Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 31
U R
M I N U
H O R N 1
Þess minnist ég frá barna- og
unglingaskólaárum mínum hve við
krakkarnir áttum misjafnlega létt
eða óhægt með að skrifa stíla,
oftast um tiltekið efni. Sttindum
bjuggum við til sögur, það þótti
kennaranum skemmtileg til-
breytni og gaf okkur kannski stórt
rautt ge undir. Aðrir nöguðu
pennaskaftið og skrifuðu loks ein-
hverja vitleysu. Þetta var á blek-
tímunum. Fyrir kom að einn
stíllinn var lesinn fyrir bekkinn.
Einn kennari lét þau ummæli
fréttast eftir sér um eina jafnöldru
mína, að þarna væri líklega rit-
það til siðs hjá okkur, á meðan
saltkjöt entist, að setja einn kjöt-
bita í pottinn til að fá bragð.
Potturinn var stór og úr honum
entist í marga daga, ef aðeins var
bætt vatni í daglega, smátætlur
af kjötinu voru þá eins og happ-
drættisvinningar. Beinin lágu svo
kannski í vikulok á botninum
nakin.
En ég var að segja frá öðru.
Þessi stúlka, sem skrifaði góða
stílinn, hafði þegar þarna var
komið sögu, lengi lagt í einelt i einn
skólabróður okkar. Hann var dáiít-
ið eldri en við, greindur strákur
kominn. Þetta var fermingarárið
hennar. ^
En varð stúlkan svo rithöfundur,
eins og kennarinn hélt að hún
gæti orðið. Ekki er nafn hennar á
slíkri skrá, en hún gæti hafa ritað
undir dulnefni. Ég veit að hún fór
ung að heiman í kaupavinnu, kom
ófrísk til baka, fluttist síðan í
fjarlægt hérað og varð bóndakona.
Meira veit ég ekki.
Við vinirnir hlutum unglinga-
skólamenntun. Hann langaði tii
að verða íþróttakennari, en skóla-
stjórinn þar, sem vissi að hann
aðhylltist það sem þá var kallað
Fermingarárið
hennar
höfundarefni á ferð. Hún var elsta
dóttir í stórum barnahópi. Móðir
hennar var áreiðanlega greindar-
kona. Ég lék mér við þessi börn.
Faðir þeirra sást eiginlega aldrei
heima, oft í öðrum verstöðvum,
vélamaður á bátum. Þarna var
mikil fátækt. Einu sinni gleymdi
ég mér í leik á heimilinu. Það var
komið fram yfir .kvöldmatartíma.
Þá segir konan: Má kannski bjóða
þér vatnsgraut með hinum i>örn-
unum?
Ég leit á borðið. Þar voru nokkr-
ir hafragrautardiskar og rúg-
brauðssneiðar smurðar með marg-
aríni. Engin mjólk. Ég skammaðist
mín og flýtti mér heim. Þar var
kvöldmaturinn raunar líkur þessu.
Við bjuggum líka við mjólkurleysi,
en oftast fékk ég fiskafgang frá
hádeginu, jafnvel kartöflur og flot,
stundum harðfiskbita og smjörlíki.
Og þar var grauturinn aldrei kall-
aður vatnsgrautur. Hann var
raunar alvegeins í öllum kotunum,
nema kannski misjafnlega þykkur.
Mér þótti hann betri, ef hann hafði
óvart brunnið við, og skófir voru
hnossgæti. Yfir háveturinn var
og snotur, var einstaklega snurfus-
aður í klæðaburði og mikill snyrti-
maður. Aldrei sá á honum blett
eða hrukku, þó var hann enginn
eftirbátur okkar hinna strákanna
í íþróttum eða tuski, heldur fremri.
Hann var óvenjugóður í leikfimi
og hetja á skíðum. Hann var leik-
félagi minn og vinur.
Einu sinni vorum við nokkrir
krakkar í berjamó. Þarna var ekki
sérstaklega gott land til þeirra
hluta, þurfti yfir móa og skriður
að fara. En ef vel var leitað var
hægt að finna ber á ólíklegustu
stöðum. Við urðum því að vera
mjög dreift. Stelpan, sem ég hef
verið að tala um, var með í hópn-
um. Allt í einu kemur hún til vinar
míns og lítur í boxið hans. Þar
voru nokkur krækiber. Hún kom
við ílátið með öðrum fæti svo það
valt. Veistu ekki hvar bláberin
eru, maður? sagði hún.
Auðvitað fauk í vin minn og það
hófst eltingaleikur, sem endaði í
einni lautinni. Heimkominn spurði
hann mig. Hvað heldurðu að hún
hafi viljað? Það vissum við auðvit-
að báðir, en hans tími var ekki
„óþjóðhollar róttækar skoðanir",
neitaði honum um skólavist. Þetta
var á kreppuárum. Vinur minn
neyddist til að læra iðn, sem hann
hafði andúð á, vegna þess hve sóða-
leg hún var. Hann þurfti að sjá
fyrir sér og móður sinni, og aðrar
iðngreinar lokaðar. Við höfðum
gott samband, uns hann dó úr
krabbameini fyrir aldur fram,
ógiftur og barnlaus.
Þess ber að geta að vinur minn
var enginn kvenhatari. Hann hafði
margt í fari sínu, sem konur sótt-
ust eftir. Hann var alla tíð að velta
því fyrir sér hvers vegna stúlkur
segðu og gerðu þetta og hitt. Hann
naut þess, sem þær höfðu honum
best að bjóða, en lét ekki ánetjast.
Hann sagði, að margar konur vildu
ráða yfir karlmönnum, en slíka
karla gætu þær hvorki elskað éða
virt. A sköpunarverki karls og
konu er aðeins einn aðalmunur,
og þær þeirra, sem hafa vit og
skap til að nota sér þann mikla
og góða mun, geta ráðið því í heim-
inuni sem þær vilja, sagði hann.
Og margar þeirra hefðu líka gert
það. Jón úr Vör
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Ljóðið sem hljóp
Skáldið efaðist um stöðu ljóðsins og fór á fund og þá var ljóðið á fundi
og mörg ljóð saman og ljóðið var í setningum og spurningum og ljóðið reis
upp frá dauðum án þess að hafa dáið eða á þetta að vera brandari huxaði
ljóðið og var á hraðbergi í bjargsigi og skáldið tíndi egg úr bjarginu og inní
eggjunum voru orð og skáldið saup hveljur úr eggjunum og ljóðið fór á sópi
um skýin og fór á fundinn og ljóðið hafði tyllt sér niður til að hlæja í setn-
ingu að spurningu og svo var fundarhlé og ljóðin sveifluðu sér í ljósakrónun-
um og voru allsgáð og létu sig detta oní rauðvínsglösin og urðu að röfli um
sig og ljóðið sötraði gegnum bleikt nástrá vínið og lét sig fljóta á klaka í
hafinu í glasinu og þið eruð öll vinstrisinnaðir hommar þusaði ljóðið spakt
og mikið með sig og orðið fraus og menn þóttust ekkert hafa heyrt og ljóðið
skrapp skælbrosandi í felur og ég er hafið yfir dægurþras sagði ljóðið og fór
á bömmer oní stráinu sem varð einsog ljóð í laginu eða er ég kannski al-
þjóðlegur tjáningarmiðill heyrðist úr stráinu eða er ég kannski skáldsaga
eða er ég pönktíska eða málverk eða vídeógjörningur eða innrímuð hring-
henda eða mótorhjól eða fundur eða kvikmynd er ég kannski sonnetta eða
langt eða stutt eða áróður eða innblásinn andi eða er ég kannski prósi er ég
kannski rímaður prósi hvæsti ljóðið og öslaði á svörtum sjálflýsandi gúmmí-
stígvélum gegnum skáldlega rigningu og komst í þunga þanka og skvetti ljóðs-
lega úr drullupollunum og ljóðið vissi að það var engin spurning það varð
að vera spurning eða á ég kannski að finnast í skilgreiningu svo skáldin
geti fundið sig þessir vesalingar og rigningin varð skáldlegri við enda götunn-
ar og ljóðið sá eftir mjóum ketti sem hvarf inní næsta húsagarð og ég er
engin spurning hvíslaði ljóðið og
skimaði upp tírætt bjargið
ég er ljóðið sagði ljóðið er ljóð og tiplaði nakið inní lokaorðin á fundinum á
ballettskóm og ljóðið gekk berfætt af fundinum og bað
ballettskóna að fylgja sér
eftir sátu skáldin Ijóðlaus
en ljóðið fór flissandi burt
hvítir ballettskór sáust hvatvísir klífa bjargið við verðum að halda annan
fund sögðu skáldin ljóðrænulaus og athuga þetta með stöðu ljóðsins bættu
bókmenntafræðingarnir hjálpfúsir við.
(en) ljóðið fór á ljóshraða nakið á gulum skóm með kafaragleraugu og gregor-
íanska tónlist í vasadiskóinu sínu og fallhlíf í hinum vasanum
fór þangað sem því sýndist að gera það sem því sýndist...
... það ætti að banna mig það ætti að banna mig söng ljóðið hástöfum.
Ellsabet Jökulsdóttir (Jakobssonar) er ung Reykjavlkurkona og hafa Ijóö eftir hana oft birzt I Lesbók.
GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON
Veiðin
Sífellt hann situr á kletti
ogrýnir
ídjúpið
kuflmaður kaldur á höndum
ryðguðum öngli rennir
ogkeipar
stjörn urog ský og blámi
leika við
öngul
Stjörnur ogský og blámi
leika við
svarlaust djúp.
INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON
Væða
Fyrr en ljósin fæða
fram úr stíg ég hryggur;
draumkennd dropaslæða
dalnum yfir liggur
verður þessi væða
vegur minn á engi?
inn til himinhæða
helst. í dögg éggengi.
Ljósaskipti
Hve óljós tengsl
á milli lífs ogljóðs,
miglemstra andstæð
sjónarmið til blóðs
hve örðugleið
á milliguðs ogmanns,
égmerst íljósa
skiptum mín oghans
á gálga ills oggóðs
gjöf er lausnarans.
Framköllun
Þó filma myrk
sé maður hver,
guð mynd við sól
afþverjum tók;
þá felumynd
hver fluglæs sér,
sem flettir upp
íljóssins bók
þar krossins guð
viðgeislumjók.
e'
c.
t
F-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 31