Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 12
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I Það er augnabliksmynd, sem hef- ir geymst í hugskotinu. Faðir minn orkti eftir þá. Jeg var eini sonur hans, sem náði fullorðins aldri, en dóttirin, Bergljót, býr í Kaupmannahöfn. Fyrra hjóna- band hans var barnlaust. Hann giftist móður minni er hann var 53 ára. Konan hans — Mikið ástríki hefir verið í sambúð foreldra yðar, eins og ljóð hans til hennar geyma í minni manna. — Já, víst er um það. 1 Ijóð- um hans eru mörg kvæði til henn ar og margar vísur þeirra að heita má á hvers manns vörum enn. — Hver þeirra þykir yður best? — Ekki er gott að dæma um það. Sitt sýnist hverjum, eins og gengur. Jeg veit að stúlkum þyk- ir vænt um margar þeirra. En þessi finnst mjer karlmannleg- ust: pó jeg ætti þúsund börn með þúsund afbragðs-konum, mest jeg elska mundi Björn og móðurina' að honum. En þetta er kannske mín eft- irlætisvísa vegna þess að jeg kem þar sjálfur við sögu. Móðir mín átti afmæli 5. nóvember. Hann orkti æfinlega til hennar þenna dag. Eftir að hann fjell frá, tók Þorsteinn Er- lingsson við að senda henni af- mælisvísur. Þeir voru miklir vin- ir Þorsteinn og faðir minn, og hafði hann miklar mætur á skáld skap Þorsteins, eins og þessi vísa bendir til: pegar mín er brostin brá, búið Grím að heygja; porsteinn líka fallinn frá, ferhendurnar deyja. ,.Sá hagmœltasti og stirðorð- ¦asti" Margir urðu gramir, er þessi vísa komst á loft. Einkum ýmsir Þingeyingar, því þar eru mörg skáld og fagurfræðingar, sem kunnugt er. Þeim þótti Páll gamli taka nokkuð djúpt í árinni — og það kann að hafa reynst rjett, sem betur fer. En annars er sannleikurinn sá, að færri valda ferhendunni til fullnustu, en menn vilja vera láta. Það er t. d. einkennilegt, hve margir bila við 2. hendinguna, tiltölulega sjaldan, að þar sje ekki bláþráður, eða slakni þar á vísunni, ef þar er ekki blátt á- fram hortittur. Það mætti skrifa heila doktorsritgerð um hortitta- hendinguna í ferskeytlum og koma þar margir hagyrðingar við sögu. Miklir kærleikar voru milli föður míns og Gríms Thomsen og skiftust þeir á brjefum. Eitt sinn sendi Grímur pabba skraut- ritaða skáldakveðju. „Til hins hagmæltasta skálds á Islandi, frá því stirðorðasta", og byrjar svo: „Þó staflaust aldrei fari' ég íet- ið". Faðir minn svaraði Grími með sextánmæltri vísu, sem er svo lipurt kveðin, að þar er nálega engin þvingun. Hún er svona: Minn Grímur! Menn dæma mín bæði' og þin kvæði: , merglaus þeim mörg vísa mín virðist, þín stirð gerð. Mig teymir mjög rímið, málvillum sál fyllir. p& stýra þú kneri, þrátt sjest í átt besta. Að Hallfreðarstöðum Fram til ársins 1893 áttum við heima að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Þar bygði faðir minn vönduð bæjárhús árið 1867, sem jeg veit ekki betur, en að standi enn í dag. Þegar jeg lít til bernskuára minna, finnst mjer sem alt sum- arið hafi verið gestir hjá okkur. Með þeim kom mikil tilbreyting og glaðværð í heimilið, því faðir minn var gleðimaður mikill og ákaflega næmur á skrítnar hlið- ar náungans. Aldrei mátti svo mikið sem bjóða borgun fyrir næturgreiða. Eitt sinn man jeg eftir að ónafn- greindur maður bauð föður mín- um borgun að skilnaði úti á bæj- arstjettinni. Hann hvesti svo á gestinn augum, að gesturinn hrataði afturábak út af stjett- inni, en ekki sagði hann orð. Eitt sinn laumaði einhver borðalagður valdsmaður gullpen- ing í lófa minn að morgni eftir góðan greiða. Mjer þótti pening- urinn fallegur og sýndi pabba hann. Ákaflega þungur svipur kom á andlit hans, svo að mjer stóð ógn af, er hann sagði: „Þessu máttu aldrei taka við, strákur". Sá jeg, að mjer hafði skjátlast gífurlega, og hjet því með sjálfum mjer, að slíkt skyldi aldrei koma fyrir aftur. En það fór á annan veg. Nokkru síðar ætlaði annar maður að láta mig taka við gullpening. Jeg þvertók fyrir það. Hann reyndi að troða peningnum í vasa minn. Jeg tók á rás og hljóp upp fyrir bæ. Hann á eftir. Þar tróð hann pen- ingnum á mig. Jeg f aldi mig þar uns allir gestirnir voru riðnir úr hlaði og pabbi með þeim. Það var altaf siður hans að fylgja gest- um, annaðhvort að Jökulsá eða Lagarfljóti. Er þeir voru farnir, kom jeg grátandi inn í hús til mömmu og sagði henni ófarir mínar. Hún tók mig í sátt, sagði, að jeg hefði ekki getað að þessu gert. Þá var þungum steini ljett af hjarta mínu. • 20 ár með kvœðið — Talaði faðir yðar aldrei um skáldskap við yður, er þjer fór- uð að stálpast? — Jú, það kom fyrir. Einkum barst stundum kveðskapur í tal, þegar jeg var með honum á ferða lögum. Eitt sinn áðum við við foss á Hjálmadalsheiði. Þá spyr hann mig: Hvað heldur þú að jeg hafi verið lengi með „Litla foss- inn"? Jeg gerði mjer enga hug- mynd um það. Þá segir hann: Jeg var með hann í 20 ár, dreng- ur minn. Fossinn, sem hann kveður um þar, er á milil Kol- freyjustaðar og Árnagerðis. Einkennilegt að hugsa til þess, hve lengi hann gat verið með sum kvæða sinna, enda þótt hann gæti með sanni sagt, eins og í vísu hans stendur: „Óðara en jeg andann dreg — oft er vísan búin". Eitt sinn var jeg vottur að því að þetta var sannmæli. Þá vorum við flutt að Nesi í Loðmundar- firði. Við feðgarnir fórum á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.