Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 33
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 611 Yfirlitsmynd af Reykjavík, talín frá árinu 1852. danskur ljósmyndasmiður er Friis hét, og tók myndir allt sumarið, og sótti fólk mjög til hans. En sama sumar byrjuðu einnig tveir Reykvíkingar að taka myndir. Annar þeirra var Guðmundur Guðbrandsson í Gvunýmöllerhúsi (hann var ættaður úr Grundar- firði). Hinn var R. P. Hall, sem áður hafði verið veitingamaður í Klúbbnum. Segir Jón biskup Helgason um þá, að þeim hafi báð- um þótt farast verkið óhöndulega. Friis fór utan um haustið, en skómmu fyrir jólin sendi R. P. Hall bæarmönnum þetta ávarp: „Úr því að daginn fer að lengja og veður leyfir býðst eg undir- skrifaður til að taka sólmyndir eða ljósmyndir af mönnum, og kostar myndin 10 mörk af hverj- um einstökum manni, en minna ef af fleirum er tekin mynd á sama spjaldinu. Vona eg að hinir háttvirtu húsfeður og einstakir menn, sem vildu eignast mynd af sér eða sínum, unni mér þess sóma og atvinnu, er mér gæti hér með opnast". Eitthvað hefir honum nú gengið illa samt, því að þegar kom fram á þorra gaf ritstjóri „Þjóðólfs" honum vottorð eftir beiðni og seg- ir að myndir hans „virðist vel lík- ar þeim, sem þær eru af og vel teknar og lýtalausar, og miklu betri eru þessar myndir hr. Hall að allra dómi, heldur en hinar eftir Friis" Stangast hér frásagn- ir, og verður hver að hafa það sem honum þykir trúlegast. Þá skeði það og, að Ágúst Thomsen kaupmanni (bróður H. Th. A. Thomsen) var leyft að flytja færeyska héra til íslands. Hafði hann góða von um að geta auðgast mjög á þessu, eigi síður en þeir sem fluttu hér inn mink- ana, sællar minningar. Hérarnir komu, en auðvitað mátti ekki sleppa þeim lausum, því að þá voru þeir óðar horfnir út í veður og vind. Thomsen kom þeim því fyrir til „hagagöngu" í Viðey. En líklega hefir sá staður ekki verið heppilegur fyrir þá, því að þeir drápust allir um veturinn. Svo fór um þá framtaksemi. Fjármálin voru þá mjög sjálfum sér lík. Kaupmenn bundust sam- tökum um að lækka verð á inn- lendri vöru og hækka verð á út- lendri vöru, vegna þess að þeir hefði orðið fyrir tjóni af verðfalli árið áður. Þó urðu kaupmenn þá gjaldþrota alveg eins og nú. Árna stiftprófasti Helgasyni hafði fyrir skömmu verið veitt lausn frá embætti, en í viður- kenningarskyni fyrir vel unnin störf, var hann þá sæmdur bisk- upsnafnbót. Þetta þótti mikill heiður, en sá böggull fylgdi skammrifi, að hann átti að borga 40 rdl. metorðaskatt. Hann var svo fátækur að hann gat það ekki. Sótti hann því um til stjórnarinn- ar að fá að vera laus við þennan skatt, eða þá að sér yrði greidd eftirlaun. Stjórnin gat alls ekki gefið það fordæmi, að fella niður metorðaskattinn, en hún veitti biskupi 300 rdl. eftirlaun á ári, svo að hann gfæddi á þessu. Bæarstjórnin var ekki fjár bæ- arins ráðandi, hún varð jafnan að knékrjúpa dönsku stjórninni og biðja auðmjúklega leyfis um að eyða smáupphæðum í þarfir bæ- arins. Nú kom fram ósk um að bærinn mætti taka 4000 rdl. lán til atvinnubóta vegna þess hve hart væri í ári og atvinnuleysi mikið. En danska stjórnin synjaði um leyfi. Þetta var í fyrsta sinn að hugmyndin um atvinnubætur kom fram. Bæarstjórn hafði ekki úr miklu að moða. Leiga af túnum var eina tekjulind bæarins, en allan annan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.