Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 2
582
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
JÓLAHLGVEKJA
GLEÐIFREGIMIN
eftir
Bjarna Jónsson vígslubiskup
H\rAÐ er í fréttum? Á hverj-
um degi heyra menn þessi orð:
„Nú verða sagðar fréttir“. Það
er að morgni, um hádegi, síð-
degis og að kvöldi hlustað á er-
lendar og innlendar fréttir.
Á uppvaxtarárum mínum
var lesið í vikublaði stutt ágrip
af merkustu viðburðum utan
úr heimi, og þannig fengu
menn fregnir um ýmislegt, er
gerst bafði á síðustu 3 mánuð-
um. En nú berast tíðindin
samstundis. Það er hlustað og
þvmæst lesa menn um hið
sama 1 dagbiöðunum. Hvað er
að frétta? Á hverju ber mest?
Heyrast ekki á hverjum degi
helfregnir, slysafréttir, sorgar-
tíðindi, frásagnir um deilur,
óírið og hatur? Það er eins og
finnist ylur af vermandi sólar-
geisla. ef sögð eru gleðitíðindi.
En nú koma jólin, og hvað
er þá að frétta? Um jólin er
talað löngu áður en þau koma.
Menn kannast við svo margt,
sern byrjar með orðinu jól, það
er talað um jóiagjafir, jólatré,
jólaskemmtun, jólaverslun
jólasölu, jólaös og jólaþreytu,
og mörg fleiri heiti má nefna.
Hve oft er sagt jól áður en
jólin koma? Áreiðanlega bíða
menn svo eftir margvíslegum
jóiafréttum.
En hvað sem öllu þessu líður,
ölJu sem snertir hin ytri jól, þá
koma hin réttu jól á ákveðn-
um tíma, og þá verður talað
um jólahátið, jólamessur, jóla-
ræður, jólasálma og jólagleði.
Jólin koma. Vér fögnum
þeim nú, eins og svo oft áður,
því að hinar helgustu minn-
ingar eru tengdar við þá stund,
er búið var að kveikja á jóla-
kertinu. Fagnandi höfum vér
sagt og segjum nú: „Kom
blessuð þú nótt, sem boðar
frið! Kom blessuð til vorra
stranda“.
Það verður margt í fréttum
nú á jólunum. En hugfangin
hlusta ég eftir jólafréttinni,
hinni einu frétt, fregninni með
ákveðnum greini.
Hátíðin er komin, og í hjarta
mínu skulu enduróma þessi
orð: Nú gleðiíregn oss flutt er
ný úr fögrum himinsölum.
Hver er þessi fregn, þessi
óvíðjafnanlega gleðifregn?
Svarið er: „Sá Guð, er hæst
býr hæðum í, vill hér í jarðar-
döJum oss búa hjá“. Guð sjálf-
ur viil búa hjá oss Hér er ekki
um skvndiheimsókn að ræða,
heldur um gleðiríka dvöl.
Veitum eftirtekt þessu heil-
aga jólaorði: „Orðið varð hold
— og hann bjó með oss, fullur
náðar og sannleika“. Jólin
koma, en umfram allt, Drott-
inn kemur, og vill búa með oss.
Þessi er gleðifregn jólanna.
Vér þekkjum söguna, er seg-
ir frá þessari fregn. En er það
nóg að kunna söguna? Nei. En
þegar ég finn, að þessi fregn er
send mér, og ég tek fagnandi
á móti henni, þá fyrst á ég
sanna jólagleði og sælan jóla-
frið. Fregnin er send mér, ég
tek fagnand' á móti henni og
segi með þakklátri gleði: „Hið