Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 5
Lágmynd af borvaldi Skúlasyni
eftir Pál Guðmundsson.
Allar myndirnar af listaverkunum tók Friðþjófur Helga-
son.
Fjörufuglar — eftir Sigurjón Ólafsson.
Hæðl32sm.
sjónamaður og vildi hlut Islands mikinn."
Sverrir: „Næst kynntumst við þeim Þor-
valdi og Scheving, en Sigurjóni ekki fyrr
en síðar. Þótt þeir væru ólíkir Þorvaldur
og Scheving, báru þeir mikla virðingu hvor
fyrir öðrum og það er ómetanlegt að hafa
átt aðra eins menn að vinurn."
Ingibjörg: „Reyndar kynntumst við Jóni
Þorleifssyni áður. Hann var þá, upp úr
1931, að byggja Blátún við Kaplaskjólsveg
og þangað komum við oft. Jón var líka
eftirminnilegur, kurteis og hlédrægur."
Sverrir: „Það er rétt, en hann gat samt
tekið duglega í lurginn á kollegum sínum,
þegar hann skrifaði gagnrýni í Morgun-
blaðið undir dulnefninu Orri. Þá þótti hann
fremur illskeyttur."
Ingibjörg: „Jón var einn af þeim sem -
alveg lifðu á list sinni. En það var líka oft
þröngt í búi hjá þeim hjónum.
Sverrir: „Ég reyndi eftir mætti að stuðla
að því, að myndir væru keyptar af Jóni,
til dæmis í afmælisgjafir. En það er merki-
legt, hvað margir listamenn voru starfandi
þarna í kreppunni, gerðu ekkert annað og
lifðu einhvernveginn.
Ingibjörg: „Á kreppuárunum var næst-
um enginn grundvöllur fyrir starfandi
listamenn og þaðan af síður var von til
þess að þeir gætu framfleytt fjölskyldu.
Bæði Þorvaldur og Scheving komu hingað
með danskar konur, en uppúr þeirri sam-
búð slitnaði hjá báðum og trúlega af þess-
ari ástæðu. Þorvaldur var tíður og kær-
kominn gestur hér og oft var setið og rætt
um vegi listarinnar framá nótt. Sama var
um Scheving; hann kom oftast í hverri
viku og við vorum í svo merkilegu, huglægu
sambandi, að ég vissi yfirleitt þegar hann
var á leiðinni. Á sama hátt fékk hann
öruggt hugboð, þegar við vorum á leið til
hans. Þótt hann væri mikið einsamall, átti
hann marga góða vini og hafði yndi af því
að hitta fólk og gleðjast með öðrum. Einu
sinni sungum við saman uppúr heilli vasa-
söngbók og kunnum flestöll lögin og mjög
marga texta einnig. Þessu hafði Scheving
gaman af.“
Sverrir: „Við kynntumst Þorvaldi fyrir
Innan
hríngSÍnS - eftir Helga
Gíslason.
Hæð 62 sm.
Trúarbrögðin — eftir Ásmund Sveinsson. Hæð 90 sm.
var að sjálfsögðu ekki steypt vegna þess
að á því væri sérstök nauðsyn. Fyrst og
fremst var það formræn tilraun, sem Ás-
mundi hefur þótt heillandi. Kúlan var
byggð ofan á íbúðina og Ásmundur notaði
hana til þess að vinna að frummyndum í
leir. En hún var alveg óupphituð framanaf,
þartil við settum ofninn í ganginn."
Ingibjörg: „Ásmundur var afskaplega
lifandi maður og frjór í hugsun. Hann
hafði áhuga á öllu sem hrærðist í námunda
við hann og vissulega hefði hann getað
efnast, ef hann hefði viljað selja verk sín
úr landi. En það kom ekki til mála. Einu
sinni kom til hans hópur Ameríkana og
þar á meðal var einn, sem vildi kaupa allt
safnið og flytja það þá utan með sér. Ás-
mundur sagði aðeins: „Ef þið viljið endilega
eyða peningum í list, þá skulið þið bara
byggja listasafn yfir þessi verk hérna."
En á því var víst ekki áhugi og Ásmundur
sagði síðar við okkur: „Af hverju má þessi
litla þjóð ekki eiga neitt?" Hann var hug-
milligöngu Theodórs læknis, sem var bróð-
ir hans. Fyrstu kynni okkar urðu norður
í Steingrímsfirði; þar vorum við Theódór
að veiða í Selá og hann bauð bróður sínum
með í ferðina. En Þorvaldur hafði ekki
minnsta áhuga á veiðiskap og bar varla
við að renna í ána. Við bjuggum þarna í
eyðibýli, sem við nefndum „Bindindishöll-
ina“. Þetta var árið 1947 og kannski ekki
undarlegt, að Þorvaldur hefði hugann við
annað en veiði, því hann stóð þá á merkileg-
um tímamótum, — var að stokka upp spil-
in, ýfirgefa sitt fígúratífa málverk og
byrjaður alvarlega að þreifa fyrir sér í
abstraktinu.
Þarna hófst kunningsskapur og vinátta,
sem stóð þar til Þorvaldur féll frá í fyrra
og ég get alveg tekið undir það, sem Ingi-
björg sagði hér fyrr: Það er mikið tómarúm
eftir þessa menn. Við eignuðumst fyrstu
myndirnar eftir Þorvald 1950, þær voru
tvær og báðar óhlutlægar. Fljótlega urðu
Parið — eftir Guðmund Benediktsson.
hæð 135 sm.
mundi, sagði ég honum þessa sögu. Hann
kvað ekki gott í efni; mótin af þessari
mynd væru víst týnd. Svo var það nokkuð
löngu síðar að mótin komu í leitirnar. Eitt
sinn er við litum inn til Ásmundar og
Ingrid, konu hans, benti Ásmundur á
konumynd á gólfinu og sagði: „Þarna er
hún myndin þín, ég fann mótin." Síðan hef
ég haft hana daglega fyrir augunum:
Hérna er hún.“
Sverrir: „Við heimsóttum þau Ásmund
og Ingrid oft og eins komu þau til okkar.
Það voru einstaklega ánægjuleg kynni.
Ásmundur fékk mjög lítinn stuðning og
vann sjálfur að mestu í því að koma upp
húsinu við Sigtún. Hann vann þá mikið
við verk sín, var erfiðismaður og bar þess
merki. Eitthvað var hann þá farinn að
gera afsteypur og það var einna helzt að
hann seldi eitthvað af þeim, en það var
alltaf í fremur litlum mæli, enda var hann
ófáanlegur til þess að gera nema fáar
afsteypur af hverri mynd.“
Ingibjörg: „Hendurnar á Ásmundi voru
svo bláar af kulda vegna þess að vinnustof-
an hans var alveg óupphituð. Sverrir lét
hann þá hafa stóran ofn í vinnustofuna
og annan ofn í ganginn, svo hiti bærist
upp í kúluna og hitablásara fékk hann
einnig til þess að gera upphitunina virkari.
Ofnarnir standa ennþá á sínum stað.
Það var kunningi okkar, Kristinn Guð-
jónsson í Stálumbúðum, sem varð til þess
að við hittum Ásmund. Það er verulegt
tómarúm, þegar þeir eru horfnir af sjónar-
sviðinu þessir menn, sem við þekktum svo
vel, Ásmundur og ekki sízt Þorvaldur."
Sverrir: „Fyrsta myndin, sem við eign-
uðumst eftir Ásmund, var líklega afsteypa
af Bakkusi, síðan konan með strokkinn og
konumynd, sem heitir „í fjötrum". Árið
1941 fór Ásmundur að byggja kúluna við
Sigtún. Þeir unnu saman að þeirri bygg-
ingu, Ásmundur og Hallsteinn bróðir hans;
báðir völundar í höndunum. Þeir bjuggu
sjálfir til steypumótin fyrir kúluna og mér
skilst að vinnubrögðin hafi eiginlega verið
á móti öllum lögmálum í arkitektúr á þeim
tíma. En það heppnaðist ágætlega. Kúlan
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 5