Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Síða 32
Takmarkið
er ckki
alger
fullkomnun
ILesbók Morgunblaðsins ætti að vera óþarft að
kynna sérstaklega píanóleikarann Martin Ber-
kofsky, svo mjög sem hann hefur komið við sögu
í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Það var nú
í nóvember, að sá er þetta ritar heimsótti hann
\
Guðni Rúnar Agnarsson
ræðir við Martin
Berkofsky píanóleikara,
sem finnur innblástur frá
íslandi og þykir gott að
vera í friði frá aðsteðjandi
áhrifum, enda hefur hann
setzt að úti á Garðskaga.
út á Garðskaga, þar sem hann býr ásamt
konu sinni, Önnu Málfríði Sigurðardóttur
píanóleikara. Martin Berkofsky tók erind-
inu vel; það lá beinast við að ræða fyrst
umísland.
„Áður en ég kynntist fyrri konu minni,
sem einnig var íslensk, vissi ég nánast
ekkert um landið. Það var árið 1969. Eftir
þau fyrstu kynni fann ég stafa frá íslandi
einhvern óútskýranlegan kraft; ég fann
aðdráttarafl landsins.
í Tivert sinn sem ég hef komið hingað,
fyrst í skemmri heimsóknir, en síðar til
langdvala, hefur mér alltaf fundist ég vera
að koma heim. Slíka tilfinningu hef ég
hvergi annars staðar fundið eins skýrt. Ég
upplifði einnig í minni fyrstu heimsókn
hingað, að hér var til fólk og það ekki
einungis í sögum Halldórs Laxness — sem
hafði þá þrá að sinna sérhverju starfi sínu
af stakri kostgæfni og með heilum hug.
Þessa þrá finn ég enn og hún heillar mig
ávallt jafn mikið. Þá er það einnig hverjum
augljóst að ísland er menningarlega séð á
mjög háu stigi; menning og listir eru ekki
í neinu samræmi við smæð þjóðarinnar.
Og ekki síst þá er hægt að vera í friði á
íslandi.
Ég bjó í 3 og '/2 ár í París. Þar fann ég
alltaf þessa þrúgandi kröfu að sýna mig
opínberlega; vera í réttum félagsskap eftir
því sem við átti; fara í þetta boð, þessa
móttöku eða hvað það nú var. Afleiðingin
var sú að ég hafði engan tíma fyrir sjálfan
mig. Þegar maður þarfnast einveru og
næðis til að þroska eigin hugsun og hug-
myndir, þá er ísland tilvalinn staður.
Maður þarf að aðsilja sig frá utanaðkom-
andi áhrifum til að hafa það svigrúm, tíma
og vídd sem er nauðsynlegt til að sinna
því sem maður vill gera. Hér finn ég þenn-
an nauðsynlega innblástur. Hvort sem
hann kemur frá landinu sjálfu, veit ég
ekki. Ég vil ekki þykjast vera sérfræðingur
í þeim málum. En hvað sem það er, þá er
hér eitthvað sem eykur vellíðan mína, ýtir
undir andagift mína og sköpunargáfu.
Þetta er algjörlega ólíkt því sem ég upplifi
annars staðar, miklu mun sterkara ...“
„Hefur þú þá fundið hér lciðina að þínu
takmarki?“
„Já í vissum skilningi. Hins ber að gæta
að þetta er takmark sem maður aldrei
nær. Því nær sem dregur, þeim mun lengra
er það horfið burt. Suma daga þokast
maður nær. Aðra daga rennur það upp
fyrir manni hvers vegna takmarkið hefur
fjarlægst enn lengra. Það kemur fyrir að
maður nær takmarkinu í fáein andartök
eða mínútur; allt gengur upp samkvæmt
óskum, þ.e.a.s. í ljosi þess hvað maður hefur
skilgreint og hugsað sér sem takmark sitt
þennan dag; þá stundina er öllum alheimi
lokið upp. Aðra daga höktir maður um sem
allra aumkunarverðasta skepnan í alheimi;
ekkert gengur upp. Allt sem gerist er vél-
rænt og fánýtt. Eg veit ekki hvort hægt
er að koma sér meðvitað í rétta hugar-
ástandið og ná sínu takmarki þannig eða
hvort maður veröur algjörlega að láta það
koma af sjálfu sér. Þó er öruggt að maður
verður fyrst af öllu að aðgreina sjálfan sig
frá verkefninu; koma í veg fyrir þá til-
hneigingu að þröngva sjálfum sér inn í
verkið sem maður er að spila eða að reyna
að spila. Hætta að reyna með einhverjum
erfiðismunum, annars kemst aldrei á
samband við anda verksins; þá strauma
og sannleika sem þar er að finna.
Ég held að sérhver stórbrotin listsköpun
sé einfaldlega tímabundin tengsl milli
listamannsins og einhvers ytri orkugjafa,
æðri og meiri; utanaðkominn innblástur.
Það er þessi skilningur sem er svo mikil-
vægur; maður getur ekki skapað einsamall.
Maður getur beðið og vonað að sá dagur
renni upp að maður vakni nægilega auð-
mjúkur og hógvær til að takst á í sannleika
við verkið. Sum tónverk virðast þurfa
endalausan tíma til að þróast og alltaf finn
ég, þrátt fyrir • margra ára íhugun og
meðferð þeirra, að þau eru ekki eins og
þau eiga að vera. Eitthvað er að . En svo
eru önnur verk sem liggja strax fyrir. Ég
hef spilað eitt verk fullkomlega. Algjör-
lega. Það olli mér slíkri geðshræringu að
ég vissi hreint ekki hvað ég átti af mér
að gera eftir á. Sat heima í hálfgerðu móki
og þunglyndi. Ég vissi ekki lengur hvert ég
ætti að stefna. Eg hafði farið inn blindgötu
og rekist á. Ég tel mig heppinn að síðan
hef ég aldrei leikið neitt verk fullkomlega
og vona að það hendi mig aldrei aftur. Það
er skelfilegt þegar slíkt gerist. Sem mann-
verum er okkur ekki ætluð fullkomnun.
Til hvers er þá himnaríki ef við getum
öðlast það hér og nú. Fullkomnun er ekki
það sem maður sækist eftir. Það er hugsan-
legt að nálgast fullkomnun, í það minnsta
eins og maður telur það ástand vera á
einhverju tilteknu augnabliki. Síðar getur
þó runnið upp ljós og maður sér villu síns
vegar. Ogþað er eðlilegt og jákvætt; stöðug
skoðun og gagnrýni á verk sín og persónu.
Takmarkið er ekki algjör fullkomnun.
Okkur er það ekki kleift. Takmarkið er að
finna stefnu, sjónarhorn, yfirsýn á ákveðin
tónverk. Einhvern veginn koma sjálfum
sér út úr viðfangsefninu, reyna að koma á
æðra sambandi við verkið. Ef það tekst,
þá nægir það eins og sakir standa.
I gegnum árin hef ég gert mér grein
fyrir því að það er ég sjálfur sem er hæfast-
ur til að dæma, hvort mér miðar áleiðis
að takmarkinu eða ekki. Ég sjálfur; minn
óvægnasti gagnrýnandi. Það er afar sjald-
an að ég verð meir en hæfilega ánægður
með það sem ég geri. Og einungis þegar ég
er orðinn nokkuð ánægður, þ.e.a.s. að ég
veit að ég hef gert mitt besta í þessum
tíma og rúmi, þá fyrst get ég lagt verkið
til hliðar og tekið næstu áskorun.
Til þess þarf galdur, en ég óska að ég
geti með píanóleik mínum einum saman
hrært við og vakið upp allt fólk til góðra
og göfugra athafna og láta af allri illsku.
Mjög einföld hugsun, en þetta er kjarni
hennar. Að maður geti innblásið mannkyn-
inu viljann til háleitra hugsana og athafna.
Lágkúran og ómannúðin sem víðast ræður
ríkjum veldur auðveldlega slíkum sársauka
og þunglyndi að maður fær sig fullsaddan
og vill rísa upp og gera eitthvað í málunum.
Fyrst í stað er maður óöruggur; hvað get
ég, ein mannvera í hafi milljóna, gert? En
þa'skýtur upp þeirri hugmynd — hvort
hún er sprottin af óhóflegum sjálfsþótta,
veit ég ekki — að ef maður spili eins fal-
lega og hugsast getur, þá hreyfi maður
varanlega við áheyrendum sínum og inn-
blási þeim betri og fallegri sýn.
Það er stórkostleg hugsjón að vona að
píanótónleikar hafi almennt þessi áhrif.
En vilji maður það, þá er að gera eitthvað
í því. Gefa öðrum fordæmi og hver veit
hvað gerist. Sumir munu dásama mann,
aðrir fyrirlíta. Það versta sem getur hent
er að allir láti sér fátt um finnast. Þá
liggur maður illa í því. En verði maður
umdeildur, þá er þetta allt í lagi. Jafnvel
þótt gjörsamlega allir hati og fyrirlíti það
sem maður er að gera, svo fremi sem maður
viti sjálfur hvert stefnir. Fyrr eða síðar
kemur að því að fleiri og fleiri hrífast
með. Það er að finna svo ótal dæmi i sög-
unni um tónskáld, tónlistarmenn og aðra
listamenn sem hafa mátt þola lítilsvirð-
ingu og mótlæti á einhverju skeiði ævi
sinnar. En þeir héldu áfram, þráuðust við,
því þeir þekktu köllun sína og vissu hvað
þeir máttu og urðu að gera, vissu hvaða
ljósi þeir skyldu fylgja. Alltaf munu ein-
hverjir verða til að nota og njóta sérhvers
tækifæris til að lýsa yfir andúð sinni og
óánægju með verk annarra manna.
Ég hef sjálfur fengið að heyra ýmsar
„einkennilegar athugasemdir". Þær vó ég
og mat og oft ollu þær mér miklu hugar-
angri. En það kom að því að ég hætti að
taka mark á slíkum röddum en fór þess í
stað að hlusta á og þroska meir mína eigin
innri rödd, því maður veit það alltaf best
sjálfur hversu gott það er sem maður er
að fást við og hvaða leið maður vill fara.
Á mínum yngri árum var þetta mér nokkuð
erfitt og ég sveiflaðist jafnvel milli mjög
mótsagnakenndra skoðana.
Það sem fullvissaði mig og festi í sessi
var sú dulræna reynsla sem ég varð fyrir
á Akureyri árið 1978. Þá fór ég út úr líkama
mínum og fékk við það algjörlega annað
og nýtt sjónarhorn á það sem ég var að
gera. Ég tengdist og fann fyrir einhverjum
ytri krafti sem streymdi í gegnum mig.
Þessi reynsla var svo sterk og skýlaus að
ég fann og vissi þaðan í frá hvert ég skyldi
halda, hvernig ég kæmist þangað og hvers
vegna ég ætti að halda í þá átt. Á mínum
fyrri ferðum til íslands hafði ég reyndar
áður fundið og upplifað þessi andartök
algjörs sannleika. Fundið hreint ljós. En
ég var aldrei viss um hvers eðlis þau væru,
hvort þau væru sönn eða hvort ég væri á
einhvern hátt orðinn skrýtinn. Fyrr en
þennan dag á Akureyri. Það er mér auðvelt
að kalla fram á nýjan leik þessa reynslu;
að muna sjálfan mig. Þannig kemst ég á
tiltölulega skömmum tíma í sams konar
hugarástand og ég geri það meðvitað og
viljandi, því allt í kringum þessa reynslu
var svo algjörlega jákvætt; til að ákvarða
hraða, hljóm, blæbrigði og jafnvel líkam-
legar stellingar, hvernig ég ætti að nálgast
ptanóið til að öðlast vald á því sem ég vildi
ná fram. Þessi reynsla hlaut að gerast hér
á Islandi, þessi andartök sannleikans virð-
ast eiga auðvelt með að birtast hér.
Ég hef opnað sjálfan mig fyrir áhrifum
sem eru handan míns sjálfs. Maður þarf
annað hvort að ákveða og vilja vera opinn
fyrir slíkum áhrifum, eða maður lokar sér,
afgirðir og einangrast. Þannig tel ég að
maður móti örlög sín meir með því að vera
ekkert að reyna að móta þau, heldur vinna
með jákvæðum vilja úr sérhverri reynslu
og innblæstri. En ég veit ekki hvort ég hef
gert mikið af því að móta örlög mín sem