Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
583
opinberaða orð Guðs er sent
mér. Orð Drottins kemur nú
tii mín“.
Þá er hér ekki aðeins um
gamla sögu að ræða, er rifjast
upp í skamindeginu. Þá eru
héi skilaboð frá Drottni. Ef ég
tek á móti .þessari kveðju, ef
þetta grípur hjartað með
sterku áhrifavaldi, þá hlýt ég
að halda jól með lofsyngjandi
gleði. Þá fá iólasálmarnir hinn
rétta hljóm. Ég sé ekki aðeins
gamla sögu. Ég sé hið heilaga
í nútíðarbirtu. Ég heyri engil-
röddma, er segir: „í dag“.
Þetta gerist nú. Hin himneska
gleði heimsækir mig í dag og
vill búa hjá mér.
Jólir eru komin. Ég fagna
þeim. En mér ei það ekki nóg
að eiga nokkra hátíðisdaga.
Aðalatriðið er, að ég fagni því,
að Drottinn siálfur kemur til
mín, og því heilsa ég gleði-
fregninni, og segi:
Upp, upp, þvi Kristur kemur,
hvað knýr þitt hjarta fremur.
Fréttirnar eru með mörgu
móti og radthrnar eru margar.
En hlustum eftir röddinni. Það
heyrist ógnarys í tímans
straumi. En hlustaðu á rödd-
ina frá himnínum: „Óttist
ekki, því sjá, ég boða yður mik-
inn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum".
Er hægt að segja þetta skýr-
ara? Fluttur er boðskapur um
fögnuð, sem er svo mikill, að
hann er hancía öllum. Er hægt
að rökstyðja þetta? Já, hlust-
aðu á áframhaldið: „því að
yður er í da.g frelsari fæddur,
„sem er Kristur Drottinn í
bí.rg Davíðs‘‘.
Það er eðiiiegt, að menn
fagni slíkum boðskap. Það er
skiijanlegt. að á heilögum
jólum sé víðsvegar talað um
st.órmerki Guðs. Þessvegna
hringja klukkurnar, þessvegna
fyllast, kirkjurnar af þeim, sem
syngja jólasálrnana Guði til
dýrðar
Það var viða siður á Norður-
löndum, að menn héldu til
kirkju um miðja jólanótt, og
voiu þar þangað til menn sáu
fyrstu geisla dagsbirtunnar.
Risu menn þá úr sætum og
sungu: „Þann signaða dag vér
sjáum enn með sólunni af
djUpi rísa“ og jólunum var
fagnað, er menn með hátíðar-
lofgjörð sungu: „Kom blessuð
stundin blíð og góð hins bjarta
morgunroða'.
P’rá þessu greina margar
fagrar sögur. En nú er röðin
komin að oss. Nú ganga menn
í hús Drottins. Ljósin loga á
aitarinu. Kirkjan er í hátíðar-
skarti, jólatré í kórnum og
kirkjan prýdd grenigreinum.
LTm helgidóminn berst orgel-
hljómurinn með krafti, og
sungið er með gleðiraust: „Há-
tíð öllum hærri stund er sú,
himnakonur.gs fæðing oss er
boðar“.
Hugurinn leitar til þess
staðar og beirrar stundar, er
gieðifregnin heyrðist í fyrsta
sinn.
Þai var einnig söfnuður, og
þar var hlustað. Þar voru
menn hljóðræmir fyrir hinum
heilögu tónum. Fjárhirðum
fluttu fyrst þann söng Guðs
englar. Þessir hirðar voru í næt
urmyrkri. En myrkrið hvarf.
Kveikt var á ljósunum. Hin
skærasta birta ljómaði. Dýrð
Drottins skein í kring um þá.
Hvað fær jaínast á við þessa
i