Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 25
Eyrarbakki og Stokkseyri hafa
enaþá á sér svipmót frá fyrstu
áratugum aldarinnar, þegar
bárujárnið rarð alls ráðandi.
sem bjuggu í svonefndum „folöldum" í
kringum stórbýlin, gæfu tvö til fjögur
dagsverk í garðinn á ári. Hluti hans var
svo endurbyggður af föngum á Litla-
Hrauni á þessari öld. En alveg nýlega gerði
þannig veður að sjór flæddi á land þótt
garðurinn gerði mikla stoð eins og oft áður.
Um mannlíf á Stokkseyri og Eyrarbakka
hefur margt verið skrifað. Tveir kunnir
rithöfundar, annar uppalinn á Eyrarbakka
en hinn kennari þar, hafa ritað skáldsögur,
sem eiga sér heimilisfestu innan við sjó-
varnargarðinn og á hafinu fyrir utan. Það
eru þeir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og
Guðmundur Daníelsson. Þá hefur mikil
þjóðfræði verið tekin saman um fólk og
atburði í Stokkseyrarhreppi gamla. En eins
og nærri má geta verður ekki frá öllu sagt
í bókum. Má því búast við að enn finnist
nokkur efniviður á þessari strönd fyrir
utan það timbur sem alltaf er verið að
telgja til á dagsins stími. Sérkennilegt er
við byggð þarna hvað mörgum sögum fer
af draugum. Menn lentu í náttmyrkri og
gengu hvað eftir annað beint i sjóinn, leidd-
ir af ósýnilegum öflum, og áttu aðeins eftir
að verða kollvotir þegar þeim gafst ræna
til að snua við. Frægt er kvæði Gríms
Thomsen um Stokkseyrarreimleikann.
Rétt utan og ofan við höfnina á Stokkseyri
og á bak við bæjaröð hafði verið komið
upp sjóbúð þar sem eiiihver gneistandi og
yfirþyrmandi ófögnuður þrykkti mönnum
niður í sætum sínum eða yfirféll þá sofandi
svo þeim lá við köfnun. Þetta var á vertíð-
inni vorið 1892, eiginlega alveg í nútíman-
um. Líkur benda til að um kolsýringseitrun
hafi verið að ræða þótt andi hinnar dultrú-
uðu en fallegu og rómantísku aldar leyfði
•JiSíSMÉ
mm
1E
Trö hús, þar sem lifað rar ólíku !ífí: Annarsregar sjálft „Húsið“, þar
sem kaupmaðurinn á Eyrarbakka bjó og hinsregar Þuríðarbúð, kofi
Þuríðar formanns á Stokkseyri.
Ungur Eyrbekkingur og kirkjan íbaksýn. Hann er ugglaust ekki í neinum romum, á ronandi
eftir að lifa endurreisn og blómatíma.
manna för og sexæringar. Höfðu þar orðiö
mikil umskipti frá því á tíma jarðabókar.
Ástæður má víst telja þær helstar að við
Skaftaárelda 1783 kom mikið rót á fólk,
sem m.a. leitaði til sjávarsíðunnar sér til
bjargar. Af þeim stofni reis upp fjölmenn
byggð í Stokkseyrarhreppi gamla, og mun
mannfjöldi í hreppnum hafa numið um
þúsund manns um tíma. Fleira fólk var
þó í hreppnum á vertíðum.
Það þurfti fleira að hafa fyrir lífi við
þessa strönd en sækja sjó, sem krafðist
sífelldra mannfórna. Þetta má sjá í þjóð-
fræðiritum og á frásögnum helstu fræða-
þula, eins og dr. Guðna Jónssonar, en
Stokkseyrarhreppur varð nánast sérsvið
þess mæta manns. Sjór vildi flæða á land
í aftökum og veitti hann mörgum þungar
búsifjar, því ekki var til neins að grípa,
hvorki til að bæta skaðann á rýrum jörðum
með skjótum hætti eða hindra frekari flóð.
Mátti segja að byggðin væri um aldir
galopin fyrir ágangi höfuðskepna, enda
stóð svo um tíma að við lá að verslun í
Einarshöfn leggðist niður af sömu ástæð-
um og á Básendum á Reykjanesi. Talað er
um Stóraflóð, sem kom í Stokkseyrar-
hreppi árið 1653. Það gekk nærri byggð á
ströndinni, en verslun var flutt úr Einars-
hafnarlandi í Skúmsstaðaland. Þar þótti
meira skjól fyrir sjávargangi. Engar aðrar
varnir voru uppi hafðar fram að svonefndu
Básendaflóði árið 1799. Þá var byrjað að
tala um sjóvarnargarð og farið að hlaða
hann upp úr því. Nú er þessi gamli og
mosagróni sjóvarnargarður eitt helsta
minnismerki um athafnir fyrri tíma
manna á Eyrum. Venjan var að leiguliðar,
einungis sakir við myrkravöldin. í þjóð-
sagnasafni ólafs Davíðssonar segir frá því
að vermenn hafi ekki þorað að róa eftir
að hafa séð gráa meri ganga fyrir búðar-
glugga snemma dags. Gráa merin fannst
að vísu á beit síðar um daginn skammt
frá búðinni, en það breytti engu um þá ógn
sem stóð af fyrirbærum. Var talið að
Stokkseyringar hefðu leitað ásjár séra
Valdimars Briem á Stóra-Núpi. Hann vís-
aði frá sér þeim vanda að kveða drauginn
niður, „en benti sendimanni á Steingrím
skólakennara Thorsteinsson". Ekki er ljóst
hvort til hans var leitað, en Grímur sat á
Bessastöðum og kvað:
„og svo er mikill Satans kraftur
að saltaðir ganga þorskar aftur."
Höfuðdraugar Stokkseyrarhrepps fengu
snemma nöfn við hæfi og hétu Stokks-
eyrardraugur, Stokkseyrar-Dísa, Sker-
flóðs-Móri og Traðarholtsdraugur. Var
þetta félegur söfnuður að mæta í einum
hópi á hrollvekjandi nóttu þegar tungl óð
í skýjum og sjórinn umdi feigðarsöng á
skerjum í takt við vinnuhviður, sem gátu
borist án hindrunar alla leið frá Suður-
skautinu til að brotna á Ingólfsfjalli og
Þurrárhnjúki.
í uppvexti urðu einstaka menn fyrir
lífsreynslu, sem fylgdi þeim síðan og ekki
reyndist unnt að skýra þótt dagar liðu. Það
heitir að vera „í heiðinni" að fara upp á
flatlendið ofan húsa i þorpunum tveimur.
Og eitt sinn var ungur sveinn að leika sér
í heiðinni. Það var um bjartan dag og að
líkindum ekki fjarri Skerflóðinu. Þessi
ungi sveinn sá þá hvar strákur kom neðan
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 25
j