Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 4
jónin Ingibjörg Guömundsdóttir og Sverrir Sig- urðsson eru meðal örfárra íslendinga, sem safn- að hafa listaverkum í þeim mæli, að úr hafi orðið safn. Þessi mikla og merka söfnun Ingi- bjargar og Sverris spannar marga áratugi og varð alþjóð fyrst ljós, þegar þau stofnuðu Lista- safn við Háskóla íslands 1980 með 115 málverkum og teikningum eftir Þorvald Skúlason. Einnig voru í gjöfinni 25 málverk eftir aðra helztu listamenn þjóðarinnar á síðustu áratugum og nam gjöfin því samtals 140 verkum oger bakbeinið íListasafniHáskóla íslands. Ekki var þó svo að skilja, að þau stæðu eftir með veggina auða. Samtals höfðu þau eignast 220 verk eftir Þorvald og fjölda verka eftir aðra kunna myndlistarmenn. Þar má nefna Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur og flesta núlifandi málara okkar, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Einnig hafa þau eignast verk eftir nokkra þeirra sem teljast af yngstu kynslóð listamanna. Þau Ingibjörg og Sverrir hafa heldur ekki látið þar við sitja að gefa Háskóla íslands stórgjöf. Nýlega gáfu þau Bóksafni Seltjarnar- ness 6 stórar myndir í tilefni 100 ára afmælis safnsins. Það eru verk eftir þá sem skipa Septem-hópinn, þau Kristján Davíðsson, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Valtý Pétursson, Guðmundu Andrésdóttur og Þorvald Skúlason. Allt eru það þjóðkunnir lista- menn. Þar að auki hafa þau Ingibjörg og Sverrir skreytt veggi Heilsu- gæzlustöðvarinnar á Seltjarnarnesi með 19 verkum, sem voru til sýnis á vegum Lista- og menningarsjóðs Seltjarnarness. Ekki þarf að fara mörgum orðum um, hversu mjögþetta breytir þessari stofn- un og má segja, að það sé eins og að koma inn á listasafn að líta þar inn úr dyrum. Þarna eru merkilegar myndir, þar á meðal eru tvær stórar módelstúdíur eftir Kjarval frá því hann var í Akademí- inu íKaupmannahöfn 1915. Og þá kemur að því, sem upphaflega var erindið við þau Ingi- björgu og Sverri, nefnilega höggmyndir. Það hefur að ég hygg ekki verið á almennu vitorði, að þau hjón eiga einnig álitlegt safn högg- mynda. Fyrir utan mynd eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, sem þau gáfu Heilsugæzlustöð Seltjarnarness, eru þessar höggmyndir tilhúsa heima hjá þeim að Sævargörðum 1 á Seltjarnarnesi. Að sjálfsögðu eru þar einnig málverk svo sem hægt er að koma fyrir á veggjum og það er mikil veizla fyrir augað að koma á þetta heimili. Yfir því öllu svífur andi einstakrar góðvildar og þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast ýmsum höfuðsnillingum íslenzkrar myndlistar ogátt þá suma að heimilisvinum. Fyrr á þessu ári sá ég höggmyndasafn Ingibjargar og Sverris og minnist á að fá að eiga við þau orðastað um þennan þátt ílistsöfnun þeirra. Því var vel tekið. En þegar við hittumst heima hjá þeim, barst talið víða eins og gengur, meðal annars að kynnum þeirra við Þorvald, Scheving og fleiri. Mér þótti ekki ástæða til að farga þeim hluta samtalsins, þótt það væri í rauninni utan þess ramma, sem við höfðum lauslega ákveðið. Ljósmyndirnar, sem hér fylgja með frá safni Ingbjargar og Sverris, eru hinsvegar eingöngu af högg- myndunum. GS Rætt við hjónin Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sverri Sigurðsson sem hafa safnað íslenzkum listaverkum í marga áratugi. Þau stofnuðu Listasafn við Háskóla íslands með glæsilegri málverkagjöf, en eiga verulegt safn eftir, þar á meðal athyglisvert safn höggmynda, sem nánar verður hugað að hér. Maður og kona — eftir Hallstein Sigurðsson. Hæð 98 sm. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Srerrir Sigurðsson. Sverrir: „Þegar litið er aftur í tímann er ekki auðvelt að ákvarða nákvæmlega, hvenær áhugi okkar á myndlist byrjaði. Kannski hefur þetta hafist, þegar við Ingibjörg vorum ung og trúlofuð árið 1932 og áttum ekkert á auða veggina. Til að bæta úr því keyptum við þrjár myndir, sem voru á sýningu í Oddfellowhúsinu. Annars er sanni nær, að áhugi minn á myndlist hefj- ist, þegar ég kynnist listamönnum persónu- lega. Einn af þeim fyrstu, sem við kynnt- umst, var Asmundur Sveinsson myndhöggvari.Það var á stríðs- árunum og Ásmundur var þá búinn að byggja húsið sitt við Sigtún, „Kúluna", sem svo hefur verið nefnd". Ingibjörg: „Eg man vel, þegar ég sá fyrst mynd eftir Ásmund; það var hrifning við fyrstu sýn og ætli mér sé ekki óhætt að segja, að minn áhugi á myndlist hafi byrjað þá. Þetta var árið 1930, — ég var þá ung stúlka í Reykjavík og vann á skrifstofu í Geysi. Þá var Penninn til húsa í Ingólfs- hvoli og þar hafði verið stillt út í glugga styttu af konu, sem ég hreifst af og það svo ákaflega, að mig langaði til að eignast hana. Hún var eftir Ásmund Sveinsson. Ég þaut heim til mömmu og spurði hana, hvort hún vildi lána mér það sem uppá vantaði, ef ég ætti ekki fyrir styttunni. Hún tók vel í það. En þegar ég kom aftur í Pennann, var búið að selja myndina. Síðar, þegar við höfðum kynnst Ás-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.