Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 39
hann formaður á þilfarsbátum og
fórst allt vel úr hendi. Hann hafði
á stuttum tíma misst tvær ung-
ar konur sínar, meðan hann var
á Stað og giftist ekki oftar. Með
honum var Bjarni Þórðarson, þá
vetrarmaður í Bæ. Flutti hann í
Súgandafjörð nokkrum árum síð-
ar og var þar til ævjloka. Hinir
munu hafa verið menn úr daln-
um, þó að ekki sé vitað um nöfn
þeirra.
Hinn báturinn hét „Von“, eign
tengdabræðranna Kristjáns Al-
bertssonar bónda á Suðureyri og
GuðmundarGuðmundssonar bónda
á Laugum. „Von“ var sögð gott
skip, en ekki að sama skapi stór.
Formaður var Kristján Alberts-
son, 26 ára að aldri, hraustmenni
og kapps- og dugnaðarmaður.
Hafði verið formaður við ýmsar
tegundir veiða nokkur ár og ávallt
farnazt vel. Annar var Guðmund-
ur Guðmundsson, hinn eigandi
bátsins, 24 ára gamall, kappsmað-
ur og laghentur vel og stjórnari
góður. Þriðji maðurinn var Guð-
mundur Jónsson bóndi í Vatns-
dal, 58 ára, harðgerður kjark- og
dugnaðarmaður. Fjórði var Jón
Jónsson bóndi á Norðureyri, 38
ára, maður vanur sjómennsku á
opnum bátum og þilskipum, stjórn
ari góður og hafði oft tekið við
stjórn á skipinu og lagt á ráð,
þegar þess hafði þurft með. —
Fimmti maðurinn var Sveinbjörn
Pálsson, vinnumaður í Selárdal,
23 ára, frískleikamaður og laginn.
Varð hann formaður í Bolungar-
vík tveim árum síðar, eftir stutta
veru þar, og fórst það vel úr
hendi. Sjötti maðurinn hefur ekki
verið nafngreindur, en hefur að
öllum líkindum verið Helgi Sig-
urðsson, vinnumaður á Suðureyri
hjá Þorbirni Gissurarsyni. Hafði
hann verið þar frá því fyrir ferm-
ingu, en var orðmn nærri 22 ára
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
619
að aldri. Hann dó í Bolungarvík í
júní 1882 (mislingavorið), þá
vinnumaður í Vatnadal og trúlof-
aður Guðrúnu dóttur Þórðar
bónda, er síðar varð síðari kona
Kristjáns Albertssonar. Hann var
sagður mesti efnismaður.
Föstudaginn 26. janúar, sem var
annar í þorra og 3—4 dögum fyr-
ir fyllingu á þorratungli, því að
tunglsbirtan var ljósið, sem varð
að vinna við að nóttunni, fóru þeir
af stað. Ekki er vitað, hvað
snemma þeir fóru í leguna, en
venja var að vera ávallt lagztur
fyrir nokkru fyrir dimmingu eða
í vel björtu. Talið er, að þeir hafi
lagzt um Spillinn og Sundin eða
vestar. Þeir voru svo nærri hvor-
ir öðrum, að þeir höfðu vitneskju
hvor um annan — Von mun hafa
verið vestar. Hvað þeir fengu af
hákarli um nóttina hefur ekki
verið getið sérstaklega. Hefir víst
verið frekar lítið. Á laugardags-
morguninn 27. jan. var kominn
svo hvass vindur sunnan-suð-
austan, að ekki varð unnið að há-
karli eða höfð lína úti og hélzt
það allan daginn og smáherti, er
á daginn leið. Enginn vegur var
til land-halds, nema vindstaðan
breyttist til austurs eða vesturs.
Þannig leið dagurinn og kvöldið.
Má gera ráð fyrir að strengurinn
haf# verið hafður á höndum, eins
og það var kallað að hafa streng-
inn lausan í stefnishjólinu og
gefa út, ef bára ætlaði að brjóta
of nærri, en draga inn, ef eitt-
hvað var á milli, því að aðgæzla
þurfti að vera mikil, þó sóknin
væri djörf. Og svo mun það hafa
verið hjá báðum þessum skipum
í þetta sinn. Með rökkrinu herti
enn á veðrinu, og suðlægðist meir.
Um miðja vöku eins og nefnt var
í landi meðan ekki voru klukkux
{ Friöur, friöur frelsarans j
j finni leiö til sérhvers manns. {
í Yfir höf og yfir lönd
álmáttug nær Drottins hönd.
■ Hans er lífiö, hans er sól
! hann á okkar björtu jól.
j Börn viö erum, börnin smá,
j börn, sem Drottinn vakir hjá. |
. Friöur, friöur, fögur jól, {
frelsarinn er vörn og skjól.
' Verum örugg, verum trú,
! verum glöö á jólum nú.
j Veitum öörum von og yl,
{ vermum allt, sem finnur til. j
{ Börn viö erum, börnin smá, j
. börn,sem Drottinn váki hjá. {
1 Friöur sé um fold og haf,
! friöarboöskap Jesús gaf.
{ Fátœkur hann fœddur var,
i faöir Ijóssins þó hann var. I
Ljóssins faöir Ijós þín skœr j
lýsi öllum, nœr og fjœr. {
! Börn viö erum, börnin smá, >
j börn, sem Drottinn vaki hjá.
I INGÓLFUR JÓNSSON í
. frá Prestbakka. j
I
— við getum hugsað okkur 2%—
Z tímum eftir dagsetur, þá kastaði
Von allt í einu flatri fyrir vind-
inum. Hún var laus. Grunnfærin
höfðu sjáanlega bilað. Árar voru
skjótlega lagðar út og snúið upp
í veðrið. Var nú farið að draga
inn strenginn, og er þeir höfðu
náð honum inn, kom í ljós, að
flaugarnar á atkerinu höfðu far-
ið af. Það var aðeins leggurinn
í keðjuendanum neðan við streng-
inn. Það lítur út sem þetta hafi
verið í frástrauminn að linuðu
suðurfalli. Nú var útlitið ekki
gott, ekkert til að liggja við, en
að sigla mjög óglæsilegt, langt úti
í hafi, hvassviðrið, nóttin, og hvert
»