Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 Latínuskólapiltar á ferð 1890 Komsá í Vatnsdal var einn kærasti og besti gististaSur LatinnskólapOta meSan þeir fórn Grims- tunguheiði og Kaldadal og Lárus Blðndal sýslumaður bjó þar og kona hans Kristín. — Mynd þessi var tekin eitt sinn af skólapiltahópi er þar gisti, og eru með á myndinni nokkrir synir þeirra sýslumanns- hjónanna. Má ætla að þetta sje eina ljósmyndin, sem til er frá hinum frægu skólapiltaferðum. JJessir eru á myndinni: í 1. röð, talið frá vinstri: JJorsteinn V. Gíslason, Pjetur Helgi Hjálmarsson, Bjöm Bjömsson, Valde- mar Jakobsson, Sigurður Magnússon, Kristján Blöndal, Stefán Kristinsson. í 2. röð: Ágúst Th. Blöndal, Jósef Blöndal, Ásmundur Gislason, Páll Snorrason, Páll Vídalín Bjama- son, Sigfús Daníelsson. í 3. röð: Haraldur Blöndal, Bjöm Blöndal, Einar Snorrason, Haraldur J)órarinsson, Ingólfur Gíslason. dugnaðarmenn og gáfaðir. — Og nú lögðum við úr þessum þrönga, dimma dal upp á öxnadalsheiði, framhjá Lurkasteini. Jeg leit hornauga og hálfsmeykur á þenn an stein, því að jeg hafði lesið einhverja draugasögu í sambandi við hann. Eflaust hefði jeg orðið afar myrkfælinn þarna, eins og skuggalegt var bæði í lofti og á láði, ef ekki hefðu verið með mjer þessir þrír piltar og þá ekki síst Mývetningamir, sem jeg leit svo mikið upp til, af því að jeg hjelt að þeir væru svo miklir glímu- menn. — En nú var við annað að glíma en drauga og forynjur. öxnadalsheiði var votlend að austanverðu og lá þar í hjer og hvar — Grjótá var að verða ljót, — að vísu var hún mórauðari en hvað hún var vatnsmikil — en svo kom tröllavegurinn í Gilja- reitnum, þar sem farið var langt uppi í hlíðum. Vegna rigningar- innar, sem altaf var að aukast, lá við aurskriðum þar í brattan- um. Nú vorum við að verða mjög votir, regnið streymdi af olíu- treyjunni ofan á hnjen á mjer, og þaðan beina boðleið ofan í stíg- vjelin, svo að jeg stóð þar í vatni. Við hröðuðum okkur því eins mikið og við gátum vestur af heiðinni, og hugðum gott til glóð- arinnar, að gista á einhverjum góðum bæ í Skagafirði. ★ N okkur brá í brún, er við sáum ofan í heiðarsporðinn. Þar flæddi Norðurá bakka á milli, en Króká og Valagilsá steyptust í hana sín til hvorrar hliðar með grjótkasti og fossafalli. En þarna voru fleiri í kreppunni en við — og það bætti ofurlítið úr, því „sætt er sameiginlegt skip- brot“. Þarna voru margir menn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.