Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Side 42
• V
KONUR
ÍÍSLENZKRIMYNDLIST
j
*
2
Ásgerður Ester
Búadóttir
vefjarlistakona, f. í Borgarnesi 1920, nam
við Handíða- og myndlistaskólann og
síðan við Listaháskólann í
Kaupmannahöfn.
Ólöf
Pálsdóttir
myndhöggvari ermeðal
núlifandi myndlistarkvenna
sem teljast starfandi og
virkar í myndlistinni, f. í
Reykjavík 1920. Hún nam við
Listaháskólann í
Kaupmannahöfn um árabil.
Ólöf stendur hér hjá
höggmynd sinni af Erling
Blöndai Bengtson
sellóleikara, en eins og
Reykvíkingar þekkja að
minnsta kosti vel, stendur
myndin á milli Háskólabíós
ogHótels Sögu.
bónda eða stjórna öðrum til þess. Verksvit
og metnaður töldust og höfuðkostir hverr-
ar konu, og listrænt handbragð jók til
muna á virðingu hennar.
í ljósi þessa alls er það í alla staði eðli-
leg þróun, að konan haslaði sér fljótlega
völl um frjálsa myndsköpun við hlið karl-
mannsins, er skilyrði sköpuðust til þess í
upphafi aldarinnar. Möguleikarnir til að
hasla sér völl á myndlistarsviði hérlendis
voru harla litlir á öldum áður, svo sem
sagan er til vitnis um. Þannig hafði næsta
lítið verið fengizt við myndlist, allt frá því
að prentlistin kom til sögunnar og ýtti til
hliðar hinni fornu og merku list, handrita-
lýsingunum.
En strax í upphafi þjóðernisvakningar
nítjándu aldar óx mönnum ásmegin og þá
einkum, er líða tók á öldina, og var hér
Sigurður Guðmundsson fremstur í flokki.
Hann kom einmitt fljótlega auga á gildi
og þýðingu hannyrða kvenna, sem hann
vegsamaði, og einkum var honum kvenna-
búningurinn hugstæður.
Sagan segir okkur og frá fjölda hæfi-
leikamanna á myndlistarsviði, er sumir
hlutu viðurkenningar og frama erlendis,
og einkum ef þeir ílentust þar — þeir voru
að vísu fáir, en fleiri komu til baka og
dagaði uppi vegna fátæktar og skilnings-
leysis.
En strax í upphafi þessarar aldar verða
hér miklar breytingar á samfara þeirri
þjóðlífsvakningu og umbrotum, er í hönd
fóru. Hér nutum við og þeirrar vakningar
er átti sér stað í allri Evrópu, og hefði það
eiginlega verið næsta undarlegt, ef við
hefðum ekki átt.að okkur í ljósi fyrri
menningararfs.
— Er svo brautryðjendur íslenzkrar
nútímalistar, þeir Þórarinn B. Þorláksson,
Asgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jó-
hannes Kjarval komu fram, voru konurnar
ekki langt undan — hér voru þær snöggar
á lagið og aldursmunurinn er heldur ekki
mikill. Þannig er Kristín Jónsdóttir fædd
árið 1888 og er því ekki nema þrem árum
yngri en Kjarval, sem svo aftur var yngstur
brautryðjendanna. Júlíana Sveinsdóttir er
og fædd ári á eftir Kristínu, og þær tvær
teljast fyrstu konurnar, er leggja fyrir sig
frjálsa myndlist á íslandi, en hér fylgir
þó Nína Sæmundsson fast eftir.
Allar þessar konur námu við Listahá-
skólann í Kaupmannahöfn (að undan-
gengnu ýmsu fornámi við aðra listaskóla
þar) svo sem fyrirrennarar þeirra, Kristín
árin 1911—16, Júlíana 1912—17 og Nína
1916-20.
Þegar þær Kristín og Júlíana sneru heim
og hófu að mála, var landið svo til ónumið
af málurum, — landslagsmálverkið í þró-
Ragnheiður Jónsdóttir,
f. íReykjavík 1933, telst með virkustu
grafíklistamönnum þjóðarinnar. Hún nam
við báða myndlistarskólana í Reykjavík
ogáA telier 17 í París.
aðri mynd var þannig alveg nýtt á þeim
árum, en þær hlutu hér mikilsverðar leið-
beiningar frá Jóni Stefánssyni. Hann gat
miðlað félögum sínum heilmiklum fróðleik
úr smiðju franskrar listhefðar eftir nám
í skóla Henri Matisse á árunum 1908—10.
Jón var hér hinn mikli byggingarmeistari
og hafði alla listasöguna, en þó helst
meistarann frá Aix sér til fulltingis (Céz-
anne).
íslenzkar listakonur voru þannig með á
nótunum strax í upphafi hérlendrar nú-
tímalistar, þótt þær væru aðeins seinni á
ferð, reyndust stórhuga og engu siður
opnar fyrir nýjungum en starfsbræður
þeirra. Hins vegar fjölgaði þeim ekki að
sama skapi næstu áratugi, og kann það
að hafa staðið af fordómum ýmiss konar,
en það svið er opið til rannsóknar. Konur
eru þannig öllu færri í stétt myndlistar-
manna en karlar á öldinni, en gerast þó
fljótt virkar og atkvæðamiklar ekki síður
en karlarnir, og það varðar mestu og er
mikil gæf a þeirra, er á eftir fylgdu.
Tökum eftir, að hér hefur ekki þróazt
nein sérstök og íhaldssöm kvennalist, held-
ur hafa konur, sem á annað borð voru
virkar í listinni, jafnan staðið í eldlínunni
við hlið karlanna og ekki viljað vera eftir-
bátar þeirra.
Þótt hannyrðir væru að mestu forrétt-
indi hefðarkvenna, þá er enginn vafi á
því, að listrænir hæfileikar voru ekki síður
fyrir hendi hjá almúgakonum — þetta
hefur og komið mjög greinilega fram á
þessari öld, því að stéttaskiptingin getur
engin talizt meðal íslenzkra listakvenna,
og má það einnig heimfæra á íslenzka lista-
menn almennt — þeir spretta upp, hvar
sem skilyrði skapast til þroska á listasviði,
og aldrei hef ég orðið þess var, að þeir, er
hefja nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands, komi frekar úr einni stétt en
annarri.
Hið sama hefur og gilt um konur sem
karlmenn, að þær hafa margar dvalið og
unnið að list sinni erlendis um árabil,
sumar vegna maka sinna, sem voru útlend-
ir, en aðrar einfaldlega vegna þess, að þær
gátu ekki lifað á list sinni hérlendis og
urðu þvi að finna henni vaxtarskilyrði
annars staðar. Svo var um Júlíönu Sveins-
dóttur og Nínu Sæmundsson, og frama sinn
byggðu þær Nina Tryggvadóttir, Gerður
n