Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 28
I
Ur kössunum
hans
KJAR VALS
Meistari Kjarval afhenti Reykjavíkur-
borg 153 kassa af persónulegum munum
árið 1968 og var innihald kassanna
flokkað í stærstu atriðum hjá Skjala-
safni Reykjavíkurborgar og komið í
Alls voru kassarnir 153
og fullir af heimildum
um ótrúlegustu hluti og
atvik sem urðu á langri
ævi málarans
Eftir
ÁRNA JOHNSEN
geymslu þar til á miðju þessu ári að hafist
var handa um skráningu á munum Kjar-
vals, í tilefni hinnar viðamiklu og glæsilegu
Kjarvalssýningar í Kjarvalsstöðum í
haust. Sýningin var haldin í aldarminningu
Kjarvals og þar var m.a. sýnt brot af
munum meistarans, skissur, bréf, grjót,
málningarverkfæri og sitthvað fleira.
Athugun og skráning á munum Kjarvals
hefur leitt fram í dagsljósið að hér er um
að ræða ævintýralegar heimildir um líf og
starf þessa listamanns sem í lifanda lífi
varð eins konar einkaeign landsmanna og
þjóðsaga í senn. Það er einnig ljóst að
Kjarval er í hópi mestu málara heims og
sú tíð mun koma að sú list sem liggur í
verkum Kjarvals mun verða alþjóðaeign.
Nú eru uppi áform um það hjá Reykjavík-
urborg að byggja á Kjarvalsstaðalóðinni
hús undir safn Kjarvals, eins konar rann-
sóknarstöð fyrir líf og starf listamannsins.
BÍLLÍBLIKKSMIÐJU
BREIÐFJÖRÐS
„Það vantar bíl strax að Blikksmiðju
Breiðfjörðs, það eru tilbúnir kassar," var
sagt í símann hjá Skjalasafni Reykjavíkur-
borgar og það varð að senda bíl í einum
hvelli því Kjarval vildi láta hlutina ganga
fyrir sig. Afhending kassanna átti sér stað
á nokkru tímabili og það var sjálfur lista-
maðurinn sem stóð í að tosa kössunum
ofan af lofti í Blikksmiðju Breiðfjörðs á
níræðis aldri, en sá sem hafði milligöngu
Steinunn Bjarman raðar skissum ískráð umslög.
Skissa frá Lahdsbankamyndunum.
Skissa frá Landsbankamyndunum.
um afhendingu kassanna var Alfreð Guð-
mundsson, nú forstöðumaður Kjarvals-
staða. Steinunn Bjarman safnvörður tók á
móti kössunum og umpakkaði úr þeim. Þar
ægði ýmsu saman og sumt var ónýtt og
varð að henda, matur, föt og annað sem
illa geymist nema við góðar aðstæður og
margt hafði auðsjáanlega ekki verið hreyft
í áratugi. Síðan líða nær tveir áratugir þar
til innsigli Kjarvalskassanna er rofið svo
heitið geti og nánari athugun og skráning
fer fram, en til þess verks réð stjórn Kjar-
valsstaða Steinunni Bjarman sl. vor. Á
sama tíma fór Steinþór Sigurðsson list-
málari og leikmyndagerðarmaður einnig í
gegn um marga kassana til þess að velja
efni á munasýningu Kjarvals í tilefni ald-
arminningarinnar. Þó hafði nokkuð verið
kannað í sambandi við opnun Kjarvals-
staða 1972, myndir voru lagfærðar og
bréfakassana athugaði Indriði G. Þor-
steinsson í sambandi við Kjarvalsbókina.
Steinrunnin Jólakaka—
SagaÍKössum
Þegar farið var að skoða í kassana kom
fljótlega í ljós að þarna var í rauninni
nokkur hluti af ævi Kjarvals í máli, mynd-
Persónulegir munir, ilmreyr
á bókarkápu, skeifa, leggir,
askur og skinnskór.
um og hlutum vegna þess að hann fleygði
aldrei nokkrum hlut. Það virðist hafa verið
honum eðlislægt eins og var gömul siðvenja
sveitamanna að fleygja ekki hlutum. í
kössunum eru ólíklegustu hlutir fyrir utan
að þar er mjög mikið magn af frumdrögum
listaverka Kjarvals. Þar eru bíómiðar,
rútumiðar, þvottahúsakvittanir, reikning-
ar af ýmsu tagi. Sem dæmi er þarna tjald-
búðamiði frá Alþingishátíðinni á Þingvöll-
um árið 1930, sömuleiðis farmiði og boðs-
miði á Snorrahátíð í Reykholti. Það liggur
við að það sé hægt að feta fótspor Kjarvals
með því að raða saman efni og innihaldi
úr þessum 153 kössum sem hann lét í
hendur höfuðborgarinnar. Það er þeim
mun merkilegra að hann skyldi hafa geymt
allt þetta efni þegar litið er til þess að um
áratuga skeið átti Kjarval í raun og veru
ekkert fast heimili. Hans heimili var
sambúðin við listagyðjuna, sambúðin með
náttúru landsins. Saga Kjarvals liggur í
kössunum eins og saga eldgosanna í jarð-
lögunum og þarna ægir öllu saman. Innan
um frumdrög af málverkum má finna jóla'-
köku sem honum hefur verið send af góðri
konu, steinrunnin jólakaka eftir langa
geymslu. „Það er spennandi verkefni að
skapa aðstöðu til þess að vinna úr lífssögu
Kjarvals. Fyrir listfræðinga er um fjársjóð
að ræða, en ekki síður fyrir almenning sem
löngum hefur þyrst í þekkingu um þjóðsög-
una og manninn Kjarval," sagði Steinþór
Sigurðsson listmálari um Kjarvalssafnið.
Hingað til hefur því aðallega verið haldið
á loft um Kjarval að hann hafi í litlum
mæli gert frumdrög að málverkum sínum,
en nú er annað komið í ljós þegar farið
er að skoða þessa sögu, því það er sægur
af rissi og frumdrögum af málverkum
teiknað á það sem hendi er næst, hvort sem
það er servíetta á Hótel Borg, sígarettu-
pakki eða skissubók. Það er áberandi mikið
af skissubókum þar sem hann teiknar á
fyrstu síðurnar og síðan ekki meir, því þær
hafa þá lent ofan í einum af kössunum.
Með því að vinna úr þessum kössum má
til dæmis aldursgreina og tímasetja verk
sem hingað til hefur verið vafi um. Líklega
er það ekki fjarri sanni að listfræðingar
hafa verið hálf hikandi við að fjalla um
Kjarval, en ef þau gögn sem eftir hann
liggja verða aðgengileg fyrir leika sem
lærða, þá skiptir það miklu því þarna er
um að ræða persónusögu þessa sérstæða
manns og listmálara, mörg þúsund hluti,
mest í formi teikninga.
Saltfiskur í Bréfabunka
Þarna er til skírnarvottorð Kjarvals,
fermingarvottorð og þótt fæðingardagur
hans hafi stundum verið á reiki af ein-
hverjum óskiljanlegum orsökum þá fer
ekkert á milli mála að hann fæddist 15.
október 1885. Þarna eru stílabækur og
ritæfingar frá 1898, fyrstu myndir Kjar-
vals á umbúðum og stílabókum, smásaga
frá aldamótum, skór frá togaraárunum,
fyrstu skrif um Kjarval eftir Einar Bene-
diktsson skáld í ísafold 9. ágúst 1913, af-
straktmyndir síðan fyrir 1920, allar út-
gáfur hans á prenti, alls 15 pistlar og
ljóðabækur, steinasafn hans sem hann
týndi á göngu sinni um landið, ekkert sér-
stakt grjót, grjót úr fótsporinu. Þarna eru
hugleiðingar um bókakápur, myndskreytt-
ar ljóðaútgáfur, skissur sem auðsýnilega