Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 44
Kólumbus á fslandi Forseti Bandaríkja Norður-Ameríku lýsir tvo daga í október ár hvert dag Leifs Eiríkssonar og dag Kólumbusar. Báðir þessir djörfu sæfarar fundu eða uppgötvuðu meginland Ameríku. Annar árið 1000, hinn árið 1492. í tveimur íslendinga- Staðreyndin er sú að þegar Kólumbus kom úr Islandsleiðangrinum vann hann að því með öllum tiltækum ráðum að undirbúa ferð sína vestur yfir hafið. Ferðin var til jaðars hins byggilega heims...” Eftir ÓLAF EGILSSON sögum, Sögu Eiríks rauða og í Grænlending- asögu er skýrt frá ferð Leifs heppna. Hann dvaldi í Vesturálfu einn vetur. Þar eru sagð- ar sögur af tveimur tilraunum til landnáms þar. Ónnur tilraunin var gerð af bróður Leifs, Þorvaldl, sem féll í bardaga, hin til- raunin var gerð af efnuðum kaupmanni, Þorfinni karlsefni, Fyrri tilraunin stóð í tvö ár, sú síðari í þijú. Ekkert varð úr fram- haldi landnáms vegna óvinveittra frum- byggja landsins. Staðreyndin er að sigit var vestur yfir Atlantshaf á þessum tíma, það staðfestist einnig við fornminjarannsóknir, Ferðir Leifs og Kólumbusar - með margra alda hléi - eru báðar mikil afrek, Þótt ekki sé nákvæmlega vitað hvaða leið Leifur hefur siglt, þá álíta ýmsir kunnir og vlðurkenndir fræðimenn, að hann hafi siglt allt ti) St, Lawrence-flóa, jafnvel allt suður undir það svæði sem nú er Massaehusetts, Aftur á móti er vitað að Kólumbus hafl aldr- ei stigið fteti sínum á land í Norður-Amer- íku, Leifur kom og sá en Kólumbus sigr- aði. Höfuðmunurinn á afrekum þeirra er sá, að Kólumbus varð til þess að með ferðum hans komust á varanleg tengsl milli gamla og nýja heimsins, Nú, þegar minnst er fimm hundruð ára afmælis síðari fundar Ameríku, þá vaknar sú spurning hvort einhver tengsl séu milli landkönnunarferðanna? Gat það verið að Kólumbus hafi haft einhvem pata af eða upplýsingar um ferð Leifs Eiríkssonar? Hafi svo verið, á hvern hátt mótaði sú vitn- eskja ákvörðun hans um að sigla í vestur og stórkostlegan árangur þeirrar ákvörðun- ar? í fyrsta lagi ber að hugleiða þá stað- reynd, sem snertir að nokkru landnámssög- una, að Guðrún Þorbjarnardóttir, kona Þor- finns karlefnis, sem sigldi með manni sínum vestur (og ól honum barn þar, fyrsta Evr- ópubarnið sem fæddist vestan hafs eða í nýja heiminum) tók sig upp til suðurgöngu (pilagrímsferðar) tíl Rómar síðar á ævinni. Næstu aldir var nokkuð um suðurgöngur íslendinga, meðal þeirra voru lærðir og leik- ir, menn sem voru kunnugir sögunum um ferðir íslendinga til Vesturheims. Þannig gátu upplýsingar um lönd í vestri hæglega hafa borist til Rómar og Vatíkansins. Pasc- al II. páfi skipaði mann að nafni Eirík Gnúpsson biskup á Grænlandi, um árið 1100. Biskupsdæmi Eiríks var ekki bundið Grænlandi eingöngu, heldur einnig nær- liggjandi löndum eða landsvæðum, „region- umque finitimarum”. Kunnugt er að þetta grænlenska biskupsdæmi náði ekki til ís- lands. Svo að hér er um að ræða landsvæði eða lönd lengra í vestur, sem vitað var um í páfagarði. I íslenskum annál, Konungsann- ál, segir um árið 1121: „Eiríkur biskup á Grænlandi fór að leita Vínlands.” Vitað er að siglt var vestur yfír hafið frá Grænlandi fyrir daga Kóiumbusar allt til 1347, þegar skip þaðan hrakti til íslands, Land hinum megin hafsins, sem nefnt er Víniand, er nefnt í „Historia Hamburg- ensis Eeclesiae” eftir Adam biskup frá Brim- um, sem er skrifuð um 1070, Þetta verk Adams frá Brimum var kunnugt fræðimönn- um um Mið-Evrópu og allt til Suður-Evrópu og þar með við Miðjarðarhaf, Höfundur Króníku Normanna og Engia, Oderik Vital- js (Oderieus Vitalis) nefnir Vínland árið 1092. Fleiri íslenskar heimildir geta þessara vesturferða, Því er íhugunarvert, hvort þekking sem dregin var af framannefndum heimildum hafi ekki legið á lausu í einhverri mynd á því svæði þar sem Kólumbus óx úr grasi, Gat hann ekki hafa heyrt frásagnir sagna- þula eða glöggra og skynugra sæfarenda, þegar hann leitaði sem ákafast uppiýsinga um vídd hins kunna og ókunna heims eða jarðar? Gátu sögurnar um landafundina í vestri sem hann heyrði, ekki hafa vakið áhuga hans? Hér verða engar kenningar útllstaðar, heldur mun verða gerð tilraun til þess að athuga staðreyndir um hvað Kólumbus að- hafðist áður en hann lagði af stað í þá sigl- ingu yfir hafið sem skipti sköpum í veraldar- sögunni. Einkum verður hugað að þvl á hvern átt hann komst til íslands. Á 15. öld áttu sér stað kaupsiglingar frá Miðaijarðarhafi,' um Lissabon og Bristol allt norður til íslands. Bristol var þýðingar- mesta hafnarborg Englands að undanskild- um Lundúnum. Kaupmenn frá Bristol sigldu vor og sum- ar til hafna á íslandi, meðal annars til Hafn- arfjarðar. Þeir keyptu fisk í stað ýmissa vara, sem sjaldséðar voru á þessari ófijóu eyju. Að hausti var síðan siglt suður til Lissabon og til hafna við Miðjarðarhaf, þar sem skipt var á fiski og öðrum varningi. Þegar Kólumbus fæddist hafði þessi verslun staðið með blóma ( um hálfa öld. Kólumbus hafði siglt vítt og breitt um Miðjarðarhafið áður en hann leit Atlantshafið augum sumarið 1476, Tuttugu og fimm ára gam- ali var hann farmaður á skipi sem var á leiðinni frá Genúa til Niðui’landa og Eng- lands, 13, ágiist var skipið tekið af sjóreyfur- um undan strönd Portúgals skamrnt frá St, Vincent-höfða, Bardagi hófst milli sjóreyf- ara og áhafnarinnar, það kviknaði í skipinu, Kólumbus bjargaðist við illan ieik á sundi, hann náði tangarhaldi á braki úr skipinu og honum tókst að svamla í land, alls sex mílur, í desember þetta ár var Kólumbus staddur í Lissabon. Frá þessum atburðum segir í ævisögu Kólumbusar „Historie di Cristoforeo Colombo”, sem er gefln út af syni hans, Fernando. í ævisögunni er vitnað til minnis- greina Kólumbusar, þar sem segir frá ferð til íslands I febrúar 1477 á skipi frá Bristol. Þótt frásögnin sé um margt ónákvæm, þá er engin ástæða til þess að efast um að Kólumbus hafí búið til þessa frásögn af sigl- ingunni. Hqfundar, sem hafa ritað viðamikl- ar ævisögur Kólumbusar, svo sem Salvador di Madariga, Paolo Emilio Taviani og Gianni Granzotto efast ekki um að Kólumbus hafi farið þessa ferð. Siglingar á þessar slóðir voru almennar á þessum árum og því er mjög líklegt að djarfur og metnaðarfullur ungur maður hafi getað tekist slíka ferð á hendur og komist svo langt norður til þess lands sem lá vestast í Evrópu, íslands, ef hann vildi. Því benda allar líkur til þess að Kólumbus hafi frétt eða heyrt eitthvað um ferðirnar vestur yfír hafíð frá íslandi, fimm hundruð árum áður. Ef til vill hefur hann fengi að heyra frásagnir eins og þær voru skráðar um þessar landkannanir. Það má teljast ólík- legt að hann hafi engan ávæning haft' af þeim frásögnum. Eitt er það atriði sem athygli vekur í frá- sögn Kólumbusar, í þessu sambandi. Skipið sem hann sigldi með til íslands komi við í Galway á Irlandi, á vesturströndinni. í Galway heyrði hann frásögn af skipsreika við ströndina, tvær persónur asískar I útliti voru sagðar hafa rekið á land. Þannig seg- ir Kólumbus söguna. Þessi saga getur hafa styrkt hann í ákvörðuninni og trú hans á siglingu í vestur til Asíu og mun einnig hafa aukið vissu hans um að Asía væri hinum megin við hafið í vestri. Það sem styrkti hann og villti einnig um fyrir honum, var að ýmsir landa- fræðingar, sem þekktu landleiðirnar austur til Asíu og vissu að jörðin var ekki flöt, töldu að fjarlægðin til Asíu I vesturátt, væri mun styttri en hún var í raun og veru. Staðreyndin er sú að þegar Kólumbus kom úr Islandsleiðangrinum vann hann að því með öllum tiltækum ráðum að undirbúa ferð sína vestur yfir hafið. Ferð Kólumbus ar til íslands var fyrsta úthafssigling hans. Ferðin var tii jaðars hins óbyggilega heims, en þar, þ.e. á íslandi, vissu menn um ferðir til nýrra landa, enn fjarlægari mannheimum. Sá fróðleikur hafði varðveist um aldir ein- mitt á íslandi. Hafi kveikjan að hugmynd Kólumbusar um að sigla vestur yfir hafið ekki tendrast við frásagnir um fyrri land- könnun á íslandi, þá hefur ferðin til íslands áreiðanlega verið honum mikil hvatnig og einnig dýrmæt reynsla sem átti ekki lítinn þátt f afreki hans fjórtán árum síðar. Sögulegar heimildir liggja því fyrir um tengslin milli uppgötvunar Ameríku, eða funda Ameríku, Leifs Eiríkssonar og Kristó- fers Kólumbusar. Ólafur Egilsson er sendiherra (slendinga I Moskvu og félagi I The History Society.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.