Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 595 mér fyrstu bókina, verð 5 aurar. Eg fór í vasann og afhenti hon- um aurana tafarlaust. Alveg rétt lagsmaður, safnaðu aldrei skuldum ef þú getur með nokkru móti komizt hjá því, sagði hann. Eg gleymdi aldrei þessum vit- urlegu og vingjarnlegu orðum og hef reynt að láta þau mér að kenningu verða. Aldrei mun eg sjá eftir því. Að vísu hefur mig oft vantað stássið og skartið sem aðrir hafa hlaðið kring um sig fyrir lánsfé, eg hef ekki getað montað mig með annara fjöðrum. Eg hef líka aldrei hrapað úr því háa sæti eins og margir aðrir. Aldrei þurft að biðja kunningja mína um lán, aðeins tekið lán í banka gegn góðri tryggingu. Eg hef vel unað því smáa og látlausa og satt að segja, fyrirlít eg allt óþarfa tildur. Eg fyrirlít eyðslu opinberra ráðamanna á ríkis- og sveitarkostnað, fyrirlít það einn- ig hjá einkastofnunum og ein- staklingum. Eg minnist hrepp- stjórans gamla, sem gaf mér ómet- anlegt heilræði. Eg hugsa til hans með þakklæti og hlýjum huga fyr- ir að hann sló mér gömlu bæk- urnar og þó einkum fyrir hans góðu og sígildu ráð. Hann spurði mig ekki um það áður, hvort eg gæti borgað bókina. Hann hefur sjálfsagt séð gegnum vasa minn og inn í huga minn. Hann vissi ætíð hvað hann var að gera og átti að gera og var mikill mann- þekkjari. Því vegnaði honum vel í viðskiptum við náungana. Sum- ir höfðu horn í síðu hans, af því að hann var ráðdeildarsamur og vel efnum búinn. Gott var Jpað að hann var harður í horn að taka, stundum og lét sig hvergi í við- skiptum en aldrei var hann þó ósanngjarn. Á hinn bóginn var hann höfðingi í lund, rausnar- maður og velviljaður, þar sem honum þótti á liggja og við eiga. Hann hafði með dugnaði og ráð- deild hafið sig upp úr fátækt og allsleysi og var því ekki eðlilegt að hann væri óðfús á að kasta fé sínu á glæ nema þegar brýn þörf var eða honum þótti vel við eiga. En hann var oft mildur og hjálp- samur í kyrrþey en kærði sig ekki um að sögur væru sagðar um það.------ Sól gekk lengra og lengra til vesturs þennan fagra vordag. Eg þarf að mörgu að hyggja. Nokkrir menn gerast háværir, úr einhverju skúmaskoti fá menn brennivín. Það verkar á venju- legan hátt á skap manna og fram- komu. Tveir eru komnir í hnakk- rifrildi sunnan við bæ. Eg og aðrir unglingar hlustum á. Þeir hafa ljót orð, brígzla hver öðrum um þjófnað, svik og alls konar ósóma. Allt í einu snýr annar þeirra sér að okkur, hann er svart- ur og ljótur í andliti af reiði og áfengi. — Þorsteinn og Jón, segir hann við okkur, þið heyrðuð að hann þjófkennir mig, bölvaður þjófurinn! Nei, hrópar Nonni og við hlaupum inn í hópinn á hlað- inu. Þar eru gamlar konur, Imba vinnukona þar á bænum og kona frá næsta bæ að tala saman. Það ber ekki allt upp á sama daginn, heyri eg konuna segja, o-nei, nei, svo sem ekki. — Pabbi er kominn út og er að tala við hreppstjórann. — Já, þú tekur hestinn ef hún vill það, segir hreppstjórinn, eg fell frá prósentunum. Pabbi kímir, lítið eitt. Já, þakka þér fyrir, segir hann svo og er aftur orðinn mjög al- varlegur, eins og hann er allan þennan dag. Hvaða hest? spyr eg. Hann Grána. — Það var reið- hestur hins látna bónda. Pabbi kaupir hann, undan hamrinum. Daníel á Kletti ríður úr hlaði og með honum fallega, unga ekkj- an. Þau reiða sitt barnið hvort. Það á að fara að bjóða upp kýrn- ar og hestana. Auminginn, hana langar víst ekki til að horfa á kýrnar boðnar upp og hestana. Onei, segir hin konan og sýgur upp í nefið. Því segi eg það, hún er fallvölt hún veröld — og henn- ar dýrð. Það ber ekki allt upp á sama daginn. Hún gat nú samt kastað á mig kveðju áður en hún fór ef hún hefði viljað, auminginn sá arna. Eg leit á þessa konu, mér geðj- aðist hún ekki. Hún var stór og digur og ranghvolfdi augunum. Já, hún er mjög rangeyg. — Á hvað ertu að glápa drengur, segir hún og eg held að hún líti á mi^i Hann var að horfa á belju, s/ág- ir Nonni. Við hlaupum báðir frá þessari konu og um leið segir Nonni hátt: Það ber ekki allt upp á sama daginn. — Daníel á Kletti, hinn háttprúði bóndi, ríður úr hlaði með ungu ekkjunni og litlu börnunum henn- ar, heim til sín, að Kletti, fyrst um sinn. Spekingurinn gamli horfir á þau, þar sem þau fara út túnið. Þá er Dalsheimilið ekki lengur til, segir hann með sinni djúpu oödd, dauðinn hjó eitt högg og það dugði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.