Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 6
586 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úlfur Ragnarsson; Ljuoákúó Kvæði þetta flutti höfundurinn Úlfur Ragn- arsson, héraðslæknir á Kirkjubæarklaustri, í bænhúsinu á Núpsstað sunnudaginn 3. sept- ember sl., er þar var messað í fyrsta sinn í 70 ár. Hið forna bænhús er nú komið í hend- ur þjóðminjavarðar og hefir fengið gagngerða endurbót. Veröldin stynur þjökuð oki óttans. Eiröarlaust mannkyn treöur götu flóttans. Ógn vítisvéla blikar l böðulshendi. Boðar þaö stríð, er markar tímans endi? Raddirnar hvísla um rjáfur hellum hulið. Hér er wo margt, sem jarðarsjón er dulið. Þylur t húsi mörg í veggjum vála. verum svo hljóð, að heyrist steinar tala. Auðmjúkir bœndur byggja á förnum vegi Guði sitt grjóthús á lóngu horfnum degi. Siggharðir lófar blítt um steina strjúka lofandi Krist, er læknar blinda og sjúka. Hreysið er smátt, en Herrans náð sem sœrinn. Hans endast ráð, er fellur gamli bœrinn. Heimur þótt skjálfi og riði flest að falli friðinn á sá, er hlýðir Drottins kalli. Oft var um aldir undir þessu þaki kropið í raunum þyngri en tárum taki. Þá fœddust börn til Bólu og Svartadauða. Harmlostin þjóðin horfði í rúmið auða. Harðindamóða hylur foldu alla. Jarðeldar loga langt að baki fjalla. Hraunelfur reiðar renna yfir byggðir. Hér bjó þaö fólk, er hélt við Guð sinn tryggðir. Manndáð er bezt: að falla fyr en svíkja. öruggt á hver: að verða samt að víkja. Þakviðir fúna, hleðslur styrkar standa studdar Guðs náð og horfa vítt um sanda. Kœrulaus vindur Gnúpinn fagra gnúði. Kaldlyndisvitið kapelluna rúði. Kofi stóð einn af fáum mikils metinn var þó hver steinn af helgum glóðum getinn. Faðir, vort hús vér felum þínum anda. Herra vor Guð, ó, gef það fái að standa geymi þitt Orð, sem engin tíð má granda kynslóðum Jarðaf kenni ráð % vanda. Veit oss þitt líf, þá verður önnur saga. Hóldum svo heim, aö hún skal merkið draga. Kœrleikans Guö, vér krjúpum þínum aga. Náð þín er ný um nœtur jafnt sem daga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.