Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 16
Hér átti að gera kvikmynd og eftir stendur geimfar sem brotlenti.
Hraunskoðun
Þegar gengið er á nýja hrauninu, er engu
líkara en komið sé inn í nýjan heim, sem
náttúruöflin hafa mótað á sérstæðan hátt.
Hraunið tekur á sig hinar undarlegustu
myndir. Það er tilkomumikið að ganga
innan um þessi nýju listaverk náttúru-
aflanna sem blasa hvarvetna við. Gufu og
reyk leggur víða upp frá hrauninu þannig
að umhverfið virkar framandi og „myst-
ískt“. Það er þvi engin tilviljun, að erlendir
kvikmyndafrömuðir gerðu tilraun til að
nota umhverfi hraunsins sem vettvang
ókunnugrar plánetu. Kvikmyndafyrirtæk-
ið 20th Century Fox ætlaði að vinna að
gerð stórmyndar hérlendis. í myndinni átti
geimfar að brotlenda á hrauninu, en til
þess að hægt væri að kvikmynda það at-
riði, var dreift um hraunið vélarhlutum
og braki úr flugvél. Margra mánaða vinna
var lögð í undirbúning og leikæfingar fyrir
kvikmyndatökurnar. Ekkert var til sparað,
en þegar til kom var hætt við tökur á
myndinni hérlendis. Það þótti alltof kostn-
aðarsamt að gera stórmynd hér úti á hjara
veraldar. Hollywood-liðið pakkaði því
saman og hélt vestur um haf. Eftir varð
járnarusl félagsins á víð og dreif um hraun-
ið, „eða brotlent geimfar, sem aldrei var
kvikmyndað".
Sjávarkrafturinn
Þegar gengið er eftir hrauninu í átt til
sjávar heyrist í kraftmiklum sjávaröldun-
um. Náttúruöflin láta ekki að sér hæða.
Ægir konungur ryðst með miklum krafti
upp að Eyjunum, lemur þær og sverfur.
Það er athyglisvert að sjá hvernig sjórinn
hefur á stuttum tíma mótað nýja fjöru við
hraunjaðarinn, sorfið hraunið, mulið og
gert úr því sívala og efnisþétta fjörusteina
í öllum stærðum.
Á þessum slóðum strandaði belgískur
togari fyrir nokkrum árum í miklum veður-
ofsa. Þar urðu fjölmargir Eyjamanna vitni
að því hversu lítils maðurinn megnar
andspænis náttúruöflunum. Þar horfðu
menn máttvana á fólk farast í öldurótinu,
og togarann liðast í sundur við hraun-
hamarinn, stuttan spöl frá landi.
Þeim sem búa á stað sem þessum lærist
fljótt að lífið mótast af duttlungum nátt-
úruaflanna. Öll lífsbjörgin er sótt í hafið
sem oft er miskunnarlaust, en um leið
heillandi á sinn sérstæða hátt
Menningarstraumar
Eyjamenn virðast flestir vera stoltir af
búsetu sinni í Eyjum og ef til vill dálítið
montnir af sérstöðu sinni. Náttúrufegurð
Eyjanna er mikil, sem gerir staðinn aðlað-
andi til búsetu. Sérstaklega dafna börnin
vel í Eyjum þar sem þau alast upp á frjáls-
an hátt í faðmi náttúrunnar.
Lífið í Vestmannaeyjum snýst að sjálf-
sögðu mest um sjávarútveg og vinnu sem
að honum snýr. Vinnudagurinn er langur,
og frístundir þess vegna ekki margar, en
þrátt fyrir það gefa fjölmargir Eyjamenn
sér tíma til að sinna hinum ýmsu áhuga-
efnum. Enda þrífast þar ýmsir menningar-
þættir nokkuð vel. Má þar nefna tónlistar-
skóla og söngstarfsemi tengda honum,
Leikfélag Vestmannaeyja, íþróttafélögin,
myndlistarnámskeið og myndlistarsýning-
ar sem eru nokkuð tíðar í Eyjum. I Vest-
mannaeyjum er starfandi framhaldsskóli,
sem útskrifar stúdenta, einnig er á staðn-
um Stýrimannaskóli.
Bóka- og byggðasafnið er rekið þar með
sóma, og í Náttúrugripasafninu er athygl-
isvert fiskasafn með lifandi sjávarfiskum.
Bóka- og byggðasafn Vestmannaeyja er
í nýju og rúmgóðu húsi, Safnahúsinu, efst
á Stakkagerðistúninu, við hliðina á Ráð-
húsinu í Eyjum. Safnahúsið er stór og
mikil bygging, sem manni finnt ekki passa
alveg við hliðina á Ráðhúsinu, sem er
gamalt og reisulegt, og vafalaust eitt glæsi-
legasta húsið á staðnum. Það hefði komið
betur út að reisa Safnahúsið á öðrum stað.
Það er alltaf vandasamt að stilla saman
gömlum og nýjum húsum svo vel fari.
Bókasafn Og Byggðasafn
Bókasafn Vestmannaeyja er menningar-
prýði á staðnum. Eyjamenn kunna vel að
meta þá rúmgóðu aðstöðu sem safnið hefur
og nýta sér það óspart. Ekki hefur alltaf
verið búið svo vel að safninu því lengst af
voru mikil húsnæðisþrengsli. Það var í
rauninni eftir 30 ára stanslausa baráttu
þeirra Haralds Guðnasonar bókavarðar og
Þorsteins Víglundssonar, fyrir betri að-
stöðu, að safnið komst loks í núverandi
húsnæði 2. des. 1977. Þess má geta að
Haraldur Guðnason tók við bókavarðar-
starfinu seint á árinu 1949. Þá var bókar-
eign safnsins 3 þúsund bindi, en þegar
Haraldur hætti störfum árið 1978 var
bókaeign safnsins um 30 þúsund bindi.
Haraldur Guðnason var bókavörður í um
30 ár eða lengur en nokkur annar.
Byggðasafn Vestmannaeyja er á efri hæð
Safnahússins. Þar er m.a. Listasafn Vest-
mannaeyja til húsa, sem sýnir ýmis lista-
verk í eigu Vestmannaeyjabæjar, t.d. fjölda
málverka eftir Jóhannes S. Kjarval. Ragn-
ar óskarsson safnvörður segir í grein um
byggðasafnið m.a.: „Byggðasöfnin hafa
þann tilgang að veita haldgóða sögulega
fræðslu og skapa aukinn skilning til að
hyggja að liðinni tíð, skilja lífsbaráttu
þjóðarinnar og sögu.“ Það er ekki undarlegt
að stærsti hluti byggðasafnsins í Eyjum
geymi muni frá sjávarútvegi, því nánast
allt athafnalíf í Vestmannaeyjum tengist
þessum atvinnuvegi.
Tyrkjabyssan er þó sá safngripur sem
vekur mesta forvitni gesta.
Ragnar segir eftirfarandi um byssuna:
„Tyrkjabyssan vekur ætíð athygli safn-
gesta, en hún kom til Vestmannaeyja með
ræningjum frá Alsír er tóku land á Heima-
ey árið 1627, rændu og rupluðu, drápu suma
íbúana en tóku aðra herskildi og seldu í
þrældóm til Afríku. Eftir skildu ræningj-
arnir sviðið land og óttaslegið fólk með
sárar minningar. Eftir Tyrkjaránið var
reist öflugt virki til varnar sjóræningjum.
Það virki varð seinna miðstöð dönsku ein-
okunarkaupmannanna um tveggja alda
skeið."
EYJAFJÖR
Haraldur Guðnason skrifaði sögu bóka-
safns Vestmannaeyja. í bók hans er eftir-
farandi frásögn af menningarlífi Eyja-
mannafyrir aldamót:
„Það lætur að líkum að menningarlíf
hafi verið fremur fátæklegt í þessari eyja-
byggð, em var svo einangruð frá samskipt-
um við annað fólk, að samgöngur tepptust
stundum svo mánuðum skipti. Var þá
kannski oftar en góðu hófi gegndi gripið
til þeirra gullnu veiga „sem lífga sálaryl",
ef eitthvað draup úr lekabyttu danska
kaupmannsins." f bókinni kemur fram að
danski sýslumaðurinn Kohl hafi stofnað
Herfylkingu Vestmannaeyja, og látið síðan
reisa þinghús hið fyrsta í Eyjum. Var
fangageymsla í öðrum enda þess. í þessu
húsi voru geymdar nokkrar bækur sem
talið er að hafi verið fyrsti vísir að bóka-
safni í Vestmannaeyjum. Haraldur segir:
„Þótt lífið væri harla tilbreytingarlítið um
þessar mundir, er þó talið að fjör og glað-
sinni hafi verið vonum meiri. Menn
skemmtu sér við heimboð, spil og tafl,
lundaveislu, fýlaveislur, að ógleymdum
brúðkaupsveislunum sem voru mikill við-
burður fyrir þá sem voru svo heppnir að
vera meðal hinna útvöldu. Þá má nefna
álfabrennur um þrettándann og sjónleiki.
Leiklistarstarfsemi hófst í Eyjum 1860, að
frumkvæði séra Brynjólfs. Var þá fiskihúsi
Brydes kaupmanns breytt í leikhús.
Það hefur gengið á ýmsu í mannlífinu í
Eyjum í þá daga, og allt fram á þennan
dag. Eyjamenn eru tryggir sínum gömlu
siðum. Alfabrennur eru ennþá tendraðar
á þrettándanum. Auðvitað stunda menn
enn heimboð, spil og tafl, þó svo að mynd-
bandavæðingin hafi dregið töluvert úr
slíku.
Nú eru í Eyjum tveir skemmtistaðir,
Skansinn og Hallarlundur, sem berjast um
Þorskhausarnir gapa til himins og að baki gnæfir Helgafellið.
16