bið yður fyrir Guðs skuld, berjist gegn sjálfum yður, þar sem þjer annars verjist vasklega gegn utanaðkomandi öflum hins illa. Því sjálfir eruð þjer yðar verstu óvinir, þar sem þjer sjálfir fáið djöflinum svo mörg vopn í hendur gegn yður. Philip Melanchton. Kristur er eitt sinn fyrir synd- ina dáinn, en fyrir rjettlætið og sannleikann mun hann aldrei deyja, heldur lifa og drottna. Sje þetta satt, hversvegna eruð þjer þá áhyggjufullir vegna sannleikans, þar sem hann drottnar? Já, segið þjer, sann- leikurinn verður niður sleginn vegna Guðs reiði. Látum oss þá með honum verða til jarðar slegna, en ekki af oss sjálfum. Hann, sem er faðir vor, hann mun einnig reynast börnum vor- um góður faðir. Jeg bið í sannleika sífelt fyrir yður, og jeg harma það mjög, að áhyggjur sjúga blóð yðar, sem dýr það, er ígull nefnist, og gjöra bænir mínar magnlausar. Jeg sjálfur hefi ekki miklar á- hyggjur af framgangi málefnis vors, (hvort sem það á upp- runa sinn í myrkrunum, eða í andanum, það veit minn herra Kristur). Já, jeg hefi betri vonir, en lengi hafa mjejr í brjóst kom ið. — Guð getur vakið frá dauðum. pegar Lúther dvaldi i Warthburg- kastala, safnaði hann alskeggi, gekk með sverð við hlið og nefndist „júnkari Georg“. Myndina málaði Cranach hinn eldri ó þessum tima. Hann getur og varðveitt málefni sitt, þótt það riði til falls, reist það við, ef því er til jarðar varpað, og fært það fram til Bigurs, ef það stendur og þró- ast. Og ef oss brestur kraftinn til framkvæmdanna, þá verða aðrir til verksins valdir. Og ef vjer eigi af hans fyrirheitum viljum huggast láta, til hvers í heiminum eða annars heims fá- um vjer oss þá snúið? En um þvílíkt rita jeg meira síðar, þótt jeg vinni eigi annað með því, en að bera vatn í sjóinn. Kristur huggi yður með sínum anda, styrki yður og kenni. Amen. Ef mjer bærist til eyrna, að illa væri ástatt um málefni vort hjá yður, þá mun jeg til yðar skunda, þótt jeg sjái að alt um kring hvessa djöflar klær sínar, svo sem ritað er. Ritað í eyði- mörkinni hinn annan dag eftir Jóhannes Anno 1530. Marteinn Lúther.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.