Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 607 fjörð, en hann lét seinna gera þarna eitt af stórhýsum bæarins (Aðalstræti 8) og var það stunchim nefnt Fjalakötturinn, vegna þess að þar var leikhús. Þar hóf Gamla Bíó starfsemi sína. 10. Þetta var hús Þórðar Jónas- sonar dómstjóra, en nú bjó hann ekki í því, þar sem hann hafði verið settur stiftamtmaður ogvarð að flytja upp í „Kóngsgarð“, sem nú kallast Stjórnarráð. En í hús- inu var Óli P. Finsen, sem þá var verslunarstjóri hjá W. Fischer. Hann var faðir Vilhjálms Fin- sens stofnanda Morgunblaðsins. Og þar sem hús Þórðar Jónasson- ar stóð, stendur nú Morgunblaðs- húsið. 11. Þar bjó Robert Peter Tærge- sen kaupmaður ásamt konu og börnum. Þarna hafði áður staðið krambúð kóngverslunarinnar, sem flutt var úr Örfisey um 1780. Hús- ið hafði Tærgesen keypt 1850, rif- ið það og reist þar nýtísku stór- hýsi, eitt hið mesta er þá var til í bænum. Þetta hús stendur enn og er þar nú Veiðarfæraverslunin Geysir. s Austurstræti. Tölusetning húsa í Austurstræti virðist hafa verið hagað öðru vísi en í öðrum götum, eftir því sem stendur í kirkjubókinni. Þar er byrjað að telja að norðverðu og vestur eftir, en síðan hlaupið aust- ur undir læk og húsin að sunnan verðu því næst talin í röð að aust- an. Verður þetta að skýrast eftir því sem húsin verða talin. 2. Þetta var hið svonefnda Stólpa hús, sem byggt hafði verið á Græna bæarlóð. Þar bjó Jónas Guðmunds- son skólakennari. Þar bjó einnig Rasmus Peter Hall, sem hafði verið veitingaforstjóri í klúbbnum, en var nú farinn að fást við ljós- myndasmíði. í þessu húsi var og i Davíðshús og Ló. skurðar- stofan, reist á rústum gamla Víkur- bæarins. Ingibjörg Guðmundsdóttir, fertug saumakona og hafði 2 námsmeyar. Um hana kvað Gröndal: Ingibjörg Guðmundsdóttir góð götuga brók með prjónum nælir og klökk í huga kjálkann skælir, því mygla tekur meyarblóð. Þar sem Stólpahúsið stóð er nú Búnaðarbankinn. 3. Nú kemur húsið sem Káetu- Pétur lét reisa á austurhluta Stýri mannslóðarinnar. Þarna hafði Sveinbjörn Egilsson skáld átt heima, en þetta ár keypti húsið Einar nokkur Bjarnason, kallaður „stutti“, Árnesingur að ætt. Bjó hann nú þarna og hafði verslun. Hjá honum leigði skósmiður, sém Paul Johannes Nicolaisen hét. Seinna fékk þetta hús nafnið Velt- an. Þar stóð seinna Austurstræti 1, en var rifið á þessu ári og er nú lóðin auð. Þá verðum vér að bregða oss aust ur að læk og kemur þá: 4. Húsið sem ísleifur Einarsson dómari lét byggja. Nú var þetta yfirréttarhús og bjó þar enginn nema C. P. Steenberg fimleika- kennari. Hann hafði áður gegnt lögregluþjónsstörfum og fékk þá íbúð í húsinu og sat þar sem fast- ast þótt hann hefði sagt af sér lögregluþjónsstarfinu og Árni Gíslason leturgrafari hefði tekið við því. Var nokkur óánægja út af því að Steenberg skyldi sitja áfram í íbúðinni, sem aðeins var ætluð lögregluþjóni. — Þetta hús stendur enn, 159 ára að aldri, og er kunnast undir nafninu Haraldar- búð. 5. Þar bjó Árni Thorsteinsson landfógeti og hafði nýlega keypt húsið. Þetta hús var reist 1806 og upphaflega kallað „Svenska húsið“ vegna þess að það .var flutt hing- að tilhöggvið frá Svíþjóð. Árni landfógeti stækkaði það mikið. Elzti hluti hússins er nú 155 ára gamall. Þarna er nú Hressingar- skálinn. 6. Þetta var hið svokallaða „Jordemoderhús“, kennt við fyrstu lærðu yfirsetukonuna hér, konu Lars Möller lögregluþjóns, en hann mun hafa reist húsið. Þarna bjó Kristín Benediktsen ekkja og Kristjana Norðfjörð dóttir hennar með barn sitt. Nú er þarna ný- bygging Almenna bókafélagsins. 7. Þar bjó Pétur biskup Péturs- son og Sigríður Bogadóttir kona hans, og var húsið þá altaf kallað Biskupshúsið. Seinna var þarna verslunin Gothaab sem brann 1915 og nú er þarna Lyfjabúð Reykja- víkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.