Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Síða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Síða 41
IS 689 LES 'OK MOr. ’ Listin að spd í spil TALIÐ er að spil /runi fyrst hafa fluzt til landsins á 17. öld, og lík- legt er að þeim hafi þá þegar fylgt sú trú, að með aðstoð þeirra mætti skyggnast inn í framtíðina. En til þess voru hafðar ýmsar aðferðir, og flestar af erlendum toga spunn- ar. Það var kallað að „spá í spil“, og mun sú list ekki vera aldauða enn her á lapdi. Stundum voru hrökin tekin úr spilunum, þau síðan stokkuð 9 sinnum ,og því næst lögð á borð. Fór þá spáin eftir því í hvaða röð spilin komu. Svörtu spilin boðuðu yfirleitt leiðindi, eða eitthvað illt, en rauðu spilin boðuðu gott fyrir þann, sem verið var að spá fyrir. Hvert spil hafði sína merkingu út af fyrir sig, og aðra merkingu í sambandi við næstu spil að fram- an og aftan í röðmni. Kóngarnir táknuðu t. d. karlmenn, drottning- arnar konur, gosarnir unga pilta, en sjöur hugi kvenna. Auk þess táknuðu vissir litir menn, sem líta út á sérstakap hátt. „Þeir sem eru rauðlitaðir á hár, þykkleitir og rjóðir, eru hjarta. Þeir sem eru lítilleitir og ljósleitir á hár, eru tígull. Þeir sem eru þykkleitir og dókkir á hár, eru spaði. En laufið táknar lítilleita menn og hvítleita, hvernig sem hárliturinn er“. Einfaldasta aðferðin til að spá í spil, er sú, að hvert spil hafi sína merkingu, eins og þessi skrá sýnir: Ás: H. hús, T. bréf, L. stórgjöf, S. dánarfregn. Tvistur: H. gifting, T. ánægjuefni, L. leyndarmál, S. eitthvað mistekst. Þristur: H. friðsemi, T. nýr vinur, L. ósk manns rætist, S. örðugleikar, en þó ekki miklir. Fjarki: H. geðfelldur atburður, T. á- batasöm verslun, L. fréttir, S. að maður verði fyxir þjófnaði. Fimm: H. óvænt fregn, T. peningar eru í vændum, L. ferð, en ekki löng, S. vesöld eða lasleiki. Sex: H. mikil gæfa er í vændum, T. hamingjuvon, L. gott embætti eða góður hagur, S. slæm tíðindi. Sjö: H. veizla, T. von er á einhverju þægilegu, L. illa er talað um mann, S. fals og flærð er í vænd- um. Átta: H. innileg vinátta, T. fyrirætl- an eða fyrirtæki gefst vel, L. maður verður fyrir álygum, S. hryggð. Nía: H. heit ást, T. gjöf, en ekki stór, L. langferð, S. öfund. Tía: H. trúr unnusti eða unnusta, T. miklir peningar, L. sorglegur at- burður, S. sótt eða mikil veikindi. Gosi: H. ungur og laglegur maður leitar ráðahags, T. gleðileg tíðindi, L. tjón af undirferli annara, S. vífinn maður. Drottning: H. falleg og væn stúlka hefir lagt hug á þig, T. heldri kona gerir þér eitthvað til gagns eða gleði, L. ekkja eða gömul kona, S. óvönduð kona. Kóngur: H. einlægur vinur, T. heldri maður er þér innan handar, L. heimsókn sem ekki var búizt við, S. ágjarn maður. Eftir þessu getur svo hvert mannsbarn „spáð 1 spil“, og getur orðið að því mikil skemmtun. Spá- maðurinn, eða spákonan, tekur heil spil (52) og stokkar þau vel og vandlega. Síðan á sá sem spáð er fyrir, að draga 5 spil úr stokkn- um. Má svo segja eftir þeim stutt- an eða langan spádóm eftir vild, og er þá farið eftir merkingu hvers spils og eins eftir því í hvaða röð þau voru dregin. Til þess að skýra það betur hvernig á að spá, eru hér tekin tvö dæmi í myndum. Fyrra dæmi: Sá, sem spáð skal fyrir, dregur þessi spil og í þessari röð: H9 — heit ást —, S3 — erfið- leikar—, TK — heldri maður er þér innan handar —, L6 — gott L mynd r' *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.