Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Page 8
588 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS un, bókasain, kapella, „bar“, mynda -salur, knattborðssalur og stórt sjó- minjasafn. Þar eru líkön af her- skipum frá 17. og 18. öld. Þar sá jeg eitt franskt sem hafði heitið Eole, í höfuðið á vindagoði Róm- verja Eolus og hefur það haft 74 fallbyssur. Þar eru einnig mörg ensk skip, og á einu þeirra er sagt að Francis Drake hafi barist 1764. Jeg komst fljótt að því að skipið „African Queen“, sem jeg átti að vera á, lá í höfn í Lundúnum, en var hvergi nærri ferðbúið. Margt þurfti við það að gera og mörgu að breyta, því að setja átti í það fiskimjölsvjelar og niðursuðuvjel- ar. Það var því auðsjeð að jeg mundi þurfa að bíða alllengi í London og notaði jeg tækifærið til þess að skoða helstu söfn borgar- innar. Eftir vikutíma var jeg sendur ásamt Skota suður á Cornwall- skaga til Bideford, sem er nálægt Bristolflóa, til þess að skoða báta, sem þar var verið að smíða fyrir þennan leiðangur. Þarna dvöld- umst við vikutíma í gistihúsi, sem heitir New Inn. Þarna leið okkur vel og vorum fegnir að vera lausir við skarkalann í Lundúnum. Jeg ferðaðist nokkuð þarna um ná- grennið, og hafði yndi af því, enda er rómuð náttúrufegurð North Ðevon og Sommerset hjeraðanna. Þarna sá jeg kvenfólk ganga á rauð -um og grænum víðum buxum á götum úti. Er það gamall siður hjer í ComwalL Hjer er suðrænn blær yfir öllu, víða var verið að þurka hey og kál var orðið stórt í görð- um. Hjer vaxa aldintrje og jafnvel pálmatrje nær hjer alt að 3 metra hæð. Yndisleg rósahlið eru hjer víða fyrir framan hús, líkt og í Frakklandi. Þá er ekki síður fallegt í Exeter og gaman hafði jeg af að sjá.fjölda hjera þar á ökrunum. Svo var haldið til Lundúna aft- ur og þar hafði jeg ekkert að gera, en notaði enn tímann til þess að fara á söfn, skoða fegurstu garða borgarinnar, dýragarðinn, merk- ustu byggingar, svo sem Pálskirkj- una, Southwark dómkirkjuna við Lundúnabryggju, The Tate Gall- ary, Imperial War Museum (vopna -safnið), National Maritime Mus- eum í Greenwich, Whitechapel Gailery og Old Bailey fangelsið.- Laugardaginn fyrir hvítasunnu fór jeg svo í konunglegu hljómlistar- höllina Royal Albert Hall. Og á hvítasunnudag skoðaði jeg West- minster Abbey og breska Parla- mentið. Einnig fór jeg í konung- lega leikhúsið Royal Opera House og sá þar „Brúðkaup Figaros“. Þegar jeg hafði nú dvalist mán- aðartíma í Englandi var það sýnt að skipið okkar mundi ekki kom- ast á stað fyrst um sinn, og var þá afráðið að jeg skyldi fara á undan því suður til Gambíu, ásamt öðr- um manni. Það var Skoti og heitir Alexander Addeson frá Aberdeen skíri. Ferðin til Gambíu. Klukkan 7 að morgni lögðum við á stað til flugvallar, sem er nálægt Victoria-járnbrautarstöðinni. Veð- ur var afbragðs gotfr og þarna beið okkar Argonaut Speedbird flug- vjel frá B. O. A. C. flugfjelaginu. Á fjelagið 22 flugvjelar af þessari gerð og ’hefur hver þeirra fjóra Rolls Royce hreyfla, geta flutt 40 farþega og flogið 3660 mílur í ein- um áfanga. Við erum komnir á loft klukkan rúmlega 8 og fljúgum nú suður yf- ir England í brakandi sólskini, yfir Portsmouth og eyna Wight og út yfir Ermarsund. Eftir klukkustund -ar flug erum við yfir Cherburg í Frakklandi. Síðan fljúgum við yfir eyna Jersey, sem er syðst í Ermar- sundi og er sjálfstæð, en hefur ver- ið undir bresku krúnunni síðan 1066. Svo er flogið yfir Bretagne- skaga og borgina Lorient og út yfir Biscayflóa. Skömmu seinna er flog- ið inn yfir Spán skamt frá borginni Oviedo. Sjest nú vel til Pyrena- fjalla, þar sem þau rísa í blárri móðu, með snjóflekkjum í efstu skörðum. Svo ber okkur inn yfir Portúgal. Þar sýnist víðast hálendi, gráir fjallahryggir með dalverpum á milli. Hjer virðist hrjóstugra en í Englandi, ströndin gul sandfjara og falla fá vötn til sjávar. En þegar suður fyrir ána Minho kemur, þá fer þetta að breytast og bygðin að þjettast. Er einkennilegt að horfa hjer yfir. Vegirnir eru eins og hvít bönd, en akrar gulir, rauðir og grænir. Fagurt er umhverfis Douro -fljótið, því að þar eru vínekrur með báðum bökkum. Og við mynni fljótsins stendur borgin Oporto, sem portvínið er við kent. Til Lissabon komum við klukkan 2 og þar var staðið við í eina klukkustund. Á svo stuttum tíma er lítið hægt að sjá, en fagurt þótti mjer hjer. Borgin stendur við fljót- ið Tejo og við sjáum turninn Bel- em, sem reistur var til minningar um Vasca de Gáma, er fyrstur fann sjóleiðina suður fyrir Afríku til Indlands (árið 1497). Frá Lissabon er svo tekin stefna til Dakar, sem er á vestasta höfða Afríku. Byrjar flugvjelin á því að klífa upp í 17.000 feta hæð. Þar uppi er hitinn 32 stig á Fahrenheit, en það er frostmark á Celsius. Ber nú fátt til tíðinda, nema við mæt- um flugvjel, sem er að koma að sunnan. Fyrst sjáum við Lanzarote-eyar, þær eru tvær, úti fyrir spönsku nýlendunni Rio de Oro, gegnt Cap Yubi. Þar er smábær og flugvöllur, en þar er ekkert vatn og verður að vinna það úr sjó. Á Lanzarote-ey- um er eldfjall, sem gaus 1826. Næst sjáum við Kanarieyar á hægri hönd rjett fyrir kl. 7 um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.