Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Qupperneq 9
Alfreð Flóki. Púkinn, sem eitt sinn var fylgisveinn heilags Nikulásar, virðist vera ættfaðir margra furðuvera, sem tengdar eru jólahaldi víða um Evrópu. Þar á meðal eru. jólahafurinn í Skandinavíu og að öllum líkindum einnig jólakötturinn hér á landi. vera af sama stofni. En þegar að því kemur, að útskýra hvers vegna jólageit, sem reyndar á að vera geithafur, verður að jólaketti hér á landi, gleymir Árni þessum uppruna og býr til kenningu í dæmigerðum skynsemistrúarstíl, um að geitaskortur og viðsjálir urðarkettir hafi valdið þessari nafnabreytingu. Þetta er afar langsótt kenning og alveg úr lausu lofti gripin. Miklu nærtækara er að leita skýringa annars staðar frá, t.d. með því að rekja feril jólahafursins, og sjá hvað þá kemur í ljós. Heilagur Nikulás Ogpúkinn Við skulum því sem snöggvast láta okkur hverfa einar 6-7 aldir aftur í tímann, en um það leyti var mikill átrúnaður á heilög- um Nikulási, meðai kristinna þjóða. En heilagur Nikulás var, eins og flestum mun kunnugt um, verndari allra barna. Því var það, að á degi heilags Nikulásar, sem er 6. desember, var oft einhver látinn klæðast gervi dýrlingsins, ganga um og útbýta gjöfum meðal barna, líkt og jólasveinar eru látnir gera í dag. En það sem athyglisverðast er í þessu sambandi er það, að á þessum ferðum hafði hann iðulega í fylgd með sér hlekkjaða veru í púkagervi. Púki þessi, sem gjarnan var klæddur í svarta sauðagæru, fór á kostum í kringum dýrlinginn og skemmti áhorfendum með hrekkjum og skringileg- um uppátækjum. Nikulás hafði að sjálfsögðu fullt taum- hald á þessum hlekkjaða fanga sínum, þótt óstýrilátur væri, og þannig voru þeir félag- arnir, Nikulás og púkinn hans, í raun lif- andi tákn um vald hins góða yfir hinu illa. PÚKINN KLOFNAR Það er þessi púki, fylgisveinn heilags Nikulásar sem er reyndar ættfaðir margra furðuvera sem tengdar eru jólhaldi víða um Evrópu, og of langt mál væri að telja upp hér, en á meðal þeirra er jólahafurinn í Skandinavíu, og að mínu áliti einnig jóla- kötturinn hér á landi. Hvernig púkinn hefur klofnað í mismun- andi afleiddar myndir á vafalaust rætur sínar að rekja til þess ruglings sem skapað- ist í sambandi við jólasiði á 16. öd, þegar mótmælendur gerðu gangskör að því að kveða niður dýrlingatr' fundu mótmælendur m.a. upp á því, að láta Jesúbarnið taka við því hlutverki heilags Nikulásar, að færa börnum gjafir (þ.e.a.s. gjafir til barnanna eru látnar tengjast fæðingu Jesú), og í þeim félagsskap var púkanum að sjálfsögðu algerlega ofaukið. En vinsældir þeirra Nikulásar meðal almennings voru slíkar, að ógerlegt reynd- ist að reyna að útrýma þeim með tilskipun- um. I stað þess að láta þá hverfa í algjöra gleymsku, var þeim einfaldega blandað saman við aðra jólasiði sem fyrir voru á hverjum stað, og þá stundum fengin alveg ný hlutverk. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð mun hlutverk Nikulásar að nokkru leyti hafa flust yfir á Lúcíu, sennilega að þýskum innflytjendum á 17. eða 18. öld, en Lúcía hafði áður þótt vera hið versta forað, og gæti þess vegna vel verið eitthvað skyld henni Grýlu okkar, eins og Árna virðist raunar líka hafa dottið í hug. týndiHlekkurinn— D JÖFLAKÖTTURINN Púkinn hans Nikulásar er a.m.k. til í tveimur afleiddum myndum á Norðurlönd- um. Sú þekktari er jólahafurinn, og al- kunna er að klaufir hans og horn hafa löngum verið talin einkenni púka og djöfla. En það er hin afleidda myndin sem er mikilvægari í því sem er hér til umræðu. Það kemur nefnilega í ljós að púkinn hefur líka verið til í kattarlíki víðar en á íslandi, og þá fara nú tengslin við jólaköttinn nokkuð að skýrast. Á meginlandi Evrópu var það gömul trú, að Djöfullinn og púkar hans birtust gjarn- an í kattarlíki, og í Hollandi er einmitt eitt af mörgum nöfnum Djöfulsins „Dui- vekater“ sem þýðir nánast Djöflaköttur, eða köttur djöfulsins, og tvímælalaust hefur það einnig verið eitt af uppnefnum púkans sem fylgdi heilögum Nikulási. Eins og áður sagði varð mikil uppstokk- un og blöndun á jólasiðum eftir siðaskiptin, og upp frá því hafa þeir Nikulás skotiö upp kollinum í ýmsum myndum. í Hoilandi og Þýskalandi tóku menn t.d. upp á því, að baka sérstakt brauð sem nefnt var „Duivekater" og borðað var fyrir jólin. Þannig verður púkinn þarna að tákn- rænu brauði. Þetta brauð barst síðan með innflytjend- um til Svíþjóðar, og er þar sama brauðið og heilög Lúcía er látin bjóða uppá á Lúcíu- daginn 13. desember. Enda nefnist þetta brauð þar í landi „Dövelskatt", eða „Lusse- katt“, eins og nú er algengast. Þetta samhengi milli brauðsins og púk- ans verður reyndar alveg rökrétt, ef maður minnist þess að hlutverki Nikulásar hafði að nokkru leyti verið velt yfir á Lúcíu, ins og áður sagði. Púkinn og Nikulás fylgjast )ar enn að, þó að í breyttri mynd sé. Ég tel að þarna sé einmitt kominn týndi hlekkurinn sem vantaði til þess að tengja jólaköttinn okkar við uppruna sinn, því að )að virðist varla nokkur vafi geta leikið á )ví, að hinn evrópski „Djöflaköttur" og hinn íslenski Jólaköttur séu í raun sama skepnan sem báðir eiga ættir sínar að rekja til sama forföður; þ.e. óþæga púkans hans Nikulásar. Og þar með verð ég líka að mótmæla annarri fullyrðingu í bók Árna Björnsson- ar: „í jólaskapi", en þar segir hann (bls. 149), að ótal afbrigði séu þekkt af þeim félögum (Nikulási og púkanum) víðs vegar um Evrópu — nema hér á fslandi. Ég vil hins vegar halda því fram, að nú sé búið að finna afbrigði púkans hér á landi, og að það sé jólakötturinn okkar. Jólakötturinn og jólahafurinn eru aöeins tvö afbrigði ótal margra af sama stofni, en nafngiftin'bendir kannski frekar til æss að jólakötturinn hafi borist til fslands frá Hollandi eða Þýskalandi, en í gegnum Noreg eða Svíþjóð. Þetta væri gaman að athuga nánar. í bók Árna Björnssonar segir að munn- mæli um jólaköttinn hafi komist inn í þjóð- sögur fyrir rúmum hundrað árum. Ég tel líklegt, að jólakötturinn sé þó mun eldri í íslenskri þjóðtrú, þó að ekki hafi varðveist um hann ritaðar heimildir. Mig langar til )ess að reyna að leiða að því nokkur rök og legg fram eftirfarandi tilgátu um það hvernig hann hefur getað borist hingað til landsins í öndverðu. PúkinnOg Sæmundur Fróði Heilagur Nikulás var í miklum metum hér á íslandi fyrr á öldum, ekki síður en á meginlandi Evrópu. Til marks um vin- sældir hans hér má geta þess, að rúmlega 40 kirkjur voru helgaðar honum. Hina fyrstu þeirra er Sæmundur hinn fróði talinn hafa stofnað. Um það bil er Sæ- mundur var við nám í Svartaskóla er Nikulásardýrkun í hámarki þar um slóðir. Þar hlýtur Sæmundur óhjákvæmilega að hafa kynnst þeim skemmtilega sið, að láta heilagan Nikulás leiða púka sér við hlið. Víst er að Sæmundur hefur haft miklar mætur á heilögum Nikulási, og hefur e.t.v. hrifist af hinni táknrænu merkingu hins hlekkjaða púka, sem sýnir auðvitað að hinn góði dýrlingur hefur fullt traumhald á útsendurum hins illa. Ég tel að það sé ýmislegt sem bendi til þess að Sæmundur fróði sé einmitt sá sem flutt hafi fylgisvein Nikulásar með sér til fslands á selnum forðum. Allar sögurnar um baráttu hans við Kölska og púka hans, geta að einhverju leyti átt rót sína að rekja til þess, að Sæmundur hafi viljað innleiða þennan sið á íslandi og því verið fyrstur manna hér til að klæðast gervi Nikulásar. Þá hefur hann auðvitað haft einhvern hrekkjóttan púka sér við hlið, sem hann gat tugtað til. Er ekki að efa, að slíkt til- tæki hefði vakið mikla athygli hér uppi á íslandi og verið lengi í minnum haft og getað orðið kveikja að mörgum góðum sögum, ekki síst ef almenningur hefur meira eða minna misskilið boðskapinn. Það er að minnsta kosti mjög skemmti- leg tilhugsun, að hugsa sér Sæmund fróða leika hinn fyrsta íslenska jólasvein í gervi heilags Nikulásar, með púkann í bandi sér við hlið. Hugsanlega hefur þessi siður fallið niður eða blandast öðrum jólasiðum við siða- skiptin hér á landi, svipað og gerðist með öðrum þjóðum, en sögurnar um Sæmund og púkann hins vegar varðveist meðal almennings. En það gæti líka verið að siðurinn hefði borist hingað að nýju síðar, t.d. með þýskum eða hollenskum kaup- mönnum. Jólasiðir eiga sér margir mjög flókna sögu sem erfitt er að henda reiður á, vegna þess hvernig þeir vilja tengjast innbyrðis á hina ýmsu vegu. Niðurstaða þessa máls hlýtur í stuttu máli að vera sú, að jólahafurinn norski og jólakötturinn okkar séu báðir afsprengi púkans sem fylgdi Nikulási forðum og var tákn hinna illu afla í heiminum. Slík tákn getur verið erfitt að kveða niður, jafnvel þó að uppruninn sé löngu gleymdur. Enda er það líka alveg ástæðulaust; og hvort sem jólakötturinn hefur borist til landsins með Sæmundi fróða eða einhverjim öðrum vona ég að hann muni lifa áfram í vitund þjóðar- innar lengi enn. Heimildir: „Arets fester“, eftir Albert Eskeröd. 1970. „í jólaskapi“, eftir Árna Björnsson. Reykja- vík 1983. Höfundur er fornleifafræöingur og deildarstjóri forn- leifadeildar Þjóðminjasafns íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.