Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 43
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 623 Er mér sagt að andlit var ungrar bauga þilju svo sem rósir sætu þar saman í hvítri lilju. Þórður Magnússon dáir hrein lita- skipti: Ber sú elda báru nipt bezt ásjónu hvíta og fegra hold en fannadrift, furðu rjóð að líta. Siðfræði allra tíma tekur mjög hart á lausung í ástamálum. Þó bar við að gleðikonur áunnu sér hrós með því að svíkja menn með fláhyggju. Engin vann sér þó hylli heillar þjóð- ar, svo getið sé, nema gleðikona ein sem getið er í hinni helgu bók. Það var heldur ekki fyrir neitt smáræði, því hún forðaði þjóðinni frá tortim- ingu, með því að skera höfuð af her- foringja hers þess, sem á striddi. Þessa getur Jón prestur Bjarnason að maklegleikum hvað fríðleiki og fög- ur orð fá áorkað: Svo veitti guð að Júdit ein fyrir orðasnilld og prýðigrein Hóloferni gat hringarein hættulegt unnið dauðamein. Símon Bjarnason les ást og yndis- þokka úr öllum dráttum andlitsins: Ennið skærast skein sem væri mjöllin, hvarmaljósin himinblá, hlógu rósir vöngum á. Sálin hreina sjónar skein á ljórum, ungdóms blíðu brosin smá bifuðust fríðum vörum á. Hannes Bjarnason prestur að Ríp finnur margt til ágætis hjá kóngs- dóttur einni. Auk þess hét hún Svanhvit: Sú var fríðust drósa drós dyggð og tryggðum búin, sannnefnd Víðis ljósa ljós, landsins prýði, hrós og rós. Um sömu konu kveður Gísli Kon- ráðsson: * Myndin skartar hennar hvar hrindir snart frá trega, lyndisartin auðgrundar yndis hjartanlega. Hér líkir Quðni Jónsson einni við sólina: Tjáðu lýðir hól á hól, hól það færri bera, kváðu Víðis sólar sól sólu skærri vera. Hjálmar Jónsson tekur og sólina til samanburðar: Kvendyggðir og góðlátt geð glæddu ástarbríma, sinni blíðu sigra réð sól um miðdagstíma. Um sömu konu kvað Benedikt Gröndal: Dóttir prýddi buðlungs ból, bjart var í Garðaríki, Ingigerður eins og sól, enginn hennar líki. Filipórímur (fyrir 1600) geta um eina, sem var létt um lækningar og hafði marga góða kosti: Frygðakvinnan fögur sem rós fram með lækning vendi. Því var líkt sem lifni ljós, að lofðung augum renndi. Sigurður Breiðfjörð líkir einni hefðarmeynni við dúfu, þó svo bjarta að sólin finnur hjá sér minnimáttar- kennd við að líta framan í hana. — Enda gefst hann sjálfur upp á að lýsa fegurð hennar: Dúfu ljúfa sólin sá og sýndist roðna viður, hikar kvik að síga í sjá sína götu niður. Hrósi drós, sem hugnast þjóð, hreint eg frá því segi, Ijósa ósa lýsa slóð langt er frá eg megi. Hugþekk og hýrgandi er þessi í Geirmonsrímum (fyrir 1600), enda í fylgd með allsnotrum kóngssyni: Gekk hún út með guðlegt hár, Geirmon fylgdi sprundi, með andlit bjart og augun klár og allt sem kjósa mundi. Sá oiurljómi skðin aí andliti brað- þroska ungmeya, þegar þær renndu augum geðþekka pilta, að yfir gekk öll heimsins ljós. Þetta vottar As- mundur Gíslason: Skein á dýran dáðaþegn drósar bráin fróma eins og hýrust eftir regn Eygló stráir Ijóma. Árna Böðvarssyni tekst ekki illa að lýsa kóngsdóttur einni, sem ekki átti að ganga í augun á vandlátum og stoltum kóngssonum: Stutt og digur stelpan sést — stillir heilsar dóttur bezt — málfaðmur um mittið nett, mjófætt varla og andlitsgrett. Hangir vör á höku þar, hnútur stór að nefi var, eins og meri aftan á, álút þó, um kinnar blá. Hér kemur ein kóngsdóttir sen hefir allan friðleik til að bera hji Bjarna Jónssyni: Andlit hafði eins og rós, augun voru skær sem ljós, hvítara hennar holdið s*>ió, hárið bar af öllu þó. Þessi er í Filipórímum: Hennar dyggð var hæversk full sem hver mun kjósa vilja, hárið er sem hreina gull, en holdið eins og lilja. Svo kvað Hans Natansson um hreina andlitsliti: Fríð sem rós og rauð sem blóð, reifuð hrósi Sjafnar, hnjám í drósar harpa stóð hulin ljósi Drafnar. Þá tekst höfundi Alþingisrimnanna ekki ver en öðrum ,sem hér má sjá: Stóð þar drós í stafni fríð, stafaði ljós af hvarmi björtum, fegri en rós í fjallahlíð fekk hún hrós í allra hjörtum. Ekki tekst Sigurði Breiðfjörð illa meö Indíönu;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.