Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 14
Leifur gerði vinnuteikningu af glugganum í fullrí stærö og sýndi vinnuteikninguna í flugskýli á KefJavíkurflugvelli, því ekki var það annarstaðar hægt sökum stærðarinnar. Hér er
forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, á sýningunni ásamt fleiri sýningargestum.
Leifur var valinn úr þessu einvalaliði og
var hann kvaddur á fund dómnefndar til
að gera grein fyrir tillögum sínum. Áður
en til þess fundar kom fann Leifur sér tíma
til að grannskoða kirkjuna og gluggann.
Við það kviknaði hugmynd sú sem hann
lagði síðan fyrir dómnefndarmenn. Þessi
hugmynd var samþykkt og við nánari út-
færslu fæddust frumdrögin að hinum nýja
glugga. Leifur telur það hafa verið mikið
lán að hann skyldi athuga staðhætti í St.
Giles áður en hann hélt til fundar við dóm-
nefndina, þvi þannig urðu tillögur hans
sjálfstæðar og lausar við áhrif dómnefnd-
armanna.
í anda burns
Um mitt sumar 1982 var endanleg tillaga
Leifs samþykkt, en hann hafði unnið að
fullmótun hennar frá því um vorið. I end-
anlegri gerð hennar er glugga St. Giles
skipt í þrennt. Hver hinna þriggja hluta
vísar til helstu hugsjóna Roberts Burns,
sem fram koma í ljóðum hans og móta
inntakið í öllum skáldskap hans.
Neðsti hlutinn skiptist í fimm parta og
er hann helgaður gróandanum og móður
náttúru. Þar má sjá ýmsar verur yrkja
jörðina og fyrir miðju stendur skáldið
sjálft og við fætur hans má kenna eigin-
handaráritun hans. Grænn litur gróðurs-
ins er áberandi í þessum hluta verksins.
í miðhluta gluggans, sem einnig er settur
saman úr fimm pörtum, er vísað til
bræðralagshugsjónar skáldsins, en fjöl-
mörg kvæða hans eru lofgjörð til sátta og
samlyndis manna í millum. Hér safnast
saman mannverur kringum einhvers konar
skilningstré.
Efsta hluta gluggans er ætlað að lýsa
tign ástarinnar og er hún í formi sólarljóss
sem geislar til allra átta. Einnig má sjá út
úr forminu blóm, sem springur út og
undirstrikar það hinar þekktu ljóðlínur
„My love is lika a red, red rose".
A meðan Leifur vann að teikningu
gluggans sökkti hann sér niður í skáldskap
Burns. Eins leitaði hann upplýsinga um
skáldið hjá þekktustu fræðimönnum. Það
má því með sanni sagja að hugmyndir og
hugsjónir Burns kristallist í glugga Leifs,
þótt engan veginn sé hann bókmenntaleg
eftiröpun á ljóðum skáldsins.
Leifur við vinnusína á verkstæðinu íÞýzkalandi, þarsem hann málaði ágleríð.
Glugginn Vígður
Eftir að teikning Leifs hafði verið sam-
þykkt hófst hann handa um stækkun
hennar, en það er vandasamt og tímafrekt
verk. Upphaflega hafði verið ráðgert að
vinnsla gluggans færi fram í Norwich á
Englandi. En þegar til kom þótti tilboð
Englendinga of hátt og var því leitað út
fyrir Bretlandseyjar að hentugri tilboðum.
Þetta seinkaði gerð gluggans um heilt ár,
en að lokum var vestur-þýsku fyrirtæki,
W. Derix í Rottweil, fengið verkefnið og
hélt Leifur þangað til að velja glerið i
gluggann og sjá um málun þess.
Aður en vinnsla hófst hélt Leifur sýn-
ingu á lokateikningu gluggans í flugskýli
á Reykjavíkurflugvelli. Enginn sýningar-
salur í borginni gat hýst þetta tilþrifa-
mikla verk, enda er ekki að efa að margir
af þeim sem viðstaddir voru höfðu aldrei
séð svo stórt listaverk. Síðan liðu tvö ár
þar til glugginn var vígður. Húsfyllir var
í þessu tignarlegasta guðshúsi Skotlands
og komust færri að en vildu. Svæðið kring-
um kirkjuna var girt af og umferð var
stöðvuð um götur sem lágu að henni. Tók
athöfnin lungann úr sunnudeginum 30.
júní. Leifur var viðstaddur ásamt fjöl-
skyldu sinni, sem og sendiherra Breta á
íslandi og sendiherra íslendinga í London.
Og nú blasir hinn steindi gluggi Leifs,
tígulegur og margslunginn, við öllum þeim
sem rata The Royal Mile, hina þekktu götu
upp af Edinborgarkastala. Hann er þegar
tekinn til við að lokka ferðamenn til sín
og sjálfir flykkjast borgarbúar Edinborgar
til kirkjunnar til að sjá hið nýja stolt
höfuðstaðarins. Eins og öll sönn listaverk
hefur gluggi Leifs vakið mikið umtal og
jafnvel hafa sprottið upp deilur út af
honum. Eitt er þó víst að mikill meirihluti
þeirra sem berja hann augum ljúka lofsorði
á þetta mikla afreksverk. Og jafnvel þótt
sumum Skotum finnist sem verkefnið hefði
mátt falla innlendum listamanni í skaut
telja þeir Leif hafa verið vel að sigrinum
kominn. Það er alltént bót í máli, segja
þeir, að glugginn skyldi lenda hjá manni,
sem hlotið hefur listmenntun sína í Edin-
borg.
Halldór Björn Runólfsson er listfræöingur og mynd-
listarmaður. Hann ritar að staðaldri myndlistargagn-
rýni I Þjóðviljann.
14