Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 20
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verið gift séra Guðmundi Eiríkssyni á Stað í Hrútafirði. Hildur dóttir þeirra var kona séra Sigurðar Gíslasonar á Stað í Hrútafirði bróður séra Einars. Ingveldur var prestfrú á Stað, þegar hún gaf Magnúsi sálarháska inn hress- ingarmeðalið, þegar han sagði, að í sér vaeri ,,slénlinja,“ og gæti ekki sleg- ið. En er hann hafði tekið inn meðalið, stökk hann ber fram úr rúminu, kast- aði yfir sig kápu af presti, hljóp út í slægju og sló svo mikið, að fáir þrír mundu hafa slegið meira, meðan hann bjó að meðalinu. Séra Lárus segir að faðir sinn hafi verið í erfiðri kaupa- vinnu í Hjarðarholti hjá tengdaforeld- um sínum. Ingveldur Bogadóttir var formóðir Sigurkarls menntaskólakenn- ara í Reykjavík. Séra Benedikt var tal inn góður prestur. Hann var þingmað- ur Barðstrendinga er hann var prestur á Brjánslæk í eitt kjörtímabil. Börn hans voru séra Lárns, Stefán snikkari og Ingveldur kona séra Páls Sivertsen. Séra Benedikt hætti prestsskap í Sel- árdal 1873. Hann dó 9/12 1882. En kona hans 1892.Árið 1873 varð séra Lárus Benediktsson eftir föður sinn prestur í Selárdal. Fæddur á Stað á Snæfjallaströnd 29/5 1841, d. 3/2 1920 í Reykjavík. Hafði hann verið aðstoð- arprestur föður síns síðan 1866, og aukaþjónustu hafði hann í Otrardals- prestakalli í 14 ár. Hann fékk lausn frá embætti 26. febr. 1902, og fluttist þá til Reykjavíkur. Hann var sá fyrsti af Selárdalsprestum, sem ég sá og man eftir. Hann skírði mig og fermdi. Var hann sóknarprestúr minn í 20 ár. Hann var oddviti hrepp»sins og sýslunefndar- maður og sáttarsemjari öll þau ár, er hann var prestur sóknarinnar. Hann var talinn auðugur maður, og af sum- um nokkuð féfastur, en vinur var hann vina sinna. Litu héraðsbúar upp til hans sem héraðshöfðingja. Hann var giftur Ólafíu Sigríði Ólafsdóttur pró- fasts á Melstað. Hún var gáfuð mann- kostakona, sem ljúft var að rétta fá- tæklingum, sem nærri henni voru hjálparhönd. Stóð maður hennar þar ekki í vegi fyrir, að sögn konu minnar, sem var þeim hjónum handgengin og leiksystir bama þeirra. Böm þeirra er uppkomust voru: 1. Ólafía Guðrún gift Bimi stúdent Magnússyni frá Hnausum. 2. Lára Ingveldur kennari I Reykjavík (Inga Lára). 3. Ólafur prófessor í Reykjavík. 4. Ingveldur Benedikta kona Magnúsar prófessors Jónssonar 1 Reykjavík. 5. Áslaug gift Þorsteini sýslumanni og alþingismanni Dalamanna í Búðardal Þorsteinssonar. Öll böm þessara merku Selárdalshjóna eru nú dáin. Síðastliðinn vetur andaðist Ólafur prófessor síðastur sinhá syst- kina. Hann var í miklu áliti, sem mik- ill lærdómsmaður í sínum fræðigrein- um. Hann var friðsamur mannkosta- maður, eins og líka systur hans vom. Séra Lárus var ágætur ræðumaður og framúrskarandi söng- og raddmaður. Hefi ég engan prest heyrt tóna jafn hátt, glymjandi en þó fagurt sem hann. Frú Ólafía kona hans, sem var for- söngvari í kirkjunni söng og spilaði líka prýðisvel svo unun var á að hlusta. Eins og ég áður um gat, skírði hann mig og fermdi. En hann fermdi líka um leið tvaer elztu dætur sínar og 4 böm önnur. Af þeissum fermingar- systkinum mínum lifa nú aðeins eftir tvö Jónfríður Gísladóttir frá Fifustöð- um frænka mín, nú til heimilis á Akur- eyri hjá Ragnhildi systur sinni og dótt- ur hennar Maríu Ragnarsdóttur, og Jarðþrúður Nikulásdóttir fósturmóðir Rósu B. Blöndals skáldkonu, konu séra Ingólfs Ástmarssonar biskupsritara. Dvelur í Reykjavík. Erum öll þrjú áttræð. Það var í blíðu veðri vordag einn 1902, að séra Lárus og fjölskylda hans kvöddu Selárdal. Lét hann þá konu sína og böm ríða fyrst úr hlaði, en sjálfur gekk hann til kirkju, þar sem hann dvaldi nokkum tíma. Er hann kom úr kirkju, var fólk hans komið á hvarf. Sté hann þá á bak Grána sínum og hleypti úr hlaði. Tók sá grái, þó gamall væri, rösklega til fótanna. Mætti ég presti og fjölskyldu hans miili Hringsdals og Hvestu, þar sem það fór af baki og áði. Þar kvaddi ég minn gamla og góða sálusorgara í síðasta sinn og fjölskyldu hans. Sá sem gekk í kirkjuna strax eftir að prestur var farinn, fann sálmabók, sem prest- ur hafði skilið eftir opna á altarinu. Var sálmurinn: ,,Ég stend til brautar búinn“ o. s. frv., í opnunni á bókinni, sem upp snéri. Lítur út fyrir, að prest- ur hafi valið þennan ágæta sálm eftir æskuvin sinn og skólabróður til að syngja á þessari burtfarar- og skilnað- arstund, sem ekki mim hafa verið hon- um sársaukalaus, sáttarsemjaranum, sem setti niður hvert mál. Um séra Lárus vil ég sem gamalt sóknarbam hans, segja þetta: Að hann vax radd- og söngmaður af guða náð, og í hinu heilaga guðshúsi, »em nú ei verið að endurreisa, var unaðslegt á hann að hlýða, er hann söng messu fyrir altári drottins. Blessuð sé minning þeirra hjóna og barna þeirra. Frá 1903 til 1909, var séra Magnús Þorsteinsson frá Húsafelli prestur i Selárdal. Var séra Snorri á Húsafelli sá merkilegi klerkur forfaðir hans, Hann var fæddur á Húsafelli 24/6 1876, dáinn í Reykjavík-á síðastliðnum vetri tæpra 85 ára. Hann var prestur á Patreksfirði, en hafði Stóra-Laugardal með sem annexíu frá 1909—1931. Síðan var hann starfsmaður við Búnaðar- bankann eða í 30 ár til dauðadgs. Kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir frá Hóli í Lundarreykjardal f. 27 sept. 1874. Lifir hún mann sinn háöldruð. Þau voru hin mestu prýðis- og sæmd- arhj'ón. Var séra Magnús talinn með betri ræðumönnum, og tilkomumikill fyrir altari. Eftir burtför séra Magnús- ar 1909 varð Selárdalur annexía frá Bíldudalsprestakalli og því þjónað af Bíldudalsprestum, og eru þeir þessir: 1. Séra Jón Ámason frá 1909—1928. Kona: Jóhanna Pálsdóttir. 2. Séra Helgi Konráðsson frá 1928— 1932. Kona: Jóhanna P. Þorsteinsdóttir. 3. Séra Jón Jakobsson frá 1932— 1943. Kona: Margrét G. Bjömsd'óttir. 4. Jón Kr. ísfeld frá 1943—1961. Kona: Auður Halldórsdóttir. Þessir fjórir síðasttöldu prestar, sem allir hafa verið sóknarprestar mínir voru allir ágætustu sæmdarmenn, og sama má segja um konur þeirra. Þrír þessara presta eru dánir, en sá sið- asti þeirra er á lífi Jón Kr. ísfeld, og er hans sárlega saknað af söfnuðinum, þar sem hann með sinni kærleiksríku o^ prúðmannlegu framkomu bar með sér kærleiksyl og góðvild inn í hjörtu manna og hýbýli, en hann hefur nú neyðst til að segja af sér embætti vegna heilsubilunar. Eins og rnenn hafa ef til vill lesið í blöðum, var síðastliðinn vetur af hreppstjóra Ketildalahrepps Elíasi Melsteð, hið fornfræga höfuðból Sel- árdalur, lýst laust til ábúðar í fardög- um með 36 ásauðarkúgildum. Fluttist því ábúandi jarðarinnar burt af henni í vor. Einnig er jörðin Hús, sem er ein af hjáleigujörðum staðarins, en hefir samliggjandi túa við staðinn Selárdal,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.