Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 10
Mynd/Valgarður Gunnarsson Smásaga eftir Ólaf St. Pálsson Um þessar mundir hafði ég ekkert pláss og fannst reyndar ágætt að taka mér ofurlitla hvíld frá siglingunum, enda var fjárhagurinn sæmilegur. Ég leigði herbergi hjá gyðingafjölskyldu í sautjánda stræti í Brooklyn en eyddi oft hluta úr degi í sjómannaheimilinu í Sullivanstræti. Þar söfnuðust Norðurlandasjómenn saman og hitti ég þar því oft fyrir gamla skipsfélaga og vini, jafnt íslenska sem erlenda. Meðfram var ég þarna að leita mér að stýrimannsplássi á einhverju Norðurlandaskipi. Einn daginn sat ég í setustofunni og las skandinavísk blöð þegar ég varð allt í einu var við að maður stóð fyrir aftan mig og las forsíðugrein Dagens Nyheter yfir öxl mína. Greinin fjallaði um endalok skemmti- ferðaskipsins Prederik VIII., sem hafði sokkið eftir árekstur á Eyrarsundi. Ég sneri mér við og leit framan í manninn. Hann var á miðjum aldri, hárið var grá- spengt. Við horfðumst í augu og ég fann undir eins fyrir gamalli óþægindatilfinningu. Hrollur fór um mig og það var eins og mér kólnaði skyndilega. Ég þekkti þetta augnaráð. Hins vegar kom ég eiganda þess ekki strax fyrir mig. En svo rifjaðist það upp fyrir mér. Nokkur stund leið án þess að komið væri til dyra, svo ég bankaði á ný á káetudyrnar. Hark heyrðist inni í klefanum og enn leið drjúg stund uns rifa opnaðist á dyrnar og varpaði mjórri ljósrák þvert yfir gólfið á rökkvuðum ganginum. Svo hvarf ljósrákin snögglega, er skuggi manns byrgði ljósið innan úr klefanum. m „Góða kvöldið, herra skipstjóri, — ég er Eiríkur Níelsson, fyrsti stýrimaður." Dyrnar opnuðust upp á gátt og hann stóð í dyrunum og horfði beint framan í mig. Mér fannst eins og mér kólnaði skyndilega. Það var eitthvað við augnaráð hans, sem vakti einkennilegan ugg eða jafnvel hreinlega ótta innst inni. Þó var það hvorki hvasst né kalt, heldur miklu frekar hlutlaust. En augun voru einkennilega sljó. Ég var þó viss um að það var ekki fyrir tilverkan lyfja eða áfengis. „Það er allt að verða klárt, herra skipstjóri. Við erum búnir að kola og það verður búið að ná upp dampi eftir hálftíma. Þá verðum við ferðbúnir." „Gott,“ sagði nýi skipstjórinn, við skulum ræða málin uppi í brú eftir tíu mínútur." Rödd hans var fremur dimm og karlmannleg, rödd manns sem vanur var að stjórna og gefa skipanir, — dæmigerð skipstjórarödd. Um leið og hann ávarpaði mig brosti hann kurteislega, eins og menn gera er þeir vilja koma á góðu samstarfi frá upphafi. Brosið var kumpánlegt, næstum því vingjarnlegt, en náði þó engan veginn að útmá áhrifin sem hið undarlega augnatillit hafði á mig. Við litum báðir fram eftir ganginum, er þaðan barst skarkali og hlátur. í rökkrinu sáum við þrjá menn koma niður úr þröngu svörtu stigagatinu. Síðustu áhafnar- meðlimirnir voru að koma um borð eftir knæpuráp kvöldsins. Skipstjórinn fór svo inn í klefann og lokaði dyrunum, en ég gekk út ganginn. Um leið og ég smeygði mér meðfram viðarþilinu framhjá mönnum, sem fylltu út í þröngan ganginn, kastaði ég á þá kveðju. Það leyndi sér ekki að þeir voru talsvert ölvaðir. Þeir notuöu tækifæriö þótt viðdvölin væri stutt og þetta aukahöfn. Ég láði þeim það ekki. Ef öðruvísi hefði staðið á, hefði ég eflaust gert það sama. Kaupmannahöfn var með fjörugri höfnum til að létta sér upp. Ég hefði án efa farið með hinum yfirmönnum skipsins á einn eða fleiri næturklúbba í borginni þetta kvöld, — Lorry, Tip Top eða Phönix, við eðlilegar aðstæður. Við fórum oftast saman á slíka staði. Undirmennirnir létu sér hins vegar yfirleitt nægja ódýrari staðina kringum höfnina, að minnsta kosti þegar ekki var höfð lengri viðdvöl. En ég hafði ekki átt þess kost að fara neitt að þessu sinni og reyndar var mér sama um það. Ég bar ábyrgð á skipinu og hafði séð um stjórn þess eftir að Egenes skipstjóri slasaðist um hálfs annars dags siglingu frá Kaupmannahöfn. Honum hafði nú verið komið á sjúkra- hús. Hann hafði hlotið talsverð meiðsL enda var hátt fall af háþilfarni niður í drukknu hólf. Ég hafði svo séð ajveg um stjórnina þann sólarhring, sem beðið var eftir skipstjóra til að taka við. Reyndar hefði ég, samkvæmt almennri venju við slíkar aðstæður, átt að taka alveg við skipinu. En félagið afréð að setja heldur annan skipstjóra yfir það. Sennilega var það gert vegna þess að ég hafði nýlega verið hækkaður upp í fyrsta, og svo var ég íslendingur og hafði ekki verið í þjónustu félags- ins nema ellefu mánuði. Auk þess hafði stórt félag eins og Sameinaða gufuskipafélagið ávallt nóg af mönnum til að setja í svona stöður. Skipið lá enda ekki lengi skipstjóralaust. Ég held að ég hafi verið feginn öðrum þræði, að vera ekki settur yfir skipið. Það var illa lestað. Við höfðum lestað timbur í Happaranda í Austursjó og það var með mjög háan þilfarsbúlka, sem festur var með keðjum og vírum. í þannig ástandi var Amazone ekkert lamb að leika við ef það fékk á sig eitthvert veður að ráði. Það voru mikil viðbrigði að koma út á brúarvænginn innan úr hlýjunni í stýrishúsinu. Þótt ég reyndi að halda fast við hurðina þegar ég lokaði henni, skellti vindhviða henni aftur af miklu afli, þannig að regndrop- arnir utan á rúðunni þeyttust beint í andlitið á mér. Ég helt í einkennishúfuna á höfðinu með annarri hendi en um ískalt, blautt tréhandriðið með hinni, og staulaðist niður stigann, niður á þilfar eins hratt og mér var unnt. Ég flýtti mér aftur eftir því. Regnúðinn gegnvætti jakkann að aftan í einni svipan og öðru hvoru löðrung- aði skvetta af sælöðri mig, þótt ég reyndi að grafa andlitið niður í kragann. Á miðri leið rakst ég næstum á Olson, fyrsta vélstjóra. Þótt andlit hans væri nær algjörlega hulið af úlpuhettunni, var hann auðþekktur af breiðum öxlum og silfurbúinni lokpípunni, sem stóð út úr hettunni. Honum tókst undravel að fóta sig á hálu þilfarinu og kom arkandi móti vindi með báðar hendur djúpt í vösunum. „Olson," kallaði ég, og hann stað- næmdist undir eins og sneri sér í hálfhring til að sjá hvaðan kallið kom. Annað augað skimaði út um lítið opið á hettunni og hann minnti mig á leitandi sjónpípu kafbáts. „Hvernig stendur regúlatorinn sig?“ ösicraði ég til að reyna að yfirgnæfa ærandi hávaðann frá yfir- breiðslunni á lífbátnum, sem næstur okkur var. Hún hafði losnað upp öðrum megin og slóst til í vindrokun- um. „Hann er lélegur, en endist vonandi uns við kom- umst í höfn, fyrst búið er að draga úr ferðinni." Hann hrópaði svarið út á milli samanbitinna tannanna, sem héldu pípunni í skorðum. „Gott,“ svaraði ég, — „látið þér vita ef eitthvað breytist." Þetta var í sjálfu sér óþörf áminning. Svar hans hvarf í vindgnýinn, suðandi dyninn frá öldunum, sem stafn skipsins skar í sundur og höggin frá yfirbreiðslu lífbátsins. Olson dró aðra höndina upp úr vasanum og veif aði henni kæruleysislega til kveðju. Svo stakk hann henni niður aftur og hélt áfram ferð sinni fram á, reikandi eins og drukkinn maður á vaggandi þilfarinu. Ég hljóp af stað og komst að dyrunum milli vindhviða og beið meðan sú næsta gekk yfir. Þá reif ég upp hurðina og tróð mér inn. Hún skall aftur og þeytti mér inn á vel upplýstan, viðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.