Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 39
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 619 hann formaður á þilfarsbátum og fórst allt vel úr hendi. Hann hafði á stuttum tíma misst tvær ung- ar konur sínar, meðan hann var á Stað og giftist ekki oftar. Með honum var Bjarni Þórðarson, þá vetrarmaður í Bæ. Flutti hann í Súgandafjörð nokkrum árum síð- ar og var þar til æviloka. Hinir munu hafa verið menn úr daln- um, þó að ekki sé vitað um nöfn þeirra. Hinn báturinn hét „Von", eign tengdabræðranna Kristjáns Al- bertssonar bónda á Suðureyri og GuðmundarGuðmundssonar bónda á Laugum. „Von" var sögð gott skip, en ekki að sama skapi stór. Formaður var Kristján Alberts- son, 26 ára að aldri, hraustmenni og kapps- og dugnaðarmaður. Hafði verið formaður við ýmsar tegundir veiða nokkur ár og ávallt farnazt vel. Annar var Guðmund- ur Guðmundsson, hinn eigandi bátsins, 24 ára gamall, kappsmað- ur og laghentur vel og stjórnari góður. Þriðji maðurinn var Guð- mundur Jónsson bóndi í Vatns- dal, 58 ára, harðgerður kjark- og dugnaðarmaður. Fjórði var Jón Jónsson bóndi á Norðureyri, 38 ára, maður vanur sjómennsku á opnum bátum og þilskipum, stjórn ari góður og hafði oft tekið við stjórn á skipinu og lagt á ráð, þegar þess hafði þurft með. — Fimmti maðurinn var Sveinbjörn Pálsson, vinnumaður í Selárdal, 23 ára, frískleikamaður og laginn. Varð hann formaður í Bolungar- vík tveim árum síðar, eftir stutta veru þar, og fórst það vel úr hendi. Sjötti maðurinn hefur ekki verið nafngreindur, en hefur að öllum líkindum verið Helgi Sig- urðsson, vinnumaður á Suðureyri hjá Þorbirni Gissurarsyni. Hafði hann verið þar frá því fyrir ferm- mgu, en var orðinn nærri 22 ára að aidri. Hann dó í Bolungarvík í júní 1882 (mislingavorið), þá vinnumaður í Vatnadal og trúlof- aður Guðrúnu dóttur Þórðar bónda, er síðar varð síðari kona Kristjáns Albertssonar. Hann var sagður mesti efnismaður. Föstudaginn 26. janúar, sem var annar í þorra og 3—4 dögum fyr- ir fyllingu á þorratungli, því að tunglsbirtan var ljósið, sem varð að vinna við að nóttunni, fóru þeir af stað. Ekki er vitað, hvað snemma þeir fóru í leguna, en venja var að vera ávallt lagztur fyrir nokkru fyrir dimmingu eða í vel björtu. Talið er, að þeir hafi lagzt um Spillinn og Sundin eða vestar. Þeir voru svo nærri hvor- ir öðrum, að þeir höfðu vitneskju hvor um annan — Von mun hafa verið vestar. Hvað þeir fengu af hákarli um nóttina hefur ekki verið getið sérstaklega. Hefir víst verið frekar lítið. Á laugardags- morguninn 27. jan. var kominn svo hvass vindur sunnan-suð- austan, að ekki varð unnið að há- karli eða höfð lína úti og hélzt það allan daginn og smáherti, er á daginn leið. Enginn vegur var til land-halds, nema vindstaðan breyttist til austurs eða vesturs. Þannig leið dagurinn og kvöldið. Má gera ráð fyrir að strengurinn hafik verið hafður á höndum, eins og það var kallað að hafa streng- inn lausan í stefnishjólinu og gefa út, ef bára ætlaði að brjóta of nærri, en draga inn, ef eitt- hvað var á milli, því að aðgæzla þurfti að vera mikil, þó sóknin væri djörf. Og svo mun það hafa verið hjá báðum þessum skipum í þetta sinn. Með rökkrinu herti enn á veðrinu, og suðlægðist meir. Um miðja vöku eins og nefnt var í iandi meðan ekki voru klukkur M j Friður, friöur frelsarans j finni leiö til sérhvers manns. . Yfir höf og yfir lönd almáttug nœr Drottins hönd. Hans er lífiö, hans er sól hann á okkar björtu jól. Börn viö erum, börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá. Friöur, friöur, fögur jól, frelsarinn er vörn og skjól. Verum örugg, verum trú, verum glöö á jólum nú. Veitum öörum von og yl, vermum allt, sem finnur til. Börn viö erum, börnin smá, börn,sem Drottinn váki hjá. Friöur sé um fold og haf, friðarboöskap Jesús gaf. Fátœkur hann fœddur var, faðir Ijóssins þó hann var. Ljóssins faðir Ijós þín skœr lýsi öllum, nær og fjœr. Börn við erum, börnin smá, börn, sem Drottinn vaki hjá. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka. — við getum hugsað okkur 2%— Z tímum eftir dagsetur, þá kastaði Von allt í einu flatri fyrir vind- inum. Hún var laus. Grunnfærin höfðu sjáanlega bilað. Árar voru skjótlega lagðar út og snúið upp í veðrið. Var nú farið að draga inn strenginn, og er þeir höfðu náð honum inn, kom í ljós, að flaugarnar á atkerinu höfðu far- ið af. Það var aðeins leggurinn í keðjuendanum neðan við streng- inn. Það lítur út sem þetta hafi verið í frástrauminn að linuðu suðurfalli. Nú var útlitið ekki gott, ekkert til að liggja við, en að sigla mjög óglæsilegt, langt úti í hafi, hvassviðrið, nóttin, og hverfc

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.