Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 18
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS óvenjulega gáíaða frænda sinn og læri svein úr þeirri prísund, sem hann var í, því hann var ekki kominn hærra en vera óbreyttur hermaður. Um það hefir verið skrifað oftlega, að Brynjólfur biskup Sveinsson leysti Hallgrím Pétursson úr prísund þeirri, sem hann var í hjá kolasalanúm í Kaupmannahöfn, og setti hann til náms og kostaði hann í Frúarskóla. Án þessa sannkallaða kærleiksverks Brynjólfs hefðu Pa9síusálmarnir sennilega aldrei orðið til. Er þetta ábyggilega það lang- mesta velgjörðarverk, sem Brynjólfur biskup hefir gjört þjóð sinnl. Hitt finnst mér að of lengi hafi verið látið liggja í þagnargildi, hversu prófastur- inní Selárdal séra Páll Björnsson hefir lagt ómetanlegan skerf Kristindómin- um í landinu til eflingar, með því fjárhagslega að stuðla að menntun þeirra feðganna séra Þorkels Arngríms sonar og Jóns biskups Vídalíns sonar hans. Án aðstoðar séra Páls hefði Vída- línspostillan sennilega ekki orðið til, sem skáldjöfurinn Einar Benediktsson kveður um. „Á hillunni er bók, hún boðar trú, sem blessar og reisir þjóðir." Og um Jón biskup Vídalín segir skáld- ið: „Hans meistaraorð á þann eld og það vald, sem eilíft var í gildi". Hér hafa bví velgjörðir prófasts til þessara fremur fátæku en stórgáfuðu frænda sinna orðið þjóðinni til ómetanlegrar blessunar í trúarlegum efnum. Séra Páll prófastur var búsýslumað- ur mikill og útsjónarsamur fjárafla- maður. Búnaðist honum ágætlega í Selárdal.Lagði hann sérstaklega stund á sjávarútveginn. Fann hann upp betra bátalag, en áður hafði þekkst. Þegar séra Páll hafffi verið fimm ár prestur í Selárdal eða árið 1650*) lét hann smíða litla dekkskútu eftir hollenzku lagi, sama lagi og Hollend- ingar höfðu á skipum þeim, sem þeir fiskuðu á hér við land. Var hann sjálf ur skipstjóri á skútu þessari framund- ir 20 ár, eða þar til að veikindavand- ræði konu hans steðjuðu að heimili hans. Séra Páll var vel að sér í siglinga fræði, og reiknaði út fyrstur manna hnattstöðu Bjargtanga. Er sagt að hann hafi oft aflað ágætlega á skútu þessa, þó að aðrir fiskuðu lítið. Skútu þessari Iagffi hann á hinum svokallaða Krókspolli. Er það svæði fyrir framan •) Ártal þetta hefir aldrei verið ^ prentað fyr um þennan. viðburð.) lendinguna á bænum Króki, sem var eitt af hjáleigubýlum staðarins (Selár- dals), þar sem Árni Friðriksson fiski- fræðingur er fæddur 1898. Er svæði þetta (Krókspollurinn) að miklu leyti varið fyrir brimsjóum af um 400 metra löngum grjóttanga, sem gengur fram I fjörðinn. Tangi þessi er kallaður Krókshöfuð. Hefur reynslan sýnt, að dekkuðum skipum er fært að liggja á pollinum, þótt brim og stórviðri sé, en ekki opnum trillum. Að vetrinum stóð skútan í hinu svonefnda „Skútuhrófi". Skútuhrófið var á melunum upp af tanga, sem kallaður er Klettur eða Klettstangi. Teinæringshróf þar sem teinæringurinn stóð. Þar sem að öllum fornum sögnum og sagnfræðingum ber saman um bað, að séra Páll prófastur í Selárdal hafi verið fyrsti íslendingur- inn, sem lét byggja haffæra dekkskútu, sem hann notaði til fiskiveiða útá hafi, er hann var sjálfur skipstjóri fyrir, verður hann með réttu að teljast sann- nefndur faðir þilskipaútgerffarinnar á íslandi, og skútan hans fyrsti vísir henn ar, þar sem hún var fyrsta þilskipið, sem gert var út af íslenzkum manni hér á landi. En jafnframt er þá Selár- dalur elzti þilskipaútgerffarstaffur þess. Selárdalur er því réttíiefndur fæðing- arstaður þilskipaútgerðarinnar á ís- landi. Árið 1950 hefir hún því átt 300 ára afmæli. — Eins og áður er getið var séra Páll prófastur stórríkur maður. Skipti hann milli 5 barna sinna árið 1688, 4 hundr- uðum hundraða í jörðum og lausafé, og 1703 eða 3 árum fyrir dauða sinn, átti hann 3 hundruð hundraða í fast- eignum. Er hann talinn að hafa verið einhver auðugasti prestur á landi hér á þeim tímum. Séra Páll var giftur Helgu Halldórs- dóttur lögmanns Ólafssonar frá Möðru völlum í Hörgárdal. Hún var systir Margrétar konu Bynjólfs biskups Sveinssonar. Vegna veikinda Helgu konu sinnar varð séra Páll fyrir því óláni að hafa afskipti og fléttast inn í hin viðurstyggilegu galdrabrennumál, sem því miður bera nokkurn skugga á minningu hans. Svo mikið- kvað að galdraundrum þessum að prófastur varð að flýja staðinn með konu sinni og nokkru af heimilisfólkinu, í kot eitt skammt frá staðnum Byggði hann Helgu konu sinni hús til að sitja i við foss einn i Selárdalsá (Selá) sem Skar foss heitir. Sézt tóttarbrot af húsi þessu enn þá. Fannst Helgu helzt fróun í a8 sitja við fossniðinn, því að þá leið henni betur. Að endingu batnaði frú Helgu að mestu leyti veikindin, eftir að andríkur vestfirzkur prestur hafði einn helgan dag tekið hana til bæna. En þann sama dag skeði það í Selár- dalskirkju um messutímann hjá séra Páli, að einn nábúi prófasts hné dauð- ur niður úr sæti sínu í kirkjunni. Var því þá trúað af sumum, að bað hefði verið þessi maður, sem hefði valdið veikindum frúarinnar. Eftir dauða séra Páls 1706, varð sonur hans Halldór Pálsson prestur í Selárdal frá 1706— 1734, eða 28 ár. Hann var drykkjumað- ur, er átti í deilum við Jón biskup Vídalín frænda sinn. En Oddur lögmað Sigurðsson hinn mesti óvinur biskups, studdi Halldór og espaði á móti biskupi, Þá missti Halldór prófasts- embættið, en prestembættinu hélt hann. Eftir séra Halldór varð Guðmundur Vernharðsson prestur í Selárdal frá 1734_1738. Hann hafði verið nokkur ár áður kapelán í Tálknafirði og bjó að Suðureyri. Kona hans Margrét Arn- grímsd. var náskyld Arngrími lærða. Faðir séra Guðmundar var séra Vern- harður Erlendsson, sem var kapelán hjá séra Páli og bjó að Bakka í Tálkna firði, hraustmenni og átti í útistöðum við Sellátrabræður, sem voru hraust- menni, einkum Sigurður sterki, sem var nábúi prests og bjó líka á Bakka í Tálknafirði. Eftir séra Guðmund varð sonur hanis séra Þorlákur Guð- mundsson prestur í Selárdal frá 1738 til 1749. Kona hans var Guðrún Tóm- asdóttir frá Krossadal. Tómas faðir hennar var einn Sellátrabræðra. Séra Þorlákur var faðir Jóns Þorlákssonar skálds og prests á Bægisá. Séra Þor- lákur var dæmdur frá embætti vegna áfengisnautnar, við embættisverk, er hann tók embættisbróður sinn séra Jón Teitsson prófast i Otrardal til altaris. Síðan þetta skeði, hefir Bakkus ekki orðið Selárdalsprestum að fótakefli, því allir Selárdalsprestar síðan hafa verið mestu hófsemdarmenn. Um föð- ur sinn Þorlák orti Jón Bægisárskáld þessa vísu: Minn var faðir Monsiör. / Með það varð hann séra. / Síðan varð hann seigniör. / Seinast tómur Þorlákur. — Næstur á eftir Þorláki varð prestur f Selárdal Eggert Ormsson sem kallað- ur var hinn ríki frá 1749—1785. Kona haru var Þorbjörg Bjarnadóttir, dóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.