Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Page 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Page 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ” 60? „Hver veit?“ sagði Trinidad i- bygginn. „Ekki er það ómögulegt. Það er best að þú komir og sjáir það sjálfur“. Þetta reið baggamuninn. Dreng- urinn ljet undan og svo óku þeir á fleygiferð heimleiðis. í Yellowbammer hafði skála nokkrum verið breytt í hátíðarsal. Konurnar höfðu gengið þar vel frá öllu. Þar var stórt jólatrje, þakið af kertum upp í topp og allskonar litböndum og flöggum. En á gólf- inu var hrúga af leikföngum, nægi- legt handa tuttugu börnum. Þeg- ar seig undir sólarlag fóru menn að ókyrrast og gá oft hvort ekki sæist til þeirra, sem fóru að sækja börnin. Cherokee hafði komið um hádegi akandi í nýa sleðanum sín- um og hafði raðað þar umhverfis sig ótal böglum og kössum af öll- um stærðum og allavega í laginu. Hann hafði svo mikinn áhuga á þessari fyrirætlan sinni að gleðja börnin, að hann tók alls ekki eftir því að þama vom engin börn Og engum datt í hug að minnast á það við hann. Þeir vildu eþki gera Yellowhammer þá minkun. því að þeir áttu von á því að sendimenn- irnir mundu koma með fullan sleða af börnum. Þegar sólin var gengin til viðar fór Cherokee afsíðis til þess að klæða sig í jólasveinsbúninginn og tók með sjer allar dýrmætustu gjafirnar. „Þegar börnin eru öll komin“, sagði hann við þá sem aðstoðuðu hann, „þá skuluð þið raða þeim í salnum og láta þau syngja „Tíu litlir negrastrákar“ og „Gámli Nói“ og svo skuluð þið kveikja á öllum kertunum. Og þegar þau eru komin í gott skap, þá kemur jóla- sveinninn þrammandi inn, og þá held jeg verði nú líf í tuskunum þegar hann útbýtir öllum barna- gullunum“. Konurnar tipluðu í kring um jólatrjeð og þóttust altaf vera að ganga frá því, þó þær gerðu ekki neitt. Hvað eftir annað gægðust þær út um dyrnar og hleruðu hvort þær heyrðu ekki til ferða sendi- manna. En þeir komu ekki og þetta var að verða vonlaust. Myrkur var dottið á og nú þurfti endilega að fara að kveikja á jólatrjenu. Það gat vel verið að Cherokee rækist inn á hverri stundu. Að lokum komu sendimenn. Sleð inn þeirra brunaði upp að dyrum skálans, og aðeins einn drengur í honum. Konumar hljóðuðu upp ýfir sig, en fóru svo að kveikja á trjenu. Karlmennirnir gengu eirð- arleysislega út og inn, eða stóðu þöglir á gólfinu. Hinir langþreyttu ferðamenn komu inn og drógu drenginn á eftir sjer. Hann var mjög súr á svip og gaut illu horn- auga að trjenu. „Hvar eru öll hin börnin?“ spurði sú konan sem helst var fyrir. „Jeg skal segja þjer það kona“, sagði Trinidad og dæsti, „að það er ekkert áhlaupaverk að smala saman börnum á jólunum. Það er engu betra en ætla sjer að grafa silfur upp úr fxalki. En jeg er ekki að álasa foreldrunum. Þótt þeim sje alveg sama þótt börnin þeirra drukni eða þeim sje stolið aðra tíma árs, þá mega þeir ekki af þeim sjá á jólunum. Þessi efnilegi unglingur er eina barnið, sem við gátum náð í“. „Blessað barnið“, sagði ein kon- an. „Hættu þessu bulli“, rumdi í stráksa. „Hvaða barn er hjer? Ekki þú, vona jeg“. „Við gerðum alt, sem við gátum“, sagði Trinidad. „Mjer sárnar þetta mest vegna Cherokee, en það er ekkert við því að gera“. • Þá opnuðust dvrnar og inn kom Cherokee upp dubbaður sem jóla- sveinn. Hann var með svo mikið hvítt skegg og hár að varla sá í andlitið, nema tindrandi augu. Og á bakinu hafði hann heljar mik- inn poka. Það datt hvorki nje draup aí fólkinu þegar hann kom. Bobby stóð þar með hendur.í ■ vösum og góndi á jólatrjeð. Cherokee lagði af sjer pokann og horfði spyrjandi af einum á annan. Hann helt víst í að börnin hefði verið falin ein- hvers staðar og svo ætti að hleypa þeim öllum á sig í einu. Syo gekk hann til Bobby og rjetti honum höndina með stóra rauða vetlingn- um. „Gleðileg jól, barnið mitt“, sagði Cherokee. „Hvað langar þig nú helst í af því sem er á trjenu? Æt'l- arðu ekki að taka í hendina á jóla- sveininum?“ „Það er enginn jólasveinn til“, æpti strákur. „Þú hefur sett á þig ullarskegg. Og jeg er ekkert barn. Hvað heldurðu að jeg kæri mig um brúður og tindáta? Þeir, sem sóttu mig sögðu að þú mundir gefa mjer byssu, en þú átt þá énga byssu. Jeg vil fara heim“. Trinidad skarst nú í leikinn. Hann tók innilega í hönd Chero- kee. „Mjer þykir fyrir að þurfa að segja þjer frá því, Cherokee“, sagði hann, „að aldrei hafa verið til börn í Yellowhammer. Við reyndum að smala nokkrum saman handa þjer, en fengum ekkert upp úr því nemá þennan patta. Hann er guðleysingi og trúir ekki á, jóla- sveina. Okkur þykir það sárgræti- legt þín vegna að svona skyldi fara, við vorum svo vissir um að okkur mundi takast að ná ,í hóp af krökkum handa þjer“. >, „Þetta gerir ekkert til“, - sagði Cherokee, „og það er alveg sama þótt jeg hafi eytt einhverju í þe’ta rusl, sem hjer er. Við getum bara sópað því saman og hent því »út á' haug. Mjer er alveg sama um það. En jeg skil ekkert í því hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.