Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 37
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «7 Þjóðólfur var aðallega stjórn- málablað, en ræddi einnig um bæ- armálefni. Ekki hafði hann miklar tekjur af auglýsingum, því að þá kunnu menn ekki að auglýsa. Þó bregður þar fyrir smáauglýsing- um, sem eru eins og ofurlítill and- vari af hinum liðna tíma. Þar er t.d, auglýsing frá Stein- unni Guðlaugsdóttur á Rauðará, þar sem hún bannar „fullu banni" heimildarlausan yfirgang á landi jarðarinnar. Segir þar, að nokkur undanfarin ár hafi tómthúsmenn austan lækjar í Reykjavík, tekið upp mó og rist torf sunnan í og sunnan undir Rauðarárholti í leyfisleysi og ábúanda til stór- tjóns. Og svo var það hann Daniel eldri Bernhöft bakari. Hann þurfti á miklum mó að halda til brauð- gerðarhúss síns, og tók móinn upp í Vatnsmýri. Fekk hann svo leyfi til þess að gera veg yfir holtið þvert til þess að auðveldara væri að koma mónum heim. Að þessari vegargerð vann hann sjálfur með Jóni „kis" vinnumanni sínum og þótti það með fádæmum hve skörulega það verk gekk fram. Og nú auglýsir Bernhöft í Þjóðólfi 1. des. 1860 að hann leggi „fullt bann og forboð við því, að ferðamenn eða aðrir fari með áburðarhesta eða lausríðandi veg þann, er eg hef látið leggja á sjálfs míns kostnað suður eftir endilöngu Arnarhólsholti vestanverðu, norð- an frá Skólavörðustígnum og suð- ur að Grænuborg". Hinn 11. des. 1861 auglýsir Brynjólfur Oddsson bókbindari, að hann hafi afráðið að vera hér vetrarlangt og stunda bókband. Brynjólfur hafði lært iðn sína hjá Agli Jónssyni, og á námsárum sínum var hann helzta skáld Reyk- víkinga eða „bæarskáld". Það var bann sem orkti Dáiarímuna um Jólasaga ftá Hólum EFTIR Guðmund biskup Arason „hinn góða" var vígður að Hólum Bótólfur biskup. Var hann bróðir af Helgisetri, góður maður og ein- faldur og eigi mikill klerkur. Fannst það brátt í bréfi því, sem hann skrifaði til erkibiskups, sem hann var út kominn til íslands og heim á Hóla, að Norðlendingar vildu gera honum litla lotning, því að þeir sögðu, að það mætti hvorki sjá á höfði né hendi, að hann væri biskup, og svo var hann fá- tæklega út sendur. En erkibiskup- inn skrifaði aftur, að hann þóttist skyldugur að vígja í Niðaróss- kirkju „provincia", en eigi að gefa þeim gull og kveif. Var biskupinn eigi svo mikils metinn af sínum undirmönnum sem verðugt var sakir biskupstignar, sem heyrast má í einni lítilli frásögu. Svo bar til einn tíma á Hólastað á jólum, að tveir djáknar tefldu herflokk Trampe greifa. Síðan hafði hann farið til ísafjarðar og verið þar um hríð. En nú var hann kominn aftur. Og svo er bezt að klykkja út með auglýsingu, sem var í blað- inu 5. jan. 1862. Þar er tilkynnt að snýtuklútur hafi fundizt í Hafnarstræti og megi vitja hans í skrifstofu Þjóðólfs. Annað hvort er nú, að menn hafa þá verið frómari en nú og annara um hag náungans, eða þá að hér er um einhverja glettni að ræða, sem nú verður ekki skilin. Menn höfðu það til að tala undir rós, þegar þeir sendust á kveðjum í hálf- kæringi. Á.Ó. skáktafl. Var annar djákninn ðr- orður og uppivöðslumikill. Kom þá herra Bótólfur biskup inn í stofuna og settist niður á einn knakk þar framan að, sem klerk- arnir tefldu. Lagði hann til með öðrum klerkinum. Tók þá að hall- ast taflið, svo öðrum var komið að máti, mest af tillögum biskups. Reiddist klerkurinn, sá er verr gekk taflið, svo segjandi til bisk- ups: „Betra er þér, bróðir Bótólfur, að fara út til kirkju og sjá yfir ræðing þinn, er þú átt að lesa í nótt, því að þú last allt rangt í fyrrinótt. Starfaði og Guðmundur biskup, sem fyrir þig var, meir í bænahaldi og ölmusugerðum en í taflbrögðum". Þá svarar herra Bótólfur biskup djáknanum aftur í gegn, betur og hógværlegar en til var talað: „Haf þökk fyrir, djákni minn, þetta þitt heilræði skal eg hafa, að fara til kirkju. Segir þú það og satt, að margt og mikið mun skilja herra Guðmund og mig". Var herra Bótólfur í öllum hlut- um hógvær og lítillátur og kom eigi stjórn á við sína undirmenn sem hæfði. Var og á hans dögum lítill gaumur að gefinn að halda upp jarðtegnum Guðmundar bisk- ups. Var hann Hólabiskup um átta ár (1239—1247) og fór utan og andaðist í Niðarósi og hvílir að Helgisetri. (Úr Guðmundar sögu Arasonar)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.