Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 — Þegar jeg var 10 ára orkti jeg kvæði til mömmu og skrautritaði, og fór út í móa og tíndi blóm, færfli henni blómin og kvæðið í rúmið. — Hún var ljóðelsk kona. Eitt af því fyrsta sem jeg man var, að hún sat með mig á handleggnum og var að lesa Ásbyrgi eftir Einar Benedikts- son. Jeg man svo vel eftir hófspor- inu, sem Einar talar um í kvæðinu. Svo fór jeg í Mentaskólann, sat í 1. bekk. En næsta haust ákváðum við Sigurður Ólafsson, sem síðar varð verkfræðingur, að lesa 2. og 3. bekk á einum vetri. Sumpart af fjárhagsástæðum. Sumpart af því að við vorum svo efnilegir. . Svo auglýstum við eftir pilti til að vera með okkur í tímum. Jeg man ekki hve margir gáfu sig fram. En hitt man jeg, að við vorum sam mála um að taka einn þeirra um- svifalaust. Okkur þótti hann svo skrítinn, og öðruvísi en alt hitt fólk ið. Hann kvaðst heita Halldór Guð- jónsson, rithöfundur frá Laxnesi. Hann bar það líka með sjer hver hann var, þvi að ¦ hann hafði svo skáldlegt hár. Við urðum miklir vin- ir. Á þeim árum var mikið hár og stór gleraugu einskonar einkennis- búningur skálda. Það gilti einu, þó menn þyrftu að taka gleraugun af sjer til þess að sjá til að lesa og skrifa. Jeg man t. d. hvað Guðmund ur Gíslason Hagalín þótti efnilegur þá strax hvað þetta snerti. Eitt af þessum einkennisbúnu Menntaskólaskáldum kallaði mig einu sinni á eintal og sagði við mig mjög alvörugefinn: Heyrðu, Tómas! Ekkert skil jeg í þjer, hvernig þjer dettur í hug að ætla þjer að verða skáld og láta snoðklippa þig svona. Halldór kom heiman frá Laxnesi með fullt koffort af handritum. — Það voru skáldsögur í mörgum bindum. Hann orkti líka um þetta leyti kvæði til Þýskalandskeisara. En enginn mannlegur máttur skal fá mig til að segja frá því, hvar það birtist á prenti. 1 prófinu upp í 4. bekk vorum við látnir velja á milli verkefna í ís- lenskum stíl. Halldór skrifaði langa sögu um mann, sem rjeði sig I kaupavinnu austur 1 Flóa, og trú- lofaðist þar. Hann var svikinn um kaupiO. Tómas GuBmundsaon og móðir hans Steinunn Þorsteinsdóttir. (Myndin er tekin á akóladrum hans). En hvað gerði það til, sagði skáldið að lokum. „Hann vissi sem var, að góð kona er meira virði en hattur fullur af peningum. Á þeim orðum endaði þessi skáldsaga, sem hjet: „ Sumarstörf manna hjer & landi". Hún er til uppi á Þjóðskjala safni og Halldór fjekk hjá Sigurði Guðmundssyni hærri einkun fyrir hana, en venjulegt var að gefa i skriflegri íslensku. Um vorið gáfum við Halldór út blað, til að græða peninga. Við vor- um of ungir til að verða teknir gild ir sem ábyrgðarmenn. En Halldór kunni ráO viO því. Hann sagOist vita af barnakennara, sem veriO heffli i Mosfellssveit og nú væri í grjótvinnu uppi í öskjuhlíö. Hann myndi vera til meö aö gerast ábyrgð armaður. Við fórum til hans. Hann var hinn besti og viö fengum nafn hans og ábyrgO, fórum í prentsmiOj una, gáfum út blaO, og seldum þaO i blóra viO íþróttamennina þ. 17. júní. Þetta gekk vel. Vifl gáfum út annaÖ og seldum þaÖ 19. júní í blóra viö kvenfólkið. Þá vorum við búnir að græOa svo mikla peninga, aO viO vissum varla aura okkar tal, og gátum ekki, sem viröulegir blafleigendur staðið í þessu lengur hjálparlaust. Þá rjeð- um viö Sigurð Einarsson til þess að annast ritstjórn á 3. tölublaðinu. Hann neytti aðstöðu sinnar til að lauma skðmmum í blaðið um okkur eigendurna. Við urðum þess varir, er við komum í prentsmiðjuna til eftirlits. Við heimtuðum að blaðið yrði brotið upp, og lögðum blátt bann við því að það yrði gefið út framar. Þar með var það úr sög- unni. Nema ef tölublöðin tvö, sem út komu, kunna að vera til á Lands bókasafninu. Ábyrgðarmaðurinn fjekk mikið gott upp úr þessu. Honum hefir víst verið gert að greiða allan útgáfu- kostnaðinn, prentun og pappír. En upp úr þessu fór hann sjálfur að fást við yrkingar og málafærslu. — Hver er sá? — Pjetur Jakobsson. A STYRJALDAR- TlMUM — En hvernig gekk námið? — Það gekk eiginlega vel. — Við Sigurður lásum af kappi nema lít- inn tíma um miðjan veturinn. Þá urðum við báðir ástfangnir af sömu stúlkunni, og töluðumst ekki við. — Þá kom mér það í koll, að jeg var búinn að kenna Sigurði að yrkja. Þatl notaði hann sér óspart. Svo trúlofaðist stúlkan einhverjum öðrum, og þá urðum við aftur góð- ir vinir og höfum verið það síðan. En Sigurður hætti að yrkja. Annars höfðum við ýmislegt fleira á prjónunum, þvl að þá voru styrjaldartímar eins og nú, og mik- ill gróOahugur í mönnum. Og þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.