Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Síða 45
Á leið upp í fjallið á jólunum.
Áslaug reynir að hringja heim
á jólanótt, eftir að allir eru
gengnir til náða — þreyttir eft-
ir útiveru dagsins.
inn undir fótunum. Á aðfangadag
var bamamessa síðdegis. Hún var
á þýsku og náði lítið til íslensku
bamanna. Aðfangadagskvöld var
aftur mjög hátíðlegt og allir kom-
ust í jólaskap. Gestirnir söftiuðust
saman við jólatréð, þar sem hver
þjóð söng jólasálm á sinni þjóð-
tungu. Síðan var dansað í kring-
um tréð. Krakkamir fengu jóla-
pakka, sem i vom litlir bangsar,
en fullorðna fólkið mátti eiga
borðskreytingar sem vom við
diskana — fallegar silfurskeifur
eða bambuskonur. Allt var mjög
smekklega og þjóðlega skreytt
eins og Austurríkismönnum er
lagið.
Lúðraþytur úr kirkjuturni
ájólanótt
Miðnæturmessan hófst klukk-
an 11 á aðfangadagskvöld. Eftir
messu var blásið í vindlúður ofan
úr kirkjutuminum — lúðraþytur-
inn hljómaði lengi um allt þorpið
og söng inn jólahátíðina. Þá var
hátíðlegt að vera á göngu utan
við bæjarljósin og hlusta á lúðra-
hljóminn. Að einu leyti var að-
fangadagskvöld mjög frábmgðið
jólakvöldinu heima — krakkarnir
vom svo þreyttir, að allt var fallið
í ljúfa Iöð fyrir miðnætti! Við not-
uðum tímann til að hringja jóla-
óskir heim og sitja í rólegheitum
við litla jólatréð, sem við keyptum.
Á annan í jólum vom jólatónleik-
ar. En 29. desember var skíða-
keppni í Qallinu fyrir alla hótel-
gesti, mörg verðlaun í boði og
heilmikið um að vera.
Sleðaferðir í skóginum
Sleðaferðir em alltaf í boði.
Þeir, sem ekki stunda skíði, geta
látið pakka sér inn í ullarteppi,
sest upp í sleða og þotið í gegnum
skóginn. Stórir, fallegir hestar
draga rauða, skrautmálaða sleða
og allan daginn óma sleðabjöllur
í skóginum. Sleðaeklamir minna
á Ben Húr — með hvítloðnar
augnabrúnir, þegar mikið snjóar
— með háa, rauða barðahatta og
hárauðar eplakinnar. Mér fannst
mest gaman að fara í sleðaferð í
myrkrinu, þegar skógarstígamir
Við matarborðið á aðfangadagskvöld.
Jól á sólarströnd
em upplýstir með luktum — ævin-
týralegast í snjókomu, en þá er
eins og horft sé inn í ævintýra-
heim Péturs og Heiðu.
Sklðað í „fondue“-veislu
Einn daginn var efnt til „fond-
ue“-veislu í Zug, nálægu þorpi.
Þangað var hægt að renna sér
ofan úr fjalli — láta aka sér í bíl
— eða ganga á skíðum eftir daln-
um. Ég valdi síðastnefnda kostinn
— tveggja tíma göngu á skíðum!
Ég hafði litla þjálfun á gönguskíð-
um og var æjandi og óandi alla
leiðina. Harðsperrur og eymsli í
fótum og upphandleggjum létu
ekki á sér standa næstu daga!
En veislan, sem haldin var í æva-
fomu veitingahúsi, í einstaklega
skemmtilegu andrúmslofti, var
stórkostleg. Kannski naut ég
hennar enn betur eftir allt erfiðið.
Mikill agi forðar slysum
Ég er hrifin af hvað Austurrík-
ismenn em strangir með að skíða-
fólkið fylgi settum reglum og
renni sér aðeins á merktum slóð-
um á skíðum. Fyrri jólin okkar í
Lech fórst ungur drengur í snjó-
flóði. Hann og bróðir hans höfðu
fylgt föðumum, sem hafði leitt
þá út á ómerkta slóð. Hann var
síðastur í röðinni og skyndilegt
snjóflóð hreif hann á brott. Þorpið
lamaðist_ — allir vom felmtri
slegnir. Ég fylgdist líka með, þeg-
ar sjúkraþyrla kom með töluvert
slasaðan sjúkling, sem hjúkmn-
arfólkið hundskammaði. Hann
hafði ekki fylgt settum reglum
og farið á skíðum eftir ómerktri
slóð. Skólahópar frá Svíþjóð hafa
verið með læti, til dæmis rennt
sér á skíðum fiillir í brekkunum
og núna er Lech lokað fyrir
sænskum skólakrökkum. Allt
virðist standa sem Austurríkis-
menn segja, en þeir kreQast hlýðni
við settar reglur í staðinn.
Áramótafagnaður
Áramótin vom mjög hátíðleg.
Skreyttur áramótagrís á borði og
flugeldar og blys á lofti. Það er
hefð hjá skíðakennurum í þorpinu
að fara upp á hæsta tind og
mynda nýja ártalið með logandi
kyndlum. Það var gaman að fylgj-
ast með ljósberunum, þegar þeir
skíðuðu aftur niður fjallið. Fjörag-
ur nýársdansleikur var á hótelinu
fram eftir nóttu. Ég gæti alveg
hugsað mér að eyða jólum aftur
í Lech, ef ég gæti tekið bömin
mín með. Pjölskyldan mín héma
heima togar líka í mig. En það
var óneitanlega gaman að geta
gengið inn í jólakortið. o. Sv. B.
Það sjónarmið er ríkjandi á
íslandi, að jólin séu aðeins svip-
ur hjá sjón, ef ekki eru „hvit
jól“. Og mörgum finnst örugg-
lega útilokað að ferðast á suð-
lægum slóðum um jólaleytið.
Er hægt að upplifa íslensk jól
á sólarströnd eða flytja þau
með sér? Hvemig skyldi
íslenskur jólamatur bragðast —
hangikjöt, laufabrauð, ijúpur
eða skata — undir suðrænni
sól? Ferðablaðið bað Hlín Dan-
íelsdóttur að segja frá sólaijól-
um, en Hlín var á Kanaríeyjum
ásamt eiginmanni, böraum og
vinafólki um síðustu jól.
íslensk jól aðeins á íslandi
— Það era hvergi íslensk jól
nema á íslandi, sagði Hlín. Auð-
vitað fann ég hughrif frá jólunum,
en þau vom öðravísi. Ég ætlaði
mér aldrei að halda ísiensk jól á
Spáni — tók ekki í mál að taka
með mér hangikjöt eða laufabrauð
— fannst það fáránlegt, þegar
ferðafélagamir töluðu um að
borða skötu á Þorláksmessu. Ég
gat ekki hugsað mér svo þungan
mat og hangikjötslyktin varð líka
framandi í sólarhitanum!
Vil eigajól heima
Fram að jólunum í fyrra hefði
enginn mannlegur máttur megnað
að draga mig frá mínu heimili um
jól. Ég nýt þess að undirbúa jóla-
hald, baka og laga til. í fyrra
fannst mér skrýtið að heyra
vinnufélagana tala um jólaundir-
búning, en ég mátti ekkert gera
— nýkomin úr stórri læknisaðgerð
og átti að hvíla mig. Manninum
mínum fannst það kraftaverk, að
ég skyldi vilja fara! Ég hefði aldr-
ei farið án bamanna, en fyrst við
gátum tekið þau með þá var þetta
allt í lagi — ekki sakaði að besta
vinafólk okkar ákvað að fara líka.
Við voram §ögur fullorðin og
fimm unglingar. Ég hef ekki
áhuga á að eiga önnur jól á Kan-
aríeyjum í bráð — kannski eftir ■
nokkur ár, en íslendinga hittum
við, sem vom þama sín 5. eða
6. jól og ætluðu að halda því
áfram.
Oðruvísi utanlandsferð
Jólaferðin til Kanaríeyja reynd-
ist öðravísi en allar utanlands-
ferðir okkar, en við höfum oft
verið í skemmtilegum ferðum og
flakkað töluvert um Evrópu. Hún
einkenndist af rólegheitum og
hvfld í sólinni. Við höfðum ekki
áhuga á skemmtanalífinu, krakk-
amir ekki heldur, þó að töluvert
væri í boði. Stærsta ákvörðun
dagsins var „hvar eigum við að
borða í kvöld" eða öllu heldur
„hvar eigum við að hafa það
gott“? Við fómm líka mikið í
gönguferðir síðdegis og reyndum
að velja alltaf nýjar leiðir.
Skrítínn aðfangndagur
Á aðfangadag gerðist dálítið
spaugilegt. Sonur minn kom til
mín, þar sem ég lá í sólbaði og
spurði: „Hvar er steikin,
Sjá næstu síðu.
Þórarínn Reykdal er tilbúinn,
hvort sem er i áramótaferð í
Þórsmörk eða önnur jól í Vínar-
borg
messan á miðnætti í Stephans-
dom-dómkirkju var mjög áhrifa-
mikil — kaþólsk messa í geysi-
fögm trúaramhverfi, sem býr yfir
mikilli sögu. Víxlsöngur var á
latínu, en messugjörð á þýsku.
Heims um ból var eini vel þekkti
jóiasálmurinn. Ég fékk sæti fram-
arlega, með aðstoð góðra vina,
en þúsundir kirkjugesta stóðu á
torginu fyrir utan í góða veðrinu.
Ekkert j afnast á við góða
Vínartónleika
Á jóladagsmorgun hlustaði ég
á Vínardrengjakórinn í Hofburg-
kapellu flytja jólasöngva. Kórinn
er gamalt fyrirbæri í sögu Vínar-
borgar og jólatónleikarnir mjög
eftirsóttir, en aftur naut ég að-
stoðar góðra manna við að útvega
miða. Helgi jólanna sveif yfir
söngnum og marga sá ég fella
tár. Á gamlársdagskvöld — á
messudegi heilags Silvester í öll-
um kaþólskum löndum — fór ég
á tónleika helgaða dýrðlingnum
hjá Sinfóníuhljómsveit Vínarborg-
ar undir stjóm tékkneska hljóm-
sveitarstjórans Claudio Abbado.
Margir líkja við Abbado við Her-
bert von Karajan og aldrei hef ég
heyrt eins mikil fagnaðarlæti hjá
nokkmm áheyrendum. Tónleika-
höllin „Grosser Musikvereinsaal"
er líka mjög vel hönnuð fyrir góð-
an tónburð, eij svipuð uppbygging
er fyrirhuguð í nýja tónlistar-
húsinu hér heima. Á nýjársdag
hlustaði ég á níundu synfóníu
Beethovens, undir stjóm Hollend-
ingsins Hans Vonk — mér til mik-
illar ánægju.
Ríkisóperan
Ég gerði víðreist í Ríkisóper-
una, sem bauð upp á tónverk og
ballettsýningar á heimsmæli-
Götumynd frá 1913 — fyrir framan Agustinerkeller.
kvarða yfir hátíðirnar. Og ég varð
ekki fyrir vonbrigðum, því tónspil
og sjónspil em mjög áhrifamikil
í þessari heimsfrægu, fögm tón-
listarhöll. Á jóladagskvöld sá ég
„Meistarasöngvarana frá
Niirnberg", ópem í þremur þátt-
um eftir Richard Wagner — á
annan í jólum ballettinn „Ser-
enade“ eftir Tschaikowski, en
höfundur dansa er hinn frægi
George Balanchine. Einnig sá ég
ballettinn „Der Dreispitz" eftir
De Falla og „Die Vier Tempera-
mente" eftir Hindemith. Óperan
„Rusalka" eftir Jaroslav Kvapil,
með tónlist eftir Antonín Dvorák,
var ógleymanleg. Ég þurfti að
bíða fram á síðasta dag til að fá
miða á „La Bohéme" eftir Pucc-
ini, þar sem Placido Domingo og
Mirella Freni vora í aðalhlutverk-
um og það var sannarlega þess
virði.
Góður matur í þjóðlegum
veitíngahúsum
Ég naut þess líka að borða í
gömlum, þjóðlegum veitingahús-
um og enginn verður svikinn af
austurrískum mat. Ég varð ekki
var við sérstakan jólamatseðil, en
þeir vom mikið með villibráð eins
og hjartarkjöt. Veitingahúsið
Griechenbeisl er með ósvikið and-
rúmsloft frá 1400 og ekki spilla
fiðlu-, píanó- og harmoníkutónar
undir borðum. Farandspilarar
hafa lengi verið vinsæl stétt í
Vínarborg og einn þeirra var hinn
frægi Ágústínus, sem eitt elsta
veitingahús í heimi, Ágústínusar-
lqallari, er kennt við — reyndar
staðsett á efstu hæð, en byijaði
í kjallara! Ágústínus þessi var
mesta fyllibytta, sem flæktist á
milli veitingahúsa Vínarborgar og
sagt er að þegar plágan mikla
gekk hafi honum oft verið hent
dauðadmkknum í pestargrafírnar
— en ekkert beit á honum!
Gamlárskvöld I Vínarborg
Mikill mannfjöldi var saman-
kominn á aðalgötunni Kártner-
strasse á gamlárskvöld. Veður var
líka mjög gott — 12 stiga hiti og
sól um daginn. Ég hef aldrei séð
skotið eins miklu upp af flugeldum
eða sprengteins mikið af „kínveij-
um“ — og hávaðinn var ærandi!
Við ætluðum að vera við Steph-
ansdom-dómkirkju, þegar klukk-
unum væri hringt á miðnætti, en
komumst ekki fyrir mannfjöldan-
um — heyrðum aðeins klukkna-
hljóminn í ijarska. Mér fannst ég
njóta sannrar jólagleði í gegnum
fallega tónlist og fagurt umhverfí
þessa hátíðadaga um síðustu ára-
mót í Vínarborg og hver veit nema
ég verði þar aftur um þessi jól,
sagði Þórarinn Reykdal að lokum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 45