Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 22
602 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og þeirra ættingja sýndi framtak og manndáð í skömmu fyrir andlát sitt að breyta úr torfkirkju í timburkirkju. Ekki má ég enda svo þessa fátæk- legu ritsmíð, að ég ekki minnist þess manns, sem segja má með sanni, að hafi verið lifið og sálin í að þessi kirkjuendurbygging . fékk framgang, en það er stórkaupmaður Árni Jóns- son í Reykjavík, sonur séra Jóns Árna- sonar, sem var prestur Selárdalssafn- aðar um 20 ára skeið, þ«ss mikla öðl- ingsmanns og Ijúfmennis, sem segja mátti um með fullum sanni, að hann kenndi jafnt söfnuðum sínum á stétt- unum, sem í kirkjunni með ljúf- mennsku sinni, framúrskarandi prúð- mennsku, kærleiksríkri framkomu og breytni. Hefir Árni gefið til kirkjunn- ar talsverða peningagjöf, sem mun stórlega hafa aukist síðan hann gaf hana. Einnig hefir hann hlynnt að kirkjunni á ýmsan hátt, t. d. með því nú fyrir skömmu að gefa málningu til að mála kirkjuna með. Hann réði líka Davíð yfirsmiðinn til endurbyggingar kirkiunnar. Með þessu sýnir Árni hvað minning hans vinsælu og góðu foreldra er honum kær. Ber öllum í söfnuði bessum. að votta honum þakk- læti fyrir þetta mannkærleiksiverk. -•- Sunnudaginn þ. 24. sept., var hald- in hátíðarmessa i hinni nýendurbyggðu Selárdalskirkju. Var kirkjan þá end- urvígð af biskupi íslands hr. Sigur- birni Einarssyni. Voru fjórir prestar auk biskups mættir við athöfnina og auk þeirra fjöldi fólks. Jafnframt var minnzt 100 ára afmælis þessarar merku kirkju, sem söfnuðurinn hefir nú tek- ið að sér, og ég bið guð að veita hon- um styrk til að láta verða sér til sóma, heilla og blessunar. >ess ber að sjálf- sögðu að geta, að guðsþjónustuáhöld kirkjunnar, prédikunarstóll, altaris- tafla, tvær kirkjuklukkur, tveir kaleik ar og Ijósahjálmur eru ca. frá 400 til 200 ára gömul. Eru ártöl skráð á marga munina. Eru þessi áhöld öll í prýði- legu ástandi og því sannarlegir skraut- og forngripir. Mynd sú sem hér með fylgir, er af hinni nýendurbyggðu Selárdalskirkju ásamit húsum og kirkjugarði á þessu fornfræga kirkju. og höfðingjasetri. VITRUN í LESBÓK 19. febrúar þ. á. er grein, sem nefoist „Huliðsheimar". Er það frásögn Halldórs Sigurðs- sonar úrsmiðs um ýmislegt dular- fullt, sem fyrir hann hefir borið. Veigamesti hluti frásagnarinnar er um unga stúlku í „bláum geislahjúpi", er heimsótti hann tvisvar sinnum með 2—3 ára milli- bili, og fór með hann í geimferð í seinna skiftið. Var Halldór sann- færður um að hún myndi koma til sín í þriðja skiftið að sækja sig og þá færi hann með henni alfar- inn. Um seinustu helgi hringdi Hall- dór til mín og bað mig að finna sig, hann ætti erindi við mig. Og þegar eg kom til hans, sagði hann mér, að nú hefði stúlkan komið til sín í þriðja sinn, og að vísu ekki til þess að sækja sig. Að þessu sinni hafði hann ekki séð hana, en talað við hana, og þótti honum þessi atburður svo merki- legur, að hann vildi gjarna að hann yrði skráður, svo að hann fylgdi hinni sögunni. Eg ætla ekki að orðlengja um þetta, en aðeins birta söguna eins og Halldór sagði mér hana: Þ A Ð var snemma morguns í öndverðum nóvembermánuði, að mér fannst eg vakna á sama tíma og vant er, eða úr því að klukkan er orðin sjö. Og um leið og ég vakna þykist eg heyra eitthvert skrjáf eða þrusk inni í herberginu hjá mér, en sá ekki neitt, því að dregið var fyrir glugga og dimmt inni. Mér þótti þetta undarlegt og kalla því: „Er nokkur þar?" Og þá er svarað með glaðlegri og glettnislegri rödd: Halldór Sigurðsson „Já, eg er hér". Eg þekkti málróminn óðar. Svona fagra og þýða rödd hefir enginn nema hún vinkona mín, sem vitrast hefir mér áður og fór eitt sinn með mig til annars heims, eins og eg hefi áður sagt frá. Eg varð glaður við og spurði: „Jæja, ertu hérna og komin til að sækja mig?" Þá hló hún yndislega blítt og sagði: „Nei, eg er ekki komin til að sækja þig núna. Eg sæki þig ekki nema gott sé veður". „Er ekki gott veður núna?" segi eg. „Ænei, það er frost og snjór á jörð", segir hún þá. „Snjór á jörð? Nei, það getur ekki verið", sagði eg og minntist þess að snjólaust var daginn áður. „Jú, þér er óhætt að trúa því, það er snjór á jörð og kalt úti", sagði hún. „Jæja, hvaða erindi áttu þá við mig, úr því að þú ert ekki komin til að sækja mig?" spurði eg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.