Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 8
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I ekkert þyrfti að borga fyrri en í niðureftir leiðinni. Nielsen var bor- inn upp á tindinn, þegar veg- urinn þraut. Og síðan var að kom- ast niður, hann kom við á öllum knæpunum, að fá sjer meira, borga allar veitingarnar, en pyngjan tóm, þegar komið var heim að hótelinu um kvöldið. Þetta var svo dýr ferð, að jeg varð að lána Nielsen fyrir fargjaldinu heim til Noregs. Átti þó nóg með mig. En fjekk alt með skilum. Ekki vantaði það. En sam- víst okkar Nielsen varð styttri fyr- ir vikið. Það, sem hentaði best. — Hvað var það í málaralistinni, sem fyrir augu þín bar, er hafði mest áhrif á þig? — Áhrifin af hinni gömlu, ít- ölsku list eru ótæmandi, sem kunn- ugt er. En á heimleiðinni sá jeg í Þýskalandi í fyrsta sinni mynd eft- ir impressionistana frönsku og fann strax, að það var þetta, sem hentaði mjer betur en alt/sem jeg áður hafði sjeð. Myndir hinna fronsku impressionista höfðu strax ákaflega mikil áhrif á mig. Ein af fyrstu myndum þessum, sem jeg sá, var af kirkjuforhlið, eftir Monet. — Jeg sá strax, að þarna var alveg ný meðferð á litum, svo mikil fylling í litum, en jafnframt unaðslegur blær með fyllingunni. í Berlín kyntist jeg svo myndum Renoir, og hafði feikna mikið gagn af þeirri kynningu. Heima í 33 ár. Er jeg kom heim sumarið 1909 byrjaði jeg að mála vatnslitamynd- ir austur í Flóa. En síðan fór jeg upp í Hreppa og byrjaði á stóru Heklumyndinni. Hún er máluð á Hæli. Jeg vann að henni í heilt ár, með nokkrum millibilum, sendi hana svo á Charlottenborgarsýning una í Höfn. Hún fjekk góða dóma í Hafnarblöðunum. Og norski málar- inn Chr. Krogh skrifaði mikið lag- lega um hana. Hann var mest hrif- inn af hinu víða útsýni í myndinni. Hann sagði, að jeg hefði þar náð nokkru, sem hann hefði ekki haldið að væri hægt að ná í mynd, að sér fyndist hann sjálfur lítill, þegar hann horfði á myndina. Jeg lagði ekki út í að mála fleiri Ásgrímur Jónsson: Hjaltaataðabláin. Beinageitarfjall í baksýn. slíkar myndir. Hætti við það. Alveg eins og jeg hætti nokkru síðar við að"mála vatnslitamyndirnar, fannst þær vera að verða „vanaverk" hjá mjer („rutine"). Vildi forðast það. Þær voru í rauninni margar hverj- ar, ekki mikið annað en ferðalýs- ingar. Svo kom stríðið 1914. Þá dróg allan mátt úr mjer, fanst að stríðs- árin fyrri færi alveg forgörðum, þó að aldrei gæti jeg gert mjer grein fyrir, hvernigf á því stóð. Mjer hef- ir altaf, frá því jeg var barn, verið svo ógurlega illa við styr'jaldir ¦— nema í fornsögunum, því þær eru svo fjarlægar. Árið 1914 hætti jeg við vatns- litina. Næst málaði jeg nokkuð sterkar myndir úr Fljótshlíð. Framan af árum ferðaðist jeg mikið, fór um Skafafellssýslur, norð ur á Hólsf jöll, inn á Þórsmörk og um Borgarf jörð. En nú er jeg hætt- ur því. Nú er jeg altaf á sumrin í Borgarfirði. Ástæðulaust að fara víðar. Kann best við mig á Húsa- felli. Þar eru óendanleg „motiv", skógurinn ekki sjerlega hár, en skógsvörðurinn óvenjulega fallegur. Þar er hraun, sandar og fallegar moldir. Það er umhverfið með heið- um en hörkulegum svip, eins og mað ur væri í óbygðum, þó í bygð sje. Og nú eru liðin 33 ár síðan jeg settist>að hjer heima, en jeg orð- inn 67 ára. Það var nokkuð einmana legt fyrir málara hjer fyrstu árin. Mjer var mikill styrkur að því, þegar þeir komu heim frískir og "fjörugir, þeir Jón Stefánsson og Kjarval. Að geta talað við þá um list, rifist við þá, þegar því var að skifta. Ekki altaf sem verst að vera á öðru máli en starfsbræðurn- ir. Síðan hefir málurum fjölgað. — Hjer er komið meira olnbogarúm, betra andrúmsloft en áður var. — Já, eitthvað betra. — Já, heldur er 'það í áttina, alt í rjetta átt það sem það er. V. St. „Við komum beint frá því að skoða fornminjasafnið. Við gengum um það í rúma tvo klukkutíma". „Já, einmitt það. Voruð þið að leita að einhverju sjerstöku?" „Já. Útgóngudyrunum". * ShrítiB ástand um þrjúleytið. „Er pabbi þinn heima, litli vinur?" „Já, en hann liggur". „Það er vonandi ekkert alvarlegt, sem að honum gengur". „Nei-nei, mamma er að stoppa í sokkana hans". * Líf hans er opin bók, og honum þyk- iv gaman að lesa upp úr henni. * Ráðið til þess að komast að göllum einhverrar stúlku er að hrósa henni í viðurvist vinstúlkna hennar, -— sagði Benjamín Franklin. * Hamingjan er eins og kossinn. Menn verða að eiga hann með öðrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.