Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 34
SVIPMYNDIR FRÁ FRÁ 16. ÖLD: ÞÓRUNN Á GRUND Grund í Eyjafirði. Þ eftir BRYNDÍSI SVERRISDÓTTUR egar Jón Arason biskup var leiddur á aftökustað- inn í Skálholti 7. nóvember 1550 kom hann auga á norðlenskan mann sem hann kannaðist við og bað hann fyrir þessa kveðju heim: „Fyrst ég skal nú bjóða góða nótt þessari ver- öldu, en kanna aðra, með öðrum helgum mönnum, þá ber þú norður kveðju mína vinum mínum og vandamönnum, einkann- lega séra Sigurði, dóttur minni, og Þór- unni, syni mínum.” Þessi orð, sem halda mætti að væru mismæli, hafa þó ævinlega verið skilin svo, að þarna hafi Jón viljað gefa í skyn vonbrigði sín með séra Sigurð, son sinn, sem ekki vildi styðja hann gegn konungsvaldinu og beijast við hlið hans gegn hinum nýja trúarsið, og jafnframt þakka Þórunni dóttur sinni fyrir að hún Korpóralshús, patína og Grundarkaleikur. skyldi hafa brugðist við „eins og maður”. Þórunn var í miklu uppáhaldi hjá föður sín- um og virðist hafa verið lík honum að skap- ferli, en séra Sigurður var varkár og lítt til stórræðanna, en á hinn bóginn vel menntað- ur og vitur maður, sem leit á brambolt föð- ur síns og bræðra sem mesta feigðarflan. Jón Arason átti sex börn, sumir segja sjö, með fylgikonu sinni Helgu Sigurðardótt- ur. Kaþólskir biskupar og prestar máttu ekki kvænast, en algengt var að þeir ættu hjákonur, sem þeir lifðu með eins og í hjóna- bandi. Þeim var fijálst að ættleiða börn sín og arfleiða þau að eignum sínum. Þau börn Jóns og Helgu sem vitað er um með vissu hétu Magnús, Ari, Þórunn, Sigurður, Björn og Helga. Auk þess er í sumum heimildum nefnd dóttir að nafni Þuríður, en tilvist henn- ar er óljós. Biskup sá til þess að börn hans fengju góða menntun á þeirra tíma mæli- kvarða og er þau uxu úr grasi gifti hann dæturnar efnuðum og voldugum mönnum, og sonunum útvegaði hann góð kvonföng, sem um leið efldi hans eigin völd og áhrif. Magnús, Björn og Sigurður lærðu allir til prests, en Ari varð lögmaður yfir Norður- og Vesturlandi. Árið 1522 ættleiddi Jón fjögur barna sinna, Ara, Magnús, Björn og Þórunni, og setti það skilyrði að Þórunn skyldi erfa jafn stóran hlut og bræður hennar, en á þessum tíma fengu dætur yfirleitt aðeins hálfan arf á móts við syni. Þetta bendir til þess að Jón Arason hafi hafUsérstakt dálæti á þessari dóttur sinni. ÞÓRUNN GEFIN RAFNI Brandssyni Heimildum ber ekki saman um fæðing- arár Þórunnar, sem er ýmist talið vera árið 1509, 1511 eða 1512. Hvað sem því líður var hún ung er hún giftist hinum efnilega höfðingjasyni Rafni Brandssyni árið 1526. Brúðkaupsveisla þeirra var haldin á Hólum í Hjaltadal að viðstöddu miklu fjölmenni og var ekkert til sparað til að veislan yrði sem veglegust. Þau sett- ust að á Hofi á Höfðaströnd og talið er að þau hafi átt einn son saman, sem skírð- ur var ísleifur og lést á öðru ári. Rafn varð fljótlega auðugur maður og eignaðist margar jarðir á Norðurlandi. Jón Arason hafði átt í deilum við Teit ríka, sem bjó í Glaumbæ í Skagafirði, og studdi Rafn tengdaföður sinn dyggilega í þeim málum. Að lokum náðu þeir undir sig öllum eigum Teits og hröktu hann vestur á land, en Rafn tók að sér lögmannsembættið, sem Teitur hafði áður gegnt. Þegar Teitur reið úr hlaði í Glaumbæ í síðasta sinn staldr- aði hann við um stund, horfði yfir landar- eignina og óskaði þess að hinum nýjaæig- anda staðarins snerist allt til ógæfu. Tveimur árum síðar var Rafn staddur í Glaumbæ og sat að drykkju ásamt mönn- um sínum. Er Rafn var orðinn allnokkuð drukkinn tók hann að deila við einn þeirra, Filippus að nafni. Deilan magnaðist og að lokum skoraði Rafn Filippus á hólm, en hann færðist undan í lengstu lög. Rafn lét sig ekki heldur neyddi Filippus til að skylmast við sig úti á hlaði og fór svo að lokum að Filippus veitti Rafni mikið högg. Rafn reið helsærður heim að Hofí og lést þar á þriðja degi. Áður hafði hann fyrirgef- ið Filippusi höggið og tekið á sig alla sök. Sagt var, að bölbænir Teits ríka hefðu þarna komið fram, því Filippus á að hafa veitt Rafni banahöggið nákvæmlega á þeim stað, þar sem Teitur fór með formæl- ingar sínar áður en hann reið frá Glaumbæ. Unga Ekkjan Og Ástamál Hennar Þórunn var nú orðin ekkja, ung að árum. Hún erfði töluverðar eignir eftir Rafn og faðir hennar og bræður vissu að hún var jafnvel eftirsóknarverðari kvenkostur nú en áður. Því leist þeim ekki á blikuna þeg- ar Þórunn varð ástfangin af ungum manni, Þorsteini Guðmundssyni, sem var sveinn hjá föður hennar. Þeir gerðu ailt til þess að stía Þórunni og Þorstéini í sundur, og Ari reyndi jafnvel að drepa hann. Þor- steinn ákvað því að fara vestur á land til 34

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.