Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 42
622 LESBÓK MORGUNBLAÐSIJÍS • • " Jónas Jóhannsson, Oxney: Kvennahrós rímnaskáldanna RÍMNASKÁLDIN virðast hafa keppt hvert við annað, að hrósa sem mest kóngsdætrum og öðrum kvenhetjum, sem koma fyrir í rímum þeirra. Þeim var líkt við sól, gull, snjó, rósir og önnur blóm. Dáð var fegurð þeirra, gjafmildi, hannyrðir, gáfur, hjarta- gæzka, iæknislist og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Á öllum öldum rímna- kveðskaparins má finna þetta í rím- um þeirra. Skiðaríma er ein með þeim elztu. Dr. Jón Þorkelsson gefur í skyn, að Svartur á Hofstöðum hafi kveðið hana til áð skemmta Ólöfu Loftsdótt- ur á Skarði. Ríman var lengi í af- haldi hjá alþýðu, enda vel þess verð. Enginn þótti fær um að stofna til hjúskapar, ef hann kynni ekki þrjár visur í Skiðarímu. Hér er vísa úr Skíðarímu sem sýnir að hefðarkonur kunnu að ganga snyrtilega til fara: Þar á stóli Freya og Frigg og fara með hvíta glófa. Enn er hin þriðja þornafrigg og það er 'hún Hildur mjóva. Símon Bjarnason er gjarn á að halda sig við dalablómin: Bar af drósum haddahlíð hýr og fróm án kala, eins og rósin eyrar fríð af öðrum blómum dala. Sumar lýstu upp hallirnar eins og sverð Óðins og guU Ægis. Dámus- rímur (fyrir 1600) kveða svo um eina slíka: Þá var hin bjarta baugagrund búin og leidd á kóngafund. Lýsa þótti í lofðungs höll linna bóls af glæsiþöll. Svipað kemur fram hjá Þórði Magnússyni: Milding heimti hýr til máls hlökkin Fullubanda, Gefni af þar Glammabáls geislar þóttu standa. Árni Böðvarsson þekkir eina svo bjarta að hún gerir dauðastríðið létt- bært: Skin á móins bóla ból bólið Hel mýkjandi, Rínar glóir sóla sól sólu vel líkjandi. Dyggðin er víða í hávegum höfð. Svo kveður Magnús Magnússon: Þú ert Græðis brennu brík beztu hlaðin dyggðum, engin fæðist önnur slík öllum heims í byggðum. Það er eftirtektarvert hvað Sím- oni er gjarnt að likja meyunum við blómin: Augna svartar brýr hún bar brúna undir dröngum, líka bjartar liljurnar ljósrauðum á vóngum. Einar Guðmundsson stillir í hóf, en kemur þó góðum kostum a8 i lýs- ingu sinni: Sú var bæði fögur og fróð friggjan ofnispalla, Danmerkur kóngs dýrlegt jóð drengir mega 'ana kalla. Simon Bjarnason grípur til gulls og rósa til samlíkingar við fagra mey. Auðvitað vinnur mærin metið: Mána ósa mundi rein meyum kjósanlegri, eins og rós í haga hrein, hrannarljósum fegri. Ásmundur Gíslason yrkir um sól sólu fegri: Hyrjuvindi unað ói, engin myndast fegri, blómarlinda sólar sól, sólu yndislegri. Lúðvík Blöndal þykir liljan fögur, þó ber mærin auðvitað langt af lilj- unni: Líns var strönd sem lilja að sjá ljúf við sól er sneri. Norðurlöndum engin á önnur fegri greri. Guðmundur skæra liti: Andrésson metur Ber hún þó af brúðarferð sem brennda gull af eiri, eða perlan pardusverð af potta rauðum leiri. Kolbeinn Grimsson finnur fjöl- breytta fegurð í einu meyar andliti: Rósir gróa rauðar vífs á kinnum, liljur vöngum ljósum á lýstu fegri vetrarsnjá. Sigurður Breiðfjörð finnur blómin lifna þar sem mærin er svo náðug að stíga fæti á auðnina. Þetta dáir hann auðvitað, enda kemur það fyr- ir oftar en einu sinni í rímum hans: Myndar yndi meyan smá mækja þundi fljótum, linda Rindi liljur smá lifnuðu undir fótum. A öðrum stað segir Breiðfjörð: Hvar sem þetta væna víf vikja réð um grundir, fölnuð stráin fengu líf fótum hennar undir. Rósir og liljur voru þau blóm, sem skáldum voru snemma hugstæð til samanburðar við kvenlega fegurð. Hér er ein samlíking úr Brönurím- um (íyrir 1600);

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.