Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 28
412 LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS gerðumst við einu sinni brautryðj- endur í íslenskum iðnaði, þó þess sje sjaldan getið. Það vantaði skósvertu hjer, eins og þú manst í síðustu styrjöld. Við fengum upplýsingar hjá pilti í Laugarvegsapóteki um það, hvernig ætti að sjóða skósvertu. Við feng- um pott og öll efni til þess. Við átt- um heima í bakhúsi. Unnum í kjall- aranum. Það var mesta púl. Þurft- um alltaf að hræra og hræra í pott- inum, í hvert skifti sem átti að taka upp í dós, svo að svínafeitin settist ekki ofan á. Við settum skilti í gluggann með stórum stöfum: -— Hjer fæst skó- sverta! Fólk er beðið að hafa með sjer dósir“. Þetta gekk vel í fyrstu. Fólkið kom með dósir og keypti svertuna. En svo eyðilagði einn skóari þenn- an iðnað okkar. Hann kann að vera allra besti maður. En við áttum erf- itt með það við Sigurður, að líta hann rjettu auga. Hann átti heima í húsi alveg við götuna, fyrir framan bakhúsið okk ar. Hann byrjaði líka að búa til skósvertu og „sló okkur út“. Því að hann setti líka skilti út í glugg- ann, sem hljóðaði á þesa leið: „Hjer fæst skósverta. Fólk þarf ekki að taka með sjer dósir“. Þá var úti um þennan iðnað okkar. En við höfðum þó 170 krónur upp úr krafsinu. ALSKONAR frAtafir Eftir því sem lengur leið á skóla- árin fór maður að hafa minni og minni tíma til að stunda námið, eins og gefur að skilja. Einu sinni þegar jeg hafði aldrei komið í skólann í hálfan mánuð, fyrri en eftir hádegi, kom Jón ófeigsson til mín og sagði: „Hvað gengur að yður, Tómas?“ — I því augnabliki mundi jeg ekki eftir nema tveim sjúkdómum, og segi: Krabbamein og tæring! Hvernig getið þjer afborið þetta Tómas minn, segir Jón með sinni saklausu nærgætni, en ofurlítið örl- aði fyrir brosi í vinstra munnviki hans, svo að mjer datt í hug, að jeg myndi þarna hafa tekið of djúpt í árinni, svo jeg flýtti mjer að bæta við. — Ja, það er að segja, það er krabbameinið, sem hefir tær- inguna". Þá færðist brosið í hitt munnvikið á Jóni. Já, það var margt brallað á þeim skólaárum. Það fer um mig hrollur í hvert sinn, er jeg minnist ferðar, sem farin var eina haustnótt inn í Sund. Það var ránsferð. Þar var skip, sem lagt hafði verið fyrir ári síðan. Þú hefðir átt að sjá hann vin minn Sigurð, þegar hann labbaði upp Völundarbryggju í birtingu um morguninn með 60 pund af blýi und ir annari hendinni og kexpoka-á bak inu. Það stóðu tveir lögregluþjónar á Klapparstígshorninu, er þangað kom. En blýið gaf góðar tekjur og kex- ið geymdum við í skáp undir súð. Það mætti spyrja hann að því, hann Ólaf Helgason lækni, hvort það kex hafi verið góður matur. f „ARISTOKRATlINU". — Heyrðu, Valtýr. Rjettu mjer glasið mitt. Tómas dreypir á og setur glasið nær sér, og heldur áfram: — Hvað myndi verða um freist- ingarnar, ef maður ljeti aidrei eft- ir þeim. Þær yrðu úti! Hvers eiga þær að gjalda? Það guðdómlegasta við falleg vín er það, að þau gera mann svo ístöðulausan. En til eru þeir menn, sem aldrei geta unnið bug á „karakter" sínum. Það er af því, að þeir eru svo litlir aristokrat- ar. Sú var tíðin, að mig langaði til að verða aristokrat. Það er langt síð- an þetta var. Þá kunni jeg ensku á haustin, en var búinn að gleyma henni á vorin. Það var þegar jeg var lítill drengur heima á Efri-Brú. Auðug ensk læknishjón voru heima hjá okkur nokkur sumur við veiðar. Einu sinni stungu þau upp á því, að taka mig með sjer til Englands. Jeg hefi að sjálfsögðu viljað fara, því að þau áttu alltaf svo mikið sælgæti. En móðir mín hefir víst verið á annari skoðun, og jeg er henni þakklátur fyrir það. — Það er nefnilega alveg eins gaman að drekka með Gunnari Viðar og Tómasi Hallgrímssyni eins og breska aristokratíinu. — Og þá hefðir þú heldur aldrei orðið skáld. — Líklega ekki. Og það væri skaði. Því að skáldskapur getur kom ið mörgu góðu til leiðar. Einu sinni, þegar jeg var ungur stúdent, lagði jeg grundvöll að hjónabandi kunn- ingja míns með því að yrkja fyrir hann ástarkvæði til stúlku. sem hann þekkti ekki þá. — Og varð hjónabandið hamingju samt? — Já, í mesta máta. Jeg veit ekki betur en einasti skugginn á því sje sá, að hún atyrðir stundum mann- inn sinn fyrir að hafa hætt að yrkja. Eins og hann hafi verið efnilegur til að byrja með. — En stundum orktir þú ástar- kvæði fyrir sjálfan þig? — Já, stundum. Einu sinni orkti jeg kvæði á bláan pappír til yndis- legrar stúlku í Vesturbænum. En þá varð hún vond. Sagðist vera búin að sjá þetta kvæði hjá vinstúlku sinni í Austurbænum. En raunar hafði jeg bara lánað kunningja mínum af rit af kvæðinu á gulan pappír handa hans stúlku. Síðan hefi jeg alltaf gætt þess, að senda aldrei tveim stúlkum sama ástarkvæðið. — Var það hún, sem kom á stefnumótin fyrir sunnan Fríkirkj- una? Það brá fyrir þótta í svip Tóm- asar. Hann svaraði ekki spurning- unni, en hleypti snöggvast brúnum, um leið og hann reis úr sæti sínu. Nú talaði hann í fullri líkamshæð: — Forfeður mínir áttu margar jarðir, en þeir hafa gleymt að arf- leið mig. Þú mátt þ‘ó ekki halda að jeg sje neinn öreigi. Jeg er að kaupa rekajörð fyrir vestan. Mestu kosta jörð. Mestu kostir hennar eru þó það, að þangað kemst enginn nema fuglinn fljúgandi. En þegar sjógarpar fara þangað endrum og eins til að hnupla reka, þá hafa þeir ekki vit á að hirða um það, sem mest er í varið, sjóbirting- inn í ánni. Annars er jörðin full af allskonar landslagi. — Hefir þú nokkurn tíma komið þangað sjálfur? — Nei. En jeg hefi lesið um þetta allt í Kálunds Topografiske Beskriv else af Island. — Já, en var það hún við Frí- kirkjuna, sem fjekk bláa kvæðið? — Nei, það er önnur, sagði Tómas, Og þá sagði hann ekki meira, en FRAMHALD Á NÆSTU SlÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.