Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 6
Hugsunin um fall- valtleikann hefur sótt mjög á mig Hannes Pétursson hefur fyllt sjötta tuginn fyrir fáeinum dögum og skömmu áður kom út ný bók eftir hann. Hvorttveggja gæti verið tilefni þess að taka tal saman og birta í Lesbók. Það var þó ekki þetta tvennt sem réði því, að við Hannes settumst niður einn éljagrá- an eftirmiðdag í nóvember, heldur hitt að við höfum þekkst í þijá áratugi óg ég vissi af fenginni reynslu, að Hannes er skemmtilegur og viðræðugóður; þar er ekki ■ komið að tómum kofunum. Þeir kofar geta verið hátimbr- aðar hallir gamalla menningarþjóða, en nær hjarta skálds- ins standa kunnuglegri og lágreistari kofar með eilítið súrum moldarþef og ilmi af hlóðareyk. Báðir kynntumst við þesskonar húsakynnum í æsku, þótt við byggjum ekki í þeim. í nýju bókinni er Hannes raunar á öðrum slóðum. Bókin ber yfirskriftina „Eintöl á vegferðum” og hefur aðallega að geyma persónulegar dagbókarfærslur úr Evrópuferðum; sumar meira en 30 ára gamlar. I upp- hafi snerist þó tal okkar um allt annað. „Fyrr á öldinni var mikið talað um þjóðskáld og heill hópur skálda hafði þann merkimiða svo ekki var um deilt. Er þetta hugtak úr sögunni?” „Að mínum skilningi er það úr sögunni. Á einum stað í formála að Kvæðafylgsnum, ritgerðasafni um Jónas Hallgrímsson, fjallaði ég dálítið um þetta orð, sem merk- ir upphaflega höfuðskáld. En á 19. öld fer það að merkja skáld, sem nær með orðum sínum til alþjóðar. Allt teng- ist það sjálfstæðisbaráttu og rómantík. Mér finnst oft að Davíð hafi verið síðasta þjóðskáldið í þessum stíl og kannski má segja, að Tómas hafi fengið þá stöðu að ein- hveiju leyti.” „Þjóðin lærði að minnsta kosti eitthvað af kvæðum þjóðskáldanna utanað og gat haft á hraðbergi ein- stök ljóð eða vitnað í fleygar ljóðlínur. Finnst þér það dapurleg tilhugsun, að nú virðist fólk ekki læra utanað ljóð samtímaskálda?” „Það er gömul skoðun að ljóð sé ekki gott nema fólk læri það utanað. Víst er skemmtilegt að geta gripið til einhvers úr ljóðum á góðum stundum og eins þegar maður er einn með sjálfum sér. Það er líka hollt fyrir málvitundina. En ljóð getur vissulega verið mjög gott þó enginn kunni það utanbókar. Fæstir kunna Völuspá, nema eina og eina vísu, en vitaskuld er kvæðið jafngott fyrir því. Og það er firra að ekki sé hægt að læra órímuð ljóð utanað, ef þau eru á annað borð svo góð að lesendur kæri sig um það. Hvernig geta þá leikarar lært utanað Gísli Sigurðsson ræðir við HANNES PÉTURSSON skáld um uppvöxt og áhrif á Króknum, sumardvöl í torfbæ, fyrirbærið þjóðskáld, spá- mannlegt ljóð um heims- kommúnisma, beyg af dauða og hrörnun, fræðagrúsk, dvöl í „turni fyrirlitnum”, að halda eldinum lifandi og margt fleira. löng hlutverk í óbundnu máli? Sú skoðun er líka til, að ekki _sé hægt að semja lög við órímuð ljóð. Samt samdi Páll Isólfsson, svo ég nefni nærtækt dæmi, sönglög við Ljóðaljóðin. Mikið hefur verið samið af tónlist við Davíðs- sálma, sem eru óbundið mál að íslenzkum skilningi. Og hvað um öll hin miklu kórverk, sem meistarar hafa sam- ið við lausamálstexta í Biblíunni? Sjálfur kann ég tals- vert af ljóðum í fijálsu formi, en það er rétt að rím og stuðlar hjálpa minninu.” „ ... og þú ert reyndar einn af fáum skáldum úr samtímanum, sem ég hef heyrt ræðumemi vitna í þegar svo ber undir, til að mynda: „veistu hvað gleð- in tefur tæpa stund / en treginn lengi”. Yljar það þér þegar þú heyrir slíkt?” „Já, mér finnst ánægjulegt ef einhver hefur lært línu og línu, eða eitt og eitt kvæði. En mér leiðist þegar menn fara að þylja yfir mér eitthvað af því sem ég hef ort. Það skemmtir mér ekki. Stundum á það sér stað yfir glasi. Og vissulega er það gert í góðri meiningu, stundum þó til að gagnrýna um leið eitthvað annað, sem ég hef ort. Maður veit ekki allt- af hvað býr á bak við þetta; á því er engin leið að festa hendur.” „Á ekki Ijóðskáld eftir almennri trú að vera við- kvæm sál í óhraustum líkama, með taugakerfi eins og þaninn streng og helst að bera hjartað utaná? Finnst þér þær kröfur hafi verið gerðar til þín, að þú eigir að vera tilfinningavera í öllu þínu fram- ferði, eða leyfist nútímaskáldi að vera fyrst og fremst vitsmunalegur og láta ekki tilfinningar svo mjög í Ijósi?” „ Það fer eftir tímabilum hvaða kröfur eru gerðar til skálda. En þau eru engin sérstök manngerð sem betur fer, því þá yrði allur skáldskapur eins. Skáld verða fyrst og fremst að þekkja sjálf sig og fara ekki að léika ein- hveija persónu, sem ekki býr í þeim. Sumstaðar hafa bókmenntafræðingar verið að búa til kerfi og kröfur sí og æ og samkvæmt þeim eiga skáld síðan að skipta um gír á tíu ára fresti til að passa inní umræðuna. Ekkert skáld með fullu viti getur farið að eltast við slíkt. Maður yrkir eftir sinni hjartans þörf og þörf hugsunar sinnar. Ég Jief víst alltaf verið frekar hugsunarlegur í ljóðagerð. Ýmsar tilfinningar mínar hef ég auðvitað látið þar í ljósi, en aldrei lausbeizlaðar. Slíkt fellur ekki að innsta eðli mínu.” „Hvernig var Hannes litli í uppvextinum á Krókn- um? Var hann inni í sjálfum sér, feiminn og óframfær- inn, eða reyndi hann að duga í slagsmálum og íþrótt- um og vera „töff” eins og hinir?” „Ég var enginn „töffari”, en svona venjplegur strákur að ég held. Eg lék mér mikið, var mikið í fótbolta og fijálsum íþróttum dálítið og skemmti mér vel. En átti það líka til að fara einförum úti í náttúrunni, þurfti bein- línis á því að halda inn á milli. Ég átti marga góða fé- laga og það bólaði ekkert á neinu skáldi í þessum strák fyrr en hann var 11-12 ára og þá voru það stakar vísur, sem fyrst urðu til, alveg eldfastur leir. 13 ára gamall fór ég að skrifa þennan samsetning í kompur og eftir það. var mikið ort á hveiju ári. Ekki man ég eftir neinu sérstöku frá æskuárunum á Króknum sem tendraði öðru fremur áhuga minn á skáldskap. En það var skáld- og listhneigð í mínu fólki á báða vegu, Ijóð voru í hávegum höfð hjá foreldrum mínum og mikil virðing borin fyrir listum. Svo gerðist það bara sisvona, að ómótstæðileg tjáningarþörf kom og vitjaði mín.” „Einhverntíma á unglingsárum okkar beggja gaf Menningarsjóður út ljóðmæli Bólu-Hjálmars, sem fóru þá mjög víða. Þá uppgötvaði ég þetta skagfirska skáld og lærði þá utanað mörg kvæði Hjálmars og hreifst af þeim. Manst þú eftir þessu; hafði Hjálmar áhrif á þig ungan?” „Ekki á unglingsárunum. Það voru önnur skáld í bóka- hillu föður míns, sem ég tók fram. En Hjálmar fór ég síðan að lesa að marki eftir að ég fullorðnaðist. Hjá manni og manni norður í Skagafirði eimdi eftir af nei- kvæðu áliti á Hjálmari, en hjá mínu fólki vottaði ekki fyrir því. Einn af traustustu velgjörðarmönnum Hjálmars þar í héraði, hafði líka verið langafi minn, Pétur Pálma- son í Valadal, eins og lesa má í Bólu-Hjálmarssögu. Þetta álit á Hjálmari var kannski ekki óeðlilegt. Hann var stundum mjög ósanngjarn. Og við megum ekki gleyma því, að á þeim tíma var mikið um níðkveðskap með þjóð- inni; til dæmis ortu þeir Jón á Bægisá og ljúflingurinn Páll Ólafsson níðvísur og Austfirðingar, sem þekkja til, hafa sagt mér að ekki sé hægt að birta svæsnustu vísur Páls. Þetta lá í tíðarandanum og ekki bara í Skagafirði. Fyrrum gengu hatrammar kvæðadeilur í handritum á milli manna en síðar tóku blöðin við hliðstæðu hlutverki, ennfremur sumir stjórnmálamenn í ræðum sínum.” „Þegar við fórum að vitkast eitthvað, svona í kring- um lýðveldisárið 1944, þá eru Davíð og Tómas og kannski Jóhannes úr Kötlum dáð skáld, en atómskáld- in hinsvegar ekki komin á kreik. Varstu til dæmis um fermingu farinn að fylgjast eitthvað með á þess- um vettvangi?" „Já, um leið og ég fór í skóla suður 1946, tók ég að lesa ljóð íslenzkra samtíðarskálda skipulega. Ég fékk dálæti á Jóhannesi úr Kötlum, Steini, Guðmundi Böðvars- syni, Snorra, Jóni Helgasyni, Tómasi og Davíð, sem var þó kannski búinn að skila sínum hlut að mestu leyti. Mér þótti einnig vænt um skáld sem fáir hömpuðu, eins og Guðmund Frímann og Guðmund Inga Kristjánsson. En Jakob Thorarensen hef ég aldrei _ kunnað að meta, utan eitt eða tvö kvæði eftir hann. Ég byijaði þá líka að fylgjast með yngri mönnum. Sá áhugi færðist nokkuð í aukana um og uppúr 1950; þá hékk maður mikið á kaffihúsum, til dæmis Hressingarskálanum og seinna á Laugavegi 11. Þar var legið í að kjafta um skáldskap og listir eins og gengur. Ég fór oft á „kommakaffið” á Þórsgötu 1 og þar keypti ég tölusett eintak af Dymbil- vöku af Hannesi Sigfússyni, sem gekk þá um og seldi bókina, og hafði gott uppúr henni, sagði hann mér löngu seinna. Ég var á þessum fræga fundi í Sjálfstæðishúsinu 1952, þegar harðar kappræður urðu um atómkveðskapinn. Atómskáld var skammai-yrði, en nafngiftin í sjálfu sér út í bláinn; orðið tekið úr Átómstöðinni. Ég man vel eftir Steini Steinarr á þessum fundi. Hann hélt nokkuð sniðuga upphafsræðu af blöðum, en fór svo bara fram í sal að staupa sig og rabba við menn. Hann var glaðlegur á svip og orðinn slompaður þegar leið á fundinn. Það var mikil hreppapólitík og nærsýni í þessu þvargi. Ræða Steins er glötuð og því er erfitt áð dæma um það, hvernig hann hélt á málum, en auðvitað taldi hann þörf á nýjum pg ftjálslegri ljóðstíl, þótt hann hefði áreiðan- lega hæðst að því lapþunna lausamáli í mislöngum línum sem nú er verið að „yrkja“. Sjálfur orti hann eftir þetta eitt af síðustu ljóðum sínum undir bundnum hætti og iðkaði mikið gamalgróna vísnagerð, meðal annars sem skemmtunarmaður ásamt öðrum svonefndum „rímsnill- ingum“ við mikinn fögnuð landsmanna, enda fóru fáir fram úr Steini.í lausavísnagerð." Innsveit Áin af heiðum, bakkagræn og í bugðum. Bæirnir þétt, í hyggindaiegum röðum um tungur og höii og grasivafðar grundir. í gróandi túnum unir lambféð á beit. Hlývindar komnir íjöll, eins og ferðalangar. Héðan er ættuð þrá mín til þagnarstunda - úr þessum lygnu djúpum moidar og sögu. Og hér finn ég löngum, líkt og á bernskutíð lifandi návist móðurlegrar jarðar. (Innlönd, 1968) „Ég hef á tilfinningunni að þú hafir aldrei verið mikið borgarbarn. „Bláir eru dalir þínir, byggð mín ínorðrinu”segir þú í einu af þeim ljóðum, sem manni finnst að séu saknaðarfull þrá til Skagafjarðardala. Þegar þú ferð suður til náms árið 1946, lætur nærri að torfbæir hafi verið víðast hvar í Skagafirði; þeir stóðu þar mun lengur en annarsstaðar á landinu. Er þessi horfni, torfgróni heimur sveipaður rómantík, eða finnst þér hann núna undarlegur?” „Já, ég neita því ekki. Og þetta ljóð, Innsveit, sem þú vitnar í er þannig til komið að ég - þorpsstrákurinn - var sendur langt fram í Skagafjörð til sumardvalar. Fyrst fór ég að Mælifelli; var þar í þrjú sumur og þar var þá reyndar steinhús. Síðar fór ég að Hömrum, sem er að- eins framar; sá bær er nú kominn í eyði. Dvölin þar var um leið för aftur í tímann. Þá var þar torfbær, en eng- inn sími og ekkert rafmagn. Þar var komið eldhús með eldavél, en einnig var þar hlóðaeldhús sem stundum var notað og sá ég þá hvernig eldur var falinn eins og gert hafði verið frá ómunatíð og þar var öll sú lykt sem til- heyrði hlóðaeldhúsum. Engar nýjar búvélar voru á þessum bæ, aðeins gömul amboð. En fólkið var gott. Ég var á Hömrum tvö sumur í röð. Af tækni nútimans var útvarpið það eina, sem haldið hafði innreið sína. Rafgeyminn þurfti að fara með í hleðslu á annan bæ. Ég kunni samt vel við mig þarna. Stundum heyrðist í flugvél í órafjarlægð og kvölds og morgna mátti heyra í mjólkurbílnum, þegar hann mjakaðist sein- farinn veg góðan spöl í burtu. Annars ríkti kyrrðin. Svo liðu herrans mörg ár. Þá er það vorið 1968, að ég er að undirbúa ljóðabók mína, Innlönd, og fékk þá bæki- stöð þarna í sveitinni. Þá orti ég býsna margt, sem tengd- ist þessari innsveit bernsku minnar, þar á meðal þetta ljóð, sem þú vitnaðir í.“ „Þessi horfni lífsmáti bændaþjóðfélagsins á ítök í þér, bæði sem skáldi og fræðimanni. Og það er með fræðimennsku eins og ættfræði; hvorttveggja ágerist með aldrinum, ef menn hafa á annað borð hneigð fyrir slíkt grúsk. Mér sýnist fræðimennskan fremur fara vaxandi hjá þér.” „Hún fór vaxandi á sjöunda áratugnum; uppúr 1965. Það hefur verið i mér fræðahneigð frá unga aldri og ég hef verið dálítið klofinn á milli fræða- og skáldskapar- hneigðar. Mín þjóðlega fræðimennska hefur verið bundin við Skagafjörð. Síðan 1966 hefur Sögufélag Skagfirðinga gefið út Skagfirðingabók, sem er ársrit, og ég var rit- stjóri hennar framanaf ásamt Kristmundi á Sjávarborg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.