Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 30
Bjerkebæk, íbúðarhús Sigrid Undset. Myndin er tekin 1937. ruddalegar, en þær urðu bara til þess að hin mikla ritdeilukona vaknaði í Sigrid Und- set. Um árabil tók hún þátt í, já, leitaði bókstaflega uppi opinberar deilur sem gáfu henni kost á að veija Rómarkirkjuna sína sem hún taldi óskeikula. En það er hvorki húsmóðurhlutverkið á Bjerkebæk eða kaþólsk trú Sigrid Undset sem vekur mestan áhuga á henni. Það er skáldið. Og á því sviði fór fijór tími í hönd. Kristín Lavransdóttir • Um leið og hún hafði fætt þriðja bam sitt og fundið sér gott húsnæði byijaði hún að skrifa hið mikla verk um Kristínu Lavr- ansdóttur. Hún hafði í raun barist í meira en 15 ár við þetta verkefni. Hún þekkti efnið þegar hér var komið sögu. Hún hafði þegar skrifað litla, sögulega skáldsögu frá tímanum rétt eftir kristnitöku í Noregi. Hún hafði líka gefið út á norsku endursögn á breskum og keltneskum goðsögnum um Arthúr konung. Hún hafði lesið sér til um fomíslensk handrit og miðaldatexta. Hún var búin að grannskoða kirkjubyggingar miðalda og klaustur, heima og erlendis. Hún var orðin virtur sagnfræðingur á því sviði sem hún var að fást við. Hún var önnur manneskja en þegar hún skrifaði fyrstu miðaldasöguna sína 22 ára gömul. Það sem gerst hafði síðan þá varðaði þar að auki ekki bara bókmenntir eða sagn- fræði. Það varðaði „hið mannlega” í henni líka. Hún hafði reynt ástina, ástríðuna og líka hin bitm endalok hvors tveggja. Hún hafði reynt sorgina yfir sjúkri og hjálpar- vana dóttur. Hún hafði verið á barmi ör- væntingar yfír sjúkri veröld sem kastað var út í blóðbað heimsstyijaldarinnar fyrri. Þeg- ar hún settist niður til að skrifa Kristínu Lavransdóttur árið 1919 hafði hún mikla lífsreynslu. Kristín Lavransdóttir er að sjálfsögðu söguleg skáldsaga. En hún er ekki aðeins það, ekki einu sinni fyrst og fremst það. Hið sögulega umhverfí bókarinnar er ná- kvæmt og raunsæislegt, víst er um það. Og það er aldrei umvafið rómantískum ljóma. Þetta er ekki flótti höfundarins frá samtíð sinni inn í óljósa fortíðarþrá. í bókun- um þremur um Kristínu yfírfærir Sigrid Undset yfír á löngu liðna tíma reynslu sem hún þekkti og skildi af eigin raun, ham- ingju og sorg, hrifningu og örvæntingu. Ekki til að sveipa þá i rómantískum Ijóma, þó að það sé augljóst að Undset velur ein- mitt miðaldirnar af því að hún dáist af hæfíleika þess tíma til að trúa. Hún staðset- ur persónur sínar í liðnum tíma til að búa sér til þá fjarlægð sem hún þarfnast sem rithöfundur svo að hún geti skapað lista- verk úr sterkum tilfínningum sínum og hörð- um hugsunum. Henni fannst hún standa á þröskuldi einhvers nýs á rithöfundarferli sínum. Hún leitaði og fann hina nauðsyn- legu fjariægð á miðöldum. „Ég stíg ölduna, alein,” skrifar hún vinkonu sinni á þessum tíma. ÞÝDDIÍSLENDINGASÖGUR í Kristínu Lavransdóttur skrifar hún um lífsleyndardóminn eins og hún hafði lif- að hann sjálf. Og því varð þetta næstum 1.400 síðna verk og síðar einnig 1.200 síð- umar um Ólaf Auðunsson á einn eða annan hátt tímalaus verk. Það eru manneskjur af holdi og blóði í þessum bókum. Þær gætu næstum verið nágrannar okkar í dag. Þar er náttúran frá þeirri Ósló sem hún þekkti, frá Guðbrandsdalnum sem hún elskaði og frá Þrændalögum föður hennar. Það er nátt- úra sem Sigrid Undset þekkti innanfrá; hún er þama í dag eins og hún var þegar Sigrid skrifaði um hana fyrir sjötíu ámm síðan og þá var hún sú sama og á þrettándu öld. Eftir að Sigrid Undset sleit samvistir við mann sinn var hún orðin nógu þroskuð til að skapa meistaraverk sitt sem rithöfundur. Þessi ár frá 1920 til 1927 gaf hún fyrst út bindin þijú um Kristínu og svo bindin fjögur um Ólaf. Samtímis þessari bók- menntasköpun leitaði hún svara við sínum eigin örlögum og fann þau hjá Guði krist- inna manna: „Hann náði í mig og leiddi mig út úr óbyggðum,” sagði hún. Eftir þetta fijóa sköpunartímabil lægði ólguna hjá Undset. Árið 1929 byijaði hún að skrifa röð af samtímaskáldsögum frá Ósló með sterku kaþólsku ívafí. Hún sótti yrkiefni sín í hinn litla en áhugaverða kaþ- ólska hóp manna í Noregi og ástin er mál málanna þar líka. Hún gaf sömuleiðis út nokkur, mikilvæg sagnfræðiverk sem senni- lega hafa lagt sitt af mörkum til að varpa raunsærra ljósi á norska sögu. Hún þýddi nokkrar íslendingasögur á norsku og gaf líka út nokkur ritgerðasöfn, einkum um enskar bókmenntir. Athyglisverðust er mik- il ritgerð um Bronté-systurnar og önnur um D.H. Lawrence. Ekkert af þessu flokkast eiginlega undir stærri verk Undset en er traust vinna og áhugavekjandi. Árið 1934 kom svo út eftir hana sjálfsævi- söguleg bók. Hún kallaði hana Ellefu ár. Það er lítt dulbúin frásögn af æskuárum hennar í Kristjaníu, af hinu ríka heimili og föðurnum veika. Þetta er ein af fegurstu bókum sem skrifaðar hafa verið um litla stúlku í norskum bókmenntum og það eru ekki margar betri í heimsbókmenntunum. Undset var enn að sækja á. Stríðið Bugaði Undir lok fjórða áratugarins byijar hún svo að nýju á sögulegu verki, í þetta sinn frá Norðurlöndum og átjándu öld. Fyrsta bindinu, Frú Dortheu, lauk hún og það kom út árið 1939. Þá braust heimsstyijöldin síð- ari út og hún bugaði Sigrid Undset, bæði sem manneskju og rithöfund. Hún lauk aldr- ei við skáldverk sitt um átjándu öldina. Stríð- ið tók alla hennar krafta. Þegar Þjóðveijar réðust inn í Noreg, í apríl 1940, varð hún að flýja land. Þegar á kreppuárunum hafði hún tekið skörulegan þátt í andspymunni gegn Hitler og nasism- anum og bækur hennar voru fljótlega bann- aðar í Þýskalandi. Hún flýði til Svíþjóðar til að eiga það ekki á hættu að verða tekin föst og gerð að gísl Þjóðvetja. Elsti sonur hennar, Anders, féll í apríl árið 1940, 27 ára gamall. Hann var liðsforingi í norska hernum og féll í átökum við þýskar hersveit- ir nokkra kílómetra frá heimili sínu í Bjerkebæk. Hin veika dóttir Sigrid Undset hafði dáið skömmu áður en heimsstyijöldin braust út. Þýskar hersveitir lögðu undir sig heimili hennar á Bjerkebæk á meðan á stríð- inu stóð. Þær notuðu húsið sem þýskan yfirmannabústað. Undset fór frá Svíþjóð til Ameríku árið 1940 og með henni var yngsti sonur henn- ar. Ilún var óþreytandi við að skrifa og tala fyrir málstað hins hertekna lands ,síns stríðsárin fímm í Ameríku. Hún kom aftur árið 1945 til Noregs þegar landið hafði ver- ið frelsað og hún var ósegjanlega þreytt. Hún Iifði fjögur ár í viðbót, en skrifaði ekki framar. Það er greinilegt að nýjar kynslóðir í hennar eigin landi, Noregi, hafa fengið áhuga á henni. Hjá henni er siðferðileg ábyrgð einstaklingsins tékin alvarlega, ekki aðeins ábyrgð hans á sjálfum sér, heldur líka á ætt sinni og náttúrunni og öllu lífinu umhverfis okkur. Ég held að það sé þess vegna sem bækur hennar eignast stöðugt nýja lesendur einmitt í dag. Þýðing: Dagný Kristjánsdóttir. Ævi Molieres Þrettándi kafli: Blái saloninn móðgaður efðuð þér spurt veraldarvanan Parísarbúa á fyrra helmingi sautjándu aldar um notaleg- asta athvarfið í París, mundi hann hiklaust hafa tilnefnt Bláa saloninn hjá madömu de Rambouillet. Þegar Moliere beindi tillitinu út um augnrifurnar á grímu sinni fram í leiksalinn, kom hann í einni stúkunni auga á virðulega madömu Rambouillet fremsta í flokki kvenna sinna. Gamla konan — það gat hver og einn séð — var græn af reiði, hún hafði skilið leikritið út í æsar. MAR. Það er þjónn kominn sem spyr bvort þér séuð heima. Hann segir að herra sinn vilji koma til yðar í heim- sókn. MAG. Hvenær lærið þér, auii, að tjá yður ekki svo búralcga. Segir: „Þjón- ustu-reiðubúinn spyr hvort það eryður hagræði að vera sýniieg?” „Dýrðirnar hlægilegu. ” Eftir MICHAIL BULGAKOV Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson Hertogafrú de Rambouillet, dóttir franska sendiherrans í Rómaborg, borin De Vivonne, var feiki innfjálg persóna, og hafði verið það frá barnæsku (slík lyndis- einkunn er til!). Eftir að hún giftist og settist að í París þótti henni, ekki rang- lega, samkvæmislíf Parísar ansi óheflað. Þess vegna afréð hún að kveðja bestu menn höfuðborgarinnar til sín, og safnaði saman í gistihúsið blóma samfélagsins. Til móttöku notaði hún heila röð her- bergja, og mestu frægðarmennirnir komu í saloninn sem fóðraður var bláu silki. Engu unni madama de Rambouillet meir en bókmenntum, þess vegna var líka salonin hennar að mestu leyti setinn bók- menntasinnuðu fólki. Til salonsins streymdi samt harla margbreytilegt fólk. Þar lét Jean-Luis Balzac, tískuhöfundur, gamminn geysa, og hugsuðurinn hægláti La Rochefocauld hertogi reyndi að sann- færa madömu de Rambouillet hranalegum orðum um það að dygðir okkar væru ekk- ert annað en duldir lestir. Samkvæmis- menn í saloninum, sem fúllyndi hertogans kom í vont skap, létu huggast við bráðfjör- ug gamanyrði gárungans Vincents Voit- ure; herramennirnir Cotin, Chapelain, Gil- les Ménage og margir aðrir herramenn stóðu fyrir stórfróðlegum samræðum. Jafnskjótt og sá orðrómur lagðist á að bestu heilar Parísar hittust hjá markgreifa- frúnni, komu til hennar í saloninn kjank- andi nátthrafnar, frumsýningargestir, rit- höfundar að eigin sögn, velgjörðarmenn lista, og skáld sem ortu hjarðljóð og við- kvæmnislegar sonnettur: þeir prýddu hnén kniplingum og voru markgreifafrúnni til yndis og ánægju. Með þeim í för voru nHWnM/IWAIWin IrlnnlrnM nrr n»nn Leikarar á sviði í París uni 1635. Samtíma koparstunga. Leikhús með viðvar- andi starfsemi hóf göngu sína í París 1548, en heil öid leið í Frakklandi, þar til leikhúsið fékkþar sömu stöðu ogþað hafði hafði í Englandi á tímum Shakespeares.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.