Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Síða 25
LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS
605
byrjaði einn, sem þeir kölluðu
Trinidad.
„Ónei, jeg komst einhvern veg-
inn aldrei að til þess að segja hon-
um það“, sagði Baldi. „Hann var
búinn að kaupa þetta alt saman og
hann var svo innilega ánægður
með þessa hugmynd sína. Og við
höfðum líka nóg að gera að drekka,
svo að jeg komst aldrei að“.
„Jeg verð að segja það að nú er
jeg alveg hissa“, sagði Dómari og
lagði stafinn sinn með fílabeins-
hnúðnum ,á drykkjarborðið. „Jeg
skil ekkert í því að Cherokee vin-
ur okkar skuli hafa svona rangar
hugmyndir um — hm — sitt eigið
þorp svo að segja“.
„O, það er nú svo sem ekki neitt
furðulegt", sagði Baldi. „Það eru
nú sjö mánuðir síðan Cherokee
fór frá Yellowhammer. Margt get-
ur svo sem skeð á skemri tíma. Og
hvemig ætti hann svo sem að vita
að ekkert einasta barn er til í þessu
þorpi, og ekki von á neinu, svo að
menn viti?“
„Eftir á að hyggja“, sagði Cali-
fornia Geiri, „þá er það skrítið að
ekkert barn skuli hafa slæðst hing-
að“.
„Til þess að segja nú frá öllum
fyrirætlunum Cherokee“, sagði
Baldi, „þá ætlar hann að koma hjer
fram sem jólasveinn. Hann hefir
keypt sjer gríðarmikla hárkollu og
hvítt skegg, svo að hann verður
alveg eins og jólasveínamyndirnar
í bókunum. Og svo hefir hann feng-
ið sjer heljar mikinn rauðan kufl,
rauða skotthúfu og eldrauða vetl-
inga. Er það nú ekki hastarlegt að
þessi góði búningur skuli ekki
verða til neins gagns?“
„Hvenær gerði hann ráð fyrir að
koma hingað?“ sagði Trinidad.
„Á sjáffan aðfangadaginn“, sagði
Baldi. „Og hann bað mig að skila
því að þið hefðuð til herbergi
handa sjér og fengjuð sjer til að-
stoðar konur, sem gæti þagað svo
lengi, að þetta kæmi börnunum á
óvart“.
Þarna var þessi stóri ljóður á
lífinu í Yellowhammer. Gleði og
fjör barna hafði aldrei sett sinn
svip á bæinn. Og nú voru þarna
engin börn til að rjetta fagnandi
fram hendur til þess að taka á
móti gjöfum jólasveinsins.
Fimm konur áttu heima í Yell-
owhammer, þrjár gamlar giftar
konur og svo randaflugurnar, leik-
konurnar Fanchon og Erma, sem
voru komnar þangað með gaman-
leikaraflokki. En þar voru engin
börn.
Jóladagur var á fimtudag. Á
þriðjudaginn fór Trinidad heim til
Dómara í stað þess að fara til vinnu
sinnar.
„Þetta verður Yellowhammer til
háborinnar skammar“, sagði Trini-
dad, „ef Cherokee kemur hingað
með jólatrje og allskyns gjafir og
svo eru hjer engin börn. Og hann
er þó faðir þorpsins. Nú ætla jeg
að vita hvort ekki er hægt að
bjarga þessu“.
„Jeg skal gjama hjálpa þjer, alt
hvað jeg get“, sagði Dómari. „Jeg
á Cherokee margt gott upp að
inna. En jeg skil ekki almennilega
-----jeg hefi ekki saknað barn-
anna áður — en nú skil jeg ekki
_____ (t
„Þjer er óhætt að treysta mjer“,
sagði Trinidad. „Jeg ætla ekki að
láta Cherokee koma að barnlaus-
um bæ. Jeg fer að smala saman
börnum, og jeg skal ná í þau enda
þótt það kosti að jeg verði að gera
innbrot í barnaheimili".
„Jeg fer með þjer“, hrópaði Dóm
-ari og veifaði stafnum sínum af
hrifningu.
Eftir stutta stund var fregnin um
fyrirætlan þeirra komin um alt
þorpið og öllum fanst þetta snild-
arbragð. Og þeir sem þektu fjöl-
skyldur innan fjörutíu mílna kept-
ust við að leiðbeina þeim um það
hvert þeir ætti að fara til að ná í
börn. Trinidad skrifaði þetta alt hjá
sjer og náði sjer svo í hest og sleða.
Þeir lögðu fyrst leið sína að
stóru bjálkahúsi fimtán mílur frá
Yellowhammer. Maður kom til
dyra og fjöldi krakka kom á eftir
honum fyrir forvitnisakir.
„Svo er mál með vexti“, sagðí
Trinidad, „að við erum frá Yellow-
hammer og erum að snapa saman
börn í góðu skyni. Einn af okkar
bestu mönnum ætlar að leika jóla-
svein og kemur til bæarins á morg-
un alklyfjaður af öllu því dóti,
sem til þarf. En yngsta barnið i
Yellowhammer er fjörutíu og sex
ára og skeggjað. Okkur vantar því
algjörlega þá sem geta orðið hrifn-
ir þegar kveikt er á jólatrjenu og
jólasveinninn útbýtir gjöfunum,
Og þess vegna ætlum við að biðja
þig, góði minn, að lána okkur nokk
ur börn og við skulum skila þeim
aftur í fullu fjöri á annan í jólum.
Og þau skulu fá myndabækur og
trommur og allskonar leikföng og
sælgæti. Hvað segirðu um það?“
„Með öðrum orðum“, sagði Dóm-
ari, „þá höfum við nú uppgötvað
það, að okkar blómlega þorp
skortir alveg æskulýð, og þetta er
óþægilegt þar sem hátíð þprnanna
nálgast óðum“.
„Jeg þykist skilja ykkur“, sagði
bóndi og tróð í pípuna sína, „og
það er víst best að tefja ykkur
ekki. Við hjónin höfum eignast sjö
bom, og þegar jeg renni nú aug-
unum yfir hópinn, þá sje jeg ekki
neitt sem jeg get lánað ykkur.
Mamma hefir búið til brendasyk-
ur og nokkrar tuskubrúður, sem
hún geymir inni í skáp, og við ætl-
um sjálf að halda upp á jólin eins
vel og við getum. Nei, jeg má ekk-
ert af krökkunum missa, en þakka
ykkur samt fyrir boðið“.
Þeir fóru þaðan og til næsta baé-
ar, þar sem Wiley Wilson átti
heima. Trinidad romsaði upp