Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 22
Það rerður rómantík og fjör íÞjóðleikhúsinu á annan dag jóla, þegar frumsýnt rerður Villibunangið eftir Tsékor. Hér sjást Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Tboroddsen og
Rúrik Haraldsson í hlutrerkum sínum.
Jólaleikrit
Þjóðleikhússins að þessu
sinni verður Villihunang
eftir Anton Tsékov, einn
af risunum í rússneskri
bókmenntasögu.
Eftirfarandi samantekt er
í tilefni þess.
Eftir
dr. ÖRN ÓLAFSSON
jóðleikhúsið tekur nú til sýningar þetta
leikrit Tsékovs, en það hefur lengi legið
óþekkt, á meðan önnur verk Tsékovs urðu
heimsfræg: Máfurinn, Vanja frændi, Kirsu-
berjagarðurinn og Þrjár systur. Villihunang
hefur raunar sömu megineinkenni og hin
leikritin. Öll gerast þau á sveitasetri.
Persónur eru jafnan af ýmsum tignargráð-
um, einskonar tröppugangur í samfélaginu.
í Villihunangi er æðst ung ekkja hershöfð-
ingja, en síðan koma meðal annars ofursti,
ótiginn auðmaður (átakanlega andlaus og
feiminn), og svo áfram, læknir, braskari,
niður um skólastjórann, í hestaþjóf og úti-
gangsmann, sem er algerlega ofurseldur
ástinni — eins og fleiri. Hér eins og oftar
er glæsibragur sveitasetursins á fallanda
fæti, þótt enn sé það miðpunktur sam-
kvæmislífsins, og karlmennirnir snúist um
ungu ekkjuna, eiganda þess. En hún er
stórskuldug, eiginlega gjaldþrota, allt er
þetta líkt og leikkonan í Máfinum. Einn
vonbiðill hennar er stórríkur, og gæti
bjargað öllu við. Hann ætlar aldrei að geta
stunið upp bónorðinu, og auðvitað vill hún
þá annan. Það er reglan hjá Tsékov, eins
og í kvæði Heinrich Heine: „Strákur elskar
stelpu, hún elskar annan mann, og hann
vill ekki hana“ o.s.frv. Af þessu leiðir kyrr-
stöðu, og frústrasjón, ekkert gerist, ekkert
getur orðið nema skammvinn ástarsam-
bönd, sem konan gefur sig alla í, en karl-
maðurinn er áhugalaus. Þetta er einkenn-
andi fyrir allt líf persónanna í leikritunum,
allar hafði þær dreymt drauma um mikil-
fenglegra líf, hverja á sinn hátt. Allar
kvarta undan því að drabbast niður í logn-
mollu. Það á ekki síst við um hugsjóna-
menn sem vildu berjast fyrir betra heimi,
eins og helsta persóna Villihunangs, Platon-
of:
„Allt morar í kringum mig af djöful-
skap sem útatar jörðina og svelgir í sig
bræður mína í Kristi meðan ég sit hér
með hendur í skauti. Ég verð eins þegar
ég verð fertugur. Eins verð ég fimmtug-
ur. Ég breytist ekki héðan af. Ekki fyrr
en ég drattast inn í ellina og sinnuleysi
um allt nema eigin skrokk. Mannsævi
sólundað. Svo kemur dauðinn(Fyrri
þáttur, 2. atriði.)
Þessi sama tilfinning kemur fram hjá
öllum, líka þeim sem hugsa bara um sjálfa
sig, t.d. hjá ofurstanum sem dreymdi um
að verða hershöfðingi, eða hjá skrifstofu-
stjóranum, sem dreymdi um að syngja, og
fékk þennan dóm hjá undirmanni sínum:
„Þér hafið mikla rödd." Svo hugsaði hann
GUÐRÍÐUR
SÍMON ARDÓTTIR
Hann þurfti ekki að segja henni neitt heldur. Hjóna-
band þeirra hefur vísast verið eins og þau önnur, sem
eru góð í reynd: Þar þarf ekki orð eða kjassmál, hugurinn
hvor um sig veit, hvað með hinum býr og skynjar hljóðu
stefin á bak við önn og yndi, viðbrögð og atferli ólíkrar
lundar.
Guðríður lifði átta ár eftir lát Hallgríms, varð 84 ára.
Hún dó 18. desember 1682. Þá hafði hún séð á bak öllum
börnum sínum, auk beggja eiginmanna.
VIÐ Hlið Þeirra Sem Mest Voru
Metnir
Hallgrími var ekki ætlað að standa yfir moldum hennar
né mæla eftir hana. Börnin skildu ekkert eftir, er sýni
þel þeirra til hennar. Svo var um marga móður. En
presturinn, sem tók við af Hallgrími í Saurbæ, sr. Hannes
Björnsson, gaf henni vitnisburð, ekki margorðan, en góðan
og gildan. Hann hafði Guðríði á heimili sínu síðustu ár
hennar. Hann hefur þekkt hana betur en aðrir þálifandi
menn og raunar haft löng kynni af þeim Saurbæjar-
hjónum, því hann var samsýslungur, ættaður af Hval-
fjarðarströnd og úr Kjós, og vinfengi milli föður hans
og sr. Hallgríms. Sr. Hannes var „seinasti" skriftafaðir
sr. Hallgríms, „skýr og skilmerkilegur maður", segir í
fornri heimild. Hann færði nafn Guðríðar inn á ártíða-
skrá, sem hann hélt, þar sem hann skráði dánardag
merkustu manna. Þar skipar hann Guðríði Símonardóttur
við hlið manna, sem mest voru metnir í landinu. Seinasti
skriftafaðir Hallgríms, nákunnugur, skilgóður en vanda-
laus samtímamaður, vottar henni þannig fyllstu virðingu
við ævilok.
ímyndun síðari tíma kom henni ekki fyrir í nánd
Hallgríms nema með því að gera hana að dimmu skýi,
sem geislarnir frá ljóðum hans urðu að brjótast gegn og
fram úr til þess að þeir gætu náð sínum yfirjarðneska
ljóma. Svo mikið má fullyrða, að honum hefur ekki verið
nein þökk í þeim viðurgerningi við sig og konu sína.
Forðastu soddan fíflskugrein
framliðins manns að lasta bein.
Sá dauði hefur sinn dóm með sér,
hver helst hann er.
Sem best haf gát á sjálfum þér.
Þessara heilræða, sem flestir kunnu til skamms tíma,
hefði Guðríður mátt njóta. Og nú er meira en mál, að
konan eina í lífi Hallgríms Péturssonar fái sin réttmæta
hlut af þeirri birtu, sem lýsir af honum.
SlGURBJÖRN EINARSSON