Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 12
592
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þórir Bergsson:
IIPPBOÐ
— Smasaga —
EINN fagran vordag þegar sólin
skein og volgur blær strauk um
vanga en jörðin angaði af ungum
gróðri fékk.eg að ríða með föður
mínum, sem var prestur og bóndi,
á uppboð er haldið var í Dal. Þetta
var á síðasta tug aldarinnar sem
leið, á góðum og friðsælum tím-
um. Skemmtanir voru þá ekki
fjölbreyttar né daglegir viðburðir
í sveitinni. Uppboð, sem þá voru
nefnd „aksjónir“ voru talin góð
skemmtun meðal unglinga og
barna. Þau voru venjulega, eða
ætíð haldin á vorin, oftast snemma
í júní. Safnaðist oft, er tíð var
góð, múgur og margmenni saman
á uppboðsstað, einkum þó karl-
menn, en þó talsvert af konum,
ungum og gömlum.
Tildrög þessara mannfunda voru
venjulega sorgarsaga. Oft dauði
húsbóndans, stundum manns á
bezta aldri frá konu og ungum
börnum. Lungnabólgan lagði þá
fjölda fólks í gröfina, bæði börn
og svo fólk á öllum aldri. Einkum
þó karlmenn, er sökum verka
sinna ofkældust á vorin, þegar
viðnámsþróttur var minnstur eftir
veturinn. Meðui við þessari veiki
voru engin nema bakstrar, sem
lagðir voru á brjóst sjúklingsins,
stundum ein matskeið af sjerrí-
víni við og við. Svo og hómó-
patameðul: 2 dropar úr A-glasi
3svar á dag og 3 dropar úr B-
glasi 2svar á dag. Þótti oft gefast
vel. En, sem sagt, því raiður, dó
margur á bezta aldri.
Ef til vill hefur mér flögrað
þetta í huga, er eg reið áleiðis
að Dal með föður mínum, en það
átti þar ekki djúpar rætur. Engin
sorgarský huldu heiðríkju himins
míns á þeim árum. Samúð for-
eldra minna með ekkjum, mun-
aðarleysingjum og öðrum syrgj-
endum náði þó til mín, en sú
tilfinning var á annan hátt, en
síðar varð, er aldur og þroski
óx.
Nú var öll náttúran að lifna og
gróa um tún og haga, einnig grös
og blóm á leiðum þeirra er í
kirkjugarðinum hvíldu, djúpt í
dimmri mold og gátu ekki lengur
unnið fyrir konu og börnum.
Menn komu ríðandi úr öllum átt-
um, því Dalur var í miðri sveit
að heita mátti. Já, bæði ungir og
gamlir. Sumir aðeins að gamni
sínu til hressingar og upplyfting-
ar úr hversdagsleika hins stríð-
andi lífs. Aðrir af gróðahug,
krækja í eitthvað ódýrt og þarf-
legt og svo margir af forvitni.
Þar gátu menn og fundizt, spjall-
að saman og rekið mörg erindi er
þeir áttu við aðra menn. Og þegar
uppboðið hófst var fjöldi fólks
saman kominn á hlaðinu á Dal,
og svo inni í bænum.
Sýslumaðurinn kom aldrei fram
í okkar sveit sjálfur til þess að
framkvæma uppboðin. Hann fól
það jafnan hreppstjóranum íHall-
grímsstaðahreppi enda gerði
hreppstjórinn það með skörungs-
skap og trúmennsku.
Þórir Bergsson
Þau voru tildrög uppboðsins í
Dal, að bóndinn þar, rúmlega
þrítugur efnismaður, hafði dáið úr
lungnabólgu, þá á útmánuðum, frá
konu og tveimur dætrum, fimm
og tveggja ára. Hann hafði verið
í hópi greindustu, og bezt mennt-
uðu bænda sveitarinnar, íþrótta-
maður góður, t. d. sundkennari
okkar unglinganna. Þar í sveit
var sundlaug góð og byrjuðu
drengir að læra sund um níu eða
tíu ára aldur. Vorkuldarnir voru
oft naprir þarna á takmörkum
hins byggjanlega heims og dauð-
inn sat á gægjum bak við hret-
klakkana í norðvestri. Nú hafði
hann hremmt þennan ágæta og
vinsæla bónda.
Við faðir minn og eg riðum
í hlað, rétt áður en uppboðið
hófst. Fáar húsfreyur voru þar
staddar, aftur á móti margt af
ungum stúlkum og drengjum. Eg
þekkti flesta er þar voru. Þarna
stóð Símon skáld og horfði á hóp-
inn. Eg hafði ekki séð hann síð-
an hann kom til okkar þá um vet-
urinn. Eg lá þá veikur, með háan
sótthita og tak í brjósti, líklega
lungnabólga. Hann sat þá í rökkr-
inu inni í svefnherbergi foreldra
i
\