Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 2
ISSBHX
® ® Hl 0 E ® E E H ® B tE ® ®
Utgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100.
Forsíðan:
Hljómsveit jólasveina leikur á Lækjartorgi.
Málverk eftir Örlyg Sigurðsson, málað sér-
staklega fyrir Lesbók í tilefni jóla. Um
myndina segir Örlygur: Hún er máluð fyrir
litlu börnin og stóru börnin — og þessvegna
hef ég líka málað hana fyrir sjálfan mig.
Myndlistin er okkur yndi og ástríða
Samtal við hjónin Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sverri Sigurðsson.
Byggðirívomum
Indriði G. Þorsteinsson skrifar um Eyrarbakka og Stokkseyri. Myndir eftir Pál
Stefánsson.
Guðríður Símonardóttir
Ræða Sigurbjörns Einarssonar biskups við afhjúpun minnisvarða um Guðríði í
Vestmannaeyjum í sumar.
Tsékov og villihunangið
Dr. Örn Ólafsson skrifar um jólaleikrit Þjóðleikhússins og höfund þess.
Straumar í Eyjum
Björgvin Björgvinsson skrifar um Vestmannaeyjar eins og þær eru nú. Hann er
einnig höfundur litmynda þaðan.
Kirkjugluggi kenndur við skáldið Robert Burns
Leifur Breiðfjörð var ráðinn til þess að gera nýjan glugga í gamla kirkju i Edinborg.
Oheillakráka
Smásaga eftir Ólaf St. Pálsson.
Konur í íslenzkri myndlist
Bragi Ásgeirsson skrifar yfirlitsgrein um þetta efni og fylgja margar myndir af
konum við listræna iðju.
Hetjuhugsjónir og örlagatrú
í íslenzkum fornbókmenntum
Grein eftir Matthías Ægisson.
Takmarkið er ekki algjör fullkomnun
Viðtal Guðna Rúnars Agnarssonar við Martin Berkofsky píanóleikara.
Á tilraunaveiðum við Austur-Grænland
Fyrsti hluti af fjórum eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing.
Jól í eynni
Endurminning frá jólum fyrir 40 árum.
Morgunblaöiö/RAX
HANNES PÉTURSSON
Hreyfing
Þú kannast við þessa sjón:
sótrauð lyngfjöll að hausti
sem renna tilmóts við jöklasvalann
með rafmagnsstaura í melhryggjum.
Rauðir tarfar
reknir spjótum ofan i bakið.
Þú kannast við þessa sjón:
sótrauð lyngfjöll undir vetur
á hraðriferð
á hraðri ferð upp ímóti.
Hið góða geislar
frá sér birtu og yl
g hef ekkert uppáhald á
skammdeginu. Svo er um
fleiri. Þorsteinn Erlings-
son sagði:
Vetur gamli á leiða lund,
leyfir sjaldan gaman,
því hefur okkur alla stund
illa komið saman.
Þó að ég hati oft tekið undir þetta, veit
ég vel, að slík olnbogaskot og ólundarand-
vörp eru fremur hálfkæringur og glettur
hjá flestum en full alvara. Skáld hafa átt
sínar frjóu stundir í skuggsýni vetrar og
aðrir fleiri, bæði í starfi og leik. Ég hef
þekkt gott fólk, sem segir, að skammdegið
sé skemmtilegasti tími ársins. Það skil ég
ekki fyrir mitt leyti, ekki fremur en þá
menn, sem segjast njóta haustsins betur
en vorsins. Vorið er von og fyrirheit, tví-
sýnt að vísu, en alltaf lætur það flest
rætast af sínum fagra draumi. Og draumur
vorsins er birta og líf. Haustið er ekki
tvíbent. Það hefur sína fegurð, en það lofar
engu nema rökkva, fölva og dauða og stend-
ur alltaf við fyrirheit sín, lætur sinn draum
rætast að fullu. Vorið er ímynd trúarinnar,
haustið vantrúarinnar. Það finnst mér og
bið ekki forláts, þó að þér kunni að þykja
það ókurteisi við fína hugsun og fræga
menn.
Víst á vetur sína töfra. Harpa íslands
sækir þangað mikinn óm í strengina sína.
En enginn er alveg sáttur við skuggsýni
og myrkur dægranna, þegar sól er fjærst
hér norður frá. Öllum léttir, þegar daginn
fer að lengja aftur. Vér menn erum nú
einu sinni ekki í flokki þeirra lífvera, sem
eru skapaðar til þess að lifa og bjarga sér
í myrkri. Hvert mannlegt auga, sem lýkst
upp á þessari jörð, skimar eftir ljósi og
er skapað til þess að mæta ljósi. Frá því
augnabliki, þegar mannleg vera verður til
í móðurlífi, er hún stillt inn á það að
fæðast inn í heim, sem á sól og dag. Þessar
undursamlegu stjörnur tvær, sem blika við
þér, þegar þú heilsar nýfæddu barni, þær
eru í senn endurskin að innan, frá þeirri
huldu veröld óyfirsjáanlegra möguleika,
sem blundar í þessum litla barmi, og jafn-
framt leit að samsvörun við þann leyndar-
dóm, sem er lagður í hverja'einustu frumu
augans: Þær eiga að finna ljós. Og ef svo
illa tekst til, að þessi samsvörun næst ekki,
ef þau lífslög, sem móta augað, verða blekkt
þannig, að þau fá ekki að mæta þeim
veruleik, sem þau eru stillt inn á, þá verður
manneskjan blind, augað missir eðlislægan
hæfileika sinn, ef það finnur ekki ljósið,
sem því er ætlað og áskapað að taka við.
Augað er spegill sálar. Það er gömul og
ný og augljós staðreynd. Augað speglar
gleði og sorg, ást og hatur, vonir og von-
brigði, þar birtast geislar og skuggar, sem
koma að innan, frá þeirri uppsprettu inni
fyrir, sem nefnd er sál. Og sá huldi skjár
— hann er líka nefndur hjarta — samsvar-
ar auganu til fulls: Hann skimar eftir ljósi,
leitar að birtu, er stilltur inn á heim, sem
er bjartur. Hvar er sá heimur? Eru ekki
jólin svar við því?
Ljós hafa mennirnir elskað og þráð alla
tíð og haft beyg af myrkri. Ósjálfráð er
sú hugsun, að góður hugur og verk séu
sama eðlis og ljósið, en illur hugur og
atferli beri ættarmót myrkursins. Allt sem
býr yfir illu, er ljósfælið og skuggalegt.
Hið góða geislar frá sér birtu og yl. Og
þegar menn hafa eitthvað af trúarreynslu
að segja, eiga þeir ekki nærtækari líkingar
en þessar: Það birtir upp hið innra, það
kviknar ljós í sál eða hjarta. Menn tala
um upplýsingu eða hugljómun. „Þá kom
Guðs anda hræring hrein, í hjarta mitt inn
sá ljóminn skein,“ segir Hallgrímur.
Ljósið skipar mikið rúm í Biblíunni og
í kristnu táknmáli. Fremst í Biblíunni er
sá djúpvísi og mjög misskildi óður, sem
er nefndur sköpunarsaga en er þakkaróður
fyrir sköpunarverkið. Þar er það fyrst að
Guð segir: Verði ljós. Andi Guðs svífur
yfir dimmu og dauðu djúpi og mælir það
orð, sem kveikir ljós þar sem ekkert er.
Sú saga mannlegs lifs, sem ritningarnar
rekja síðan, snýst öll um baráttu ljóssins
við myrkrið. Og allar boða þær, að ljósið
muni sigra.
Þegar það barn fæddist, sem jólin eru
helguð, vissi enginn hvað speglaðist í
augunum, sem skinu við örmagna móður
í dimmu hreysi. En þegar sá sveinn hafði
lifað og dáið hér var fædd furðulega sterk
vissa um það, að með komu hans hefðu
opnast nýjar dyr inn í þann heim, sem
vera manns er stillt inn á í grunni sínum,
heim eða ríki kærleikans. Sjálfur sagði
hann: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir
mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa
ljós lífsins. Þessa vissu hefur ekkert getað
slökkt síðan.
Jólin, fæðingarhátíð hans, eiga mikil
ítök. Margt hefur hlaðist að þeim, sem er
úrættis við þau. En innan undir öllum
umbúðum er einföld skírskotun, sem höfð-
ar til hins besta í okkur öllum og vekur
eða glæðir þrá og von um meiri birtu í
huga og heimi. Gerum okkur ekki minni
en við erum með því að neita þessu eða
gleyma því. Hvorki hávaðafregnir af voða-
verkum og helstefnu alþjóðamála né glam-
ur og glys tómleikans allt í kring skyldi
kæfa þann tæra óm, sem hátíð ljóssins
færir með sér. Og hvert auga, sem endur-
speglar von og trú, mildi og ástúð í þessum
harða heimi, er fyrirheit, blik af þeim
geisla, sem boðar dag og vor, líf og frið.
SlGURBJÖRN ElNARSSON
2