Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 30
510 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorkelsson í norðurendanum sína prestskapartíð. 7. Þar bjuggu Jóhannes Jónsson snikkari og Helga Gísladóttir-kona hans. Hafði hann reist þetta hús 1849. Seinna eignaðist Andrés Andrésson „hjá Bryde“ húsið og reisti þar tvílyft hús, er stend ur enn. Þar er nú tengdasonur hans Kornerup-Hansen heildsali (Suðurgata 10). Tjarnargata. 1. Þetta var timburhús reist um 1830 þar sem hinn svonefndi Brúnsbær hafði verið áður. Þar bjó nú Gísli Magnússon adjunkt. — Húsið hvarf þegar Steindórs- prent var reist. 2. Þarna hét áður Teitsbær, kenndur við Teit Sveinsson vefara. Oddur Guðjónsson trésmiður breytti bænum í timburhús. Nú bjó þar ekkja hans, Ingibjörg Jakobsdóttir alþm. Péturssonar á Breiðamýri. Hún var yfirsetukona og hafði tekið við af Ragnheiði í Brunnhúsum. — Þetta hús er nú horfið. 3. Suðurbær. Þar bjó Guðmund- ur Hannesson böðull með Margréti konu sinni. Annars voru Suður- bæirnir tveir, en vestri bærinn var ekki talinn til neinnar götu. Þar bjó þá Björn Hjaltested járnsmið- ur. Báðir munu Suðurbæirnir hafa verið rifnir árið eftir og þótti ekki eftirsjá að þeim. 4. Þar bjó Jóhanna Petersen ekkja Jóhanns Péturssonar gull- smiðs, ásamt Guðrúnu dóttur sinni gjafvaxta. — Þetta hús lét Parker konsúll reisa 1813. Nú var það kall að Petersenshús. Árið eftir keypti Tærgesen það og lét reisa þar nýtt hús, sem enn stendur, Tjarnargata 5 A. 5. Þarna stóð smiðja innrétting- anna, síðar Zöggersbær, kenndur við Jóhannes Zoega. Þar var reist timburhús 1847 og nú bjó þar Jónas H. Jónasson verslunarstjóri og Kristjana kona hans, systir Geirs Zoéga útgerðarmanns. — Þetta hús gekk síðar undir nafn- inu Þerneyarhús, en Gunnar Ein- arsson kaupmaður reif það og byggði þar stórhýsi. Þar var sein ast kaffihúsið Tjarnarlundur, en brann og stendur lóðin nú óbyggð. Lækjargata. 1. Lækjarkot. Þar bjó Guðrún Ólafsdóttir ekkja Þorkels Runólfs sonar, Klemenzssonar. Hjá henni leigði Einar Einarsson múrari. — Lækjarkot er nú horfið úr sögunni fyrir löngu. 3. Þar bjó nú Helgi Thorder- sen biskup og Ragnheiður kona hans, og hjá þeim var Stefán son- ur þeirra 32 ára gamall. Seinna eignaðist Bjarni á Esjubergi hús þetta og síðan Þorlákur Johnsen tengdasonur hans. Stendur húsið enn, en hefir verið stækkað frá því sem það var upphaflega. Nú hefir Seðlabankinn keypt það. 4. Þetta er húsið á hominu á Lækjargötu og Austurstræti, er Knudtzon lét reisa 1852. Nú býr þar Ólafur prófastur Pálsson á- samt konu sinni Guðrúnu Ólafs- dóttur og 8 börnum. — Húsið eign aðist síðar Sigfús Eymundsson bók sali og hefir það löngum verið við hann kennt. Lækjartorg. 1. Thomsenshús. Þar bjó H. Th. A. Thomsen kaupmaður og móðir hans. Þetta hús var mikið stækkað seinna, en var rifið í sumar og stendur lóðin auð eftir. 2 Þar bjó Sigurður Melsted dos- ent og Ástríður kona hans. — Þetta var fyrrum íbúðarhús Gísla Símon arsonar kaupmanns, sem fyr get- ur. Hafnarstræti. I. Þar bjó Edward N. G. Siemsen kaupmaður með konu sinni Sigríði Þorsteinsdóttur frá Brunnhúsum og 8 börnum. — Þetta hús stendur enn og eru þar nú „Dráttarvélar". ' 2. Þar bjó Sigurður Sivertsen kaupmaður sonur Bjarna riddara. Seinna var bætt hæð ofan á þetta hús. Stendur það nú sem klettur upp úr hafi umferðarinnar eftir að „Hekla“ var rifin. 5. Józka húsið. Þar var verslað niðri, en uppi bjó Chr. L. Möller verslunarmaður með konu og börn um. Hjá þeim leigði Ingibjörg Han sen ekkja með Morten Hansen son sinn, þá 6 ára gamlan. — Seinna var bygð hæð ofan á húsið og það gert að gistihúsi og kallaðist „Hót- el Alexandra“. Nú heitir það að- eins Hafnarstræti 16. 6. Þetta var verslunarhús Moritz Bierings kaupmanns, en hann hafði farist 1858 og bjó nú í hús- inu Eiríkur Magnússon, síðar meist ari í Cambridge, og kona hans Sig- ríður Einarsdóttir frá Brekkubæ. — Á þessu ári var bænum gefið húsið handa barnaskóla, og hafði þá eng inn barnaskóli verið í bænum síð- an 1848. — Nú stendur þarna Lög- reglustöðin. 8. Þetta var verslunarhús Knudt zons og bjó þar Anton Peter Wulff verslunarstjóri hans. — Þarna er nú verslunin Edinborg. 9. Þar var kallað Robbshús og þar bjó Carl Ole Robb. — Löngu seinna eignaðist Gunnar Gunnars- son kaupmaður þetta hús. 10. Þar bjó Hannes kaupmaður Johnsen og kona hans Sigríður dóttir Símonar Hansens, og er hjá þeim Simon sonur þeirra er síðar tók við verslun föður síns. — Nú er þarna Bókabúð Norðra og hús ið eitt af elztu húsum í bænum. II. Þetta var verslunarhús Hav- steens og stóð þar sem gamla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.